Pressan - 07.10.1993, Síða 4

Pressan - 07.10.1993, Síða 4
VIÐTAL Rmmtudagurinn 7. október 1993 4 PRESSAN fær Sigurour G. Valgeirsson. rifsfióíi Dagsljóss fyrir að takast fyrstum manna hjá Sjónvarpinu að útbúa veðurkort skiljanleg altnetiningi. Hæðst að listinni „Hefur farið af stað mikið óánœgjumuldur úr hópi þeirra sem eru stirðnaðir í andanum, og ná ekki upp í nef sér yftr efninu sem verkið er smíðað úr, en það er meðal annars gert úr röri. Rceðst fram hver argur íhaldsmaður- n á fætur öðrum með skömmum um ryðgaða rör- búta, fittings, og einn varjafn- vel svo hugmyndaríkur að stilla út í glugga hjá sér ryðg- uðu púströri og þykjast þar með aldeilis hafa gefið nú- tímalistinni langt nef.“ Einar Kárason í DV. Bragi Kristjónsson bóka- kaupmaðun „Púströrinu kom ég fyrir úti í búðarglugga hjá mér í Skúrkar í sjónvarpi „/ skýrslu sem Ólafiur Ólafs- son landlœknir tók saman um áhrif sjónvarps- og mynd- bandaofbeldis á börn og ung- linga kemurfram að morðum og manttdrápum á íslandi fjölgaði um 90% á árunum 1971-1990 miðað við tímabil- ið 1950-1970. Þetta er meðal annars rakið til áhrifa ofbeld- ismynda í sjónvarpi, en sjón- varpsútsendingar hófust hér á landi 1966... Slysavarnaráð íslattds og lattdlœknir [hafa] skrifað fjölmiðlum og óskað eftir að sýningar á ofbeldis- myndum verði takmarkaðar eftir mætti.“ Frétt í Morgunblaðinu. Hinrik Bjarnason, dag- skrárstjóri erlends efnis hjá Sjónvarpinu: „Ég tel að við hjá Sjón- varpinu höfum verið vel á verði hvað þetta varðar. Bæði höfum við reynt af fremsta megni að kaupa ekki inn yfirgengilegar ofbeldismynd- ir og eins gætt þess að sýna myndir óæskilegar börnum og unglingum aðeins seint á kvöldin. Ábending land- Konurí kröggum „Það er tttikil óvœrð t þessu þjóðfélagi... Ég held þó að engir þjóðfélagsþegnar séu jafn óvœrir og íslenskar kotwr. Sennilega tná rekja tnikinn hluta efinahagserfiðleika okkar til eyðslu og skemmtanafiknar íslenska kvenfólksitis. Það er rótlaust og leitattdi ogfer tnik- ittn þar sem það ketttur fram opinberlega. Hcestaréttarlög- tnaður eittn líkti íslettskum konuttt sem druslum í blaði fyrir nokkru og átti þá einkan- lega við drykkjusiði og fratn- komu þeirra á skemmtistöð- uttt. Því tniður mutt margt vera til t þessutn orðuttt hcestaréttarlögmannsins.“ Þorsteinn Guðmundsson í DV. læknis er réttmæt og hef ég gert hana að umræðuefni innan stofnunarinnar. Hins vegar má ekki falla í þá gryfju að nota sjónvarpið sem heildarhugtak yfir allt sem sést á mynd. Ofbeldi er sem kunngt er að finna hjá fleiri miðlum, s.s. kvikmyndum, myndböndum og tölvuleikj- um.“ Stefanía Traustadóttir, Jafnréttisráði: „Bréfritari og umræddur hæstaréttarlögmaður, Örn Clausen, hljóta að tala af eig- in reynslu. Vissulega er það leiðinlegt fyrir þá að vera dæmdir til að þvælast í svo slæmum félagsskap. Hins vegar get ég engan veginn tekið undir óskiljanlegar al- hæfingar þeirra um konur, eins og gefnr að skilja. Rétt er að benda á þá staðreynd, að konur eru langtum betri fjár- málastjórar en karlar, hvort sem á við um rekstur heimila eða fyrirtækja.“ þeim tilgangi að vekja athygli á því hlægilega tilgerðar- snobbi sem viðgengst hér í kringum allt listalíf. Lista- mennirnir sjálfir, ekki síst rit- höfundar, ríða þar í farar- broddi og stjórna egó- sentrískum umræðum um sjálfa sig. Það hæfir annars vitsmunum Einars Kárason- ar og geðprýði hans almennt, að hann skuli sjá ástæðu til að gera sér nöldur út af þessu litla gríni.