Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 3

Pressan - 07.10.1993, Blaðsíða 3
SKILABOÐ Fimmtudagurinn 7. október 1993 PRESSAN 3 I^ekstur Samskipa hefur gengið mjög illa síðustu miss- erin en á síðasta starfsári tap- ) aði fyrirtækið hálfum milljarði króna og færði hlutafé sitt úr 900 milljónum króna niður í 500 milljónir. Nú hafa fyrstu sex mánuðir þessa árs verið gerðir upp. Ekki er ætlunin að birta það uppgjör en við heyr- um að yfirlitið sé afar svart auk þess sem ffaktflutningar hafa gengið mjög illa í sumar og það sem af er hausti. Þetta gengur þvert á þær áætlanir fyrirtækisins að skila halla- lausum rekstri. Þegar Lands- ^ bréf sáu um útboð á bréfum í Samskipum vorið 1992 var reyndar gert ráð fyrir yfir 100 milljóna króna hagnaði en niðurstaðan varð 500 milljón- ir í tap. Draupnissjóður hafði keypt hlutafé á yfir 10 milljón- ir króna og gerði athugasemd- ir við útboðsgögnin og er nið- i urstöðu að vænta í því máli fijótlega. Þess má geta að að- eins seldust rúmlega 100 milljónir af þeim 400 sem fyr- irhugað var að selja. Guðlaug- ur Briem hjá Draupnissjóðn- um gerði síðan athugasemd við reikninga félagsins á aðal- fúndi í vor. Því var vísað ffá af meirihlutanum hjá Hömlum, en Landsbankinn á bæði Hömlur og Landsbréf... .^^liklar mannabreytingar > hafa verið hjá Samskipum upp á síðkastið og nú um mánaðamótin var Árni S. Guðmundsson, yfirverkstjóri látinn fara. Ómar Hl. Jó- . hannsson var látinn víkja sem yfirframkvæmdastjóri og við tók Ólafúr Ólafsson sem for- stjóri. I kjölfarið voru ráðnir þrír ffamkvæmdastjórar, þeir Baldur Guðnason, Sæmund- ur Guðlaugsson og Hjörtur Emilsson, fyrrum aðstoðar- forstjóri hjá Ríkisskipum. I sumar var Hjörtur hins vegar settur af og gerður að deildar- stjóra en Baldur og Sæmund- ur deila hans stöðu, rekstrar- sviði, þar til nýr maður verður ráðinn. Aðrir sem hafa verið 1 látnir fara eru Stefán Eiríks- son, fyrrum aðstoðarforstjóri, Björgvin Vilhjálmsson, áður deildarstjóri gámadeildar, Björn Eiríksson, áður skrif- stofustjóri, og Sigvaldi Jósaf- atsson sem áður var aðstoðar- framkvæmdastjóri, sá síðan I um að koma upp umboðs- skrifstofum erlendis og var síðast í sérverkefnum fyrir for- stjóraskrifstofuna. Talsverð úlfúð hefur ríkt vegna allra þessara mannabreytinga, sem einnig ná í lægri stöður, og segja starfsmenn að starfsand- inn sé nálægt núllpunkti... -------------■f--------------- M eðal þess sem er að ! finna í fjárlagafrumvarpi Frið- riks Sophussonar fjármála- ráðherra fyrir næsta ár er heimild til greiðslu bóta ti! handa þeim sem sýktust af al- næmi við blóðgjöf hér á landi fýrir 1986. Eins og kunnugt er var ekki byrjað að skima blóð hér fyrr en umrætt ár, en sam- kvæmt upplýsingum ffá land- læknisembætti sýktust fjórir einstaklingar af alnæmi við blóðgjafir sem fóru ffam fýrir þann tíma. Alnæmissjiiklingar þeir sem um ræðir, fjórar konur, eru allir lámir og hafa ættingjar eins þeirra nú farið ffam á bæt- ur af hálfu ríkissjóðs. Landlæknir, Ólafur Ól- afsson, fjall- aði um mál- ið og komst að þeirri niðurstöðu að ríkið væri bótaskylt. Að því er ffam kemur í fjárlagaffum- varpinu er það Qármálaráð- herra sem tekur ákvörðun um bætur þessar, í samráði við heilbrigðisráðherra... A fundi borgarráðs í septemberlok óskaði Sigrún [Magnús- d ó 11 i r , borgarfull- trúi Fram- s ó k n a r - flokks, eftir því að lagð- ur yrði ffam listi yfir all- ar íbúðir og húsnæði sem leigt er út á veg- um borgarstjóra. Jafnframt óskaði Sigrún eftir því að fá upplýst, hvort aðrir embættis- menn hjá borginni réðu yfir húsnæði sem þeir gætu ráð- stafað án afskipta nefnda borgarinnar. Kveikjan að fyr- irspurninni var umfjöllun PRESSUNNAR í sumar um ihúsnæði á v e g u m borgarinnar við Tjamar- götu, þar sem Sús- anna Svav- arsdóttir _____| blaðamaður hefur haft íbúð á leigu um nokkurt skeið. Reyndar var þetta ekki í fyrsta sinn sem Sigrún viðraði málið í borgarráði. í ágúst bar borgarfulltrúinn fram fyrir- spurn þess eðlis hvort borgar- stjóri hefði aðrar íbúðir til út- leigu en þær við Tjarnargöt- una, en loðið svar FÍjörleifs B. Kvaran, framkvæmdastjóra lögffæði- og stjómsýsludeild- ar borgarinnar, gaf henni til- efni til frekari eftirgrennslun- ar. Sigrún hefur nú að sögn ákveðnar gmnsemdir um að Ágúst Jónsson, skrifstofu- stjóri hjá borgarverkffæðingi, hafi yfir að ráða húsnæði sem hann getur ráðstafað afskipta- laust og því hefur hún óskað eftir ffekari upplýsingum um málið... Q w kiptafundur var nýlega haldinn í þrotabúi Asiaco hf., en kröfulýsingaffestur í þrota- búið rann út 12. mars síðast- liðinn. Forgangskröfur voru upp á 5,4 milljónir króna en lýstar almennar kröfur voru upp á 348,8 milljónir króna. Skiptastjóri samþykkti kröfur upp á 230,7 miUjónir en það blasir við að eignir em mjög litlar. Landsbanki íslands lýsti kröfum upp á 86,6 milljónir króna en aðrir stórir kröfu- hafar eru ToUstjóraembættið og Gjaldheimtan með samtals um 50 miUjóna króna kröfú. Lokin á rekstri Asiacos þóttu nokkuð æv- intýraleg, en Páll Þor- geirsson var forstjóri fýr- irtækisins undir það síðasta. Ekki er vitað hvað hann hefúr tekið sér fýrir hendur síðan. Þá lýsa þeir feðgar Kjartan R. Jóhannsson og Kjartan öm Kjartansson, sem nú hefur hafið rekstur á McDonald’s-veitingastaðn- um, stómm kröfúm í búið, en þeir seldu Asiaco fýrir nokkr- um ámm. Það er Ijóst að þeir fengu aldrei allt söluverðið greitt og kröfur þeirra eru samtals upp á um 100 miUj- ónir... A II aðalfundi Sólons ísland- usar í síðustu viku kom til harðra orðaskipta miUi yngri og eldri hluthafa staðarins. Yngri kynslóðinni fannst sem alltof langt hefði verið vildð frá upphaflegri stefnu staðar- ins að veitingahússreksturinn yrði þama aðeins tíl að standa undir menningunni; að meira hefði verið lagt í veitingahúss- reksturinn en ráð var fyrir gert í upphafi. Menningin hefði verið mun blómlegri fyrstu fjóra til fimm mánuðina en síðan hefði farið að haUa und- an fæti og nú væri svo komið að enginn framkvæmdastjóri væri yfir menningarnefnd- inni. Einnig heyrðist sú gagn- rýni að of mfldð snobb varð- andi menninguna kæmi í veg fyrir að hún þrifist almenni- lega. Þá sögðu ungu hluthaf- arnir margir hverjir að stjórn Sólons íslandusar hefði svikið gefin loforð með því að neita að taka þátt í Óháðri Ustahátíð í sumar, en það hefði einmitt verið ein af forsendum þess að eigendur húsnæðisins leigðu þessum aðilum húsnæðið. Annars kom það einnig ffarn að afkoma veitingahússins hefði verið með besta móti... M egn óánægja ríkir meðal íbúa á Rauðarárstíg 38 í Reykjavík í garð Frið- riks Þórs Friðriks- sonar kvik- myndagerð- armanns. Upptökur á nýrri mynd hans, Bíó- dögum, fóru að stórum hluta fram á Skarphéðinsgötu og var gatan undirlögð seinnipart sumars vegna þessa. Myndin gerist á sjöunda áratugnum og til að umhverfið hæfði þeim tíma þurfti að koma ýmsum breytingum í kring, þar á meðal bera mold og sand í götuna og lóðirnar umhverfis. Af þeim sökum gerðu að- standendur Bíódaga munn- legan samning við íbúa húss- ins á Rauðarárstíg 38 um að þeir frestuðu í sumar fyrir- huguðum framkvæmdum á lóðinni, sem snýr að Skarp- héðinsgötu, þar til upptökur hefðu farið fram. í staðinn ætlaði kvikmyndagerðarfólkið að sjá um að færa umhverfið í nýtt og betra horf strax að upptökum loknum; bera möl í lóðina, tyrfa og setja upp grindverk. Upptökum á Bíó- dögum lauk um miðjan sept- ember. Var þá Skarphéðins- gatan og allt það sem lýtur að borgaryfirvöldum fært aftur í nútímalegt horf, en umrædd lóð hins vegar skilin effir á kafi í mold og er hún nú eitt forar- svað. Ibúar hússins hafa margítrekað haft samband við aðstandendur Bíódaga og borið fram kvartanir, en það er sama við hvern er talað; enginn virðist kannast við að nokkur samningur hafi verið gerður... Allir viöskiptavinir okkar í október fá einn pakka af Wrigley's Extra afhentan með matnum Tannlæknafélag Islands mælir J meö notkun xylitos sem aðalsætuefnis í tyggigúmmii vegna þess að okkur er annt um tannheilsu þína OPIÐ 10:00-23:30 VEITINGASTAÐUR OG „BEINT-Í-BÍLINN“, SUÐURLANDSBRAUT 56

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.