“ Ólafur Ragnar um velsæmisbrot ráðamanna Velsæmi ráðherra ekki viðunandi / þingræðu sagði Ólafur Ragnar Grímsson aö ráðherrar ættu ekki að haga sér með þeim hætti að þjóðin logaði í sögusögnum. Ummælin vöktu athygli. Hvað átti hann við? „Það var einn meginkafli í ræðunni sem fjallaði um þörf á víðtækri siðbót í þjóðfélag- inu. Að það væri ekki hægt að ná víðtækri efnahagslegri end- urreisn hér nema því væri samfara víðtæk siðbót. Ég rakti síðan nokkra þætti í ræð- unni. Einn var sá að ráðherrar beittu ekki veitingarvaldinu fyrst og fremst á grundvelli flokkslegra hagsmuna og klíkuskapar. Annað var að fjármál stjórnmálaflokkanna ættu að vera opin bók. Þriðja var að ráðherrarnir væru ekki fyrst og fremst uppteknir við tignarsætin, bílana, ferðalögin og veisluglauminn en héldu sig að verkum. Fjórða var að stórfyrirtækin í landinu ráð- stöfuðu ekki forstjórastöðum og stjórnarstöðum fyrst og fremst til ættingja og barna og afkomenda innan hins svo- kallaða Kolkrabba, heldur færi slíkt eftir hæfileikum. Síðan var einn þátturinn sá að ráð- herrar yrðu auðvitað að gæta í hegðun sinni velsæmis á opin- berum vettvangi og forðast að haga sér á þann hátt að þjóð- félagið logaði af sögusögnum marga mánuði á eftir. Þessir þættir ásamt nokkrum öðrum eru að mínum dómi mjög mikilvægir vegna þess að hér þurfa að vera eðlilegar leik- reglur, heiðarleiki og velsæmi bæði innan stjórnkerfisins og í atvinnulífinu.“ Um hverja ertu að tala? „Það vita auðvitað allir sem fýlgst hafa með bæði fjölmiðl- um og umfjöllun hér í land- inu í þeim efhum, og þið vitið það einnig hjá PRESSUNNI þar sem þið hafið í nafnlaus- um dálkum eins og hjá Oddi þingverði vikið að hlutum sem eru milii manna og snerta framgöngu einstakra ráð- herra. Þið hafið ekki treyst ykkur til að segja af því heið- arlegar fréttir eins og öðrum atburðum, hafið ekki talið það við hæfi, og þess vegna fjallað um þá í þessum dálki. Það er auðvitað óeðlilegt að sú skip- an sé að fjölmiðlakerfið sé í miklum vanda og skammist sín og veigri sér við að flytja frásagnir af framgöngu ráð- herra. Breskt máltæki segir: „A public figure in public places is a public matter.“ Eða: „Framkoma manns í opin- berri stöðu á opinberum stað er opinbert mál.“ Og þess verða menn auðvitað að gæta. Ég ætla ekki að nefna einstök dæmi um það, en það vita all- ir að það hefúr ekki verið með þeim hætti að viðunandi sé.“ Getur verið að þú sért að tala um sögusagnir í sögusagnastíl? „Nei, ég er ekki að gera það vegna þess að það vita auðvit- að allir um þennan þátt í þjóðfélagi okkar. Þið vitið það einnig á PRESSUNNI þar sem að þið hafið sjálfir tekið slíkt upp og talið það svo rnikil- vægt að því þyrfti að gera skil. Vegna tvískinnungsins í þjóð- félaginu treystuð þið ykkur ekki til að gera það í fréttaefni, heldur í dálkinum um Odd þingvörð. Og það er alveg eins og í Austur-Evrópu hér áður fyrr þegar annars vegar var opinber sannleikur og hins vegar hinn raunverulegi sann- leikur sem þurfti að vera manna á millum og í háðs- dálkum. Við viljum ekki vera þjóðfélag þar sem málum er þannig komið.“ Geturðu nefnt einstök tilvik í þessu sambattdi eða einstök ttöfn? „Nei, það geri ég ekki, vegna þess að ég er ekki að tala um einstök tilvik hjá einstök- um mönnum heldur almennt einkenni. Og ekki bara þetta eitt heldur alla þá þætti sem ég nefndi áður. Allt fer þetta saman. Spilltar embættisveit- ingar, klíkuskapur við val á mönnum í stjórnarstöður fýr- irtækja, jafnvel flokksleg tengsl við val dómara í embætti og síðan að ekki er velsæmis gætt í opinberri hegðan.“ En mega ráðherrar ekki haga sér eitts og þeim sýnist í síttu prívatlífi átt þess að það kotni Pétri eða Páli við? „Hvað menn gera á heimil- um sínum og í einkasam- kvæmum er ekki mitt mál. En breska máltækið á hér við sem víðar. Að því verða menn að gæta hér líka. Til að tvískinn- ungurinn dragi ekki siðferðis- legan kraft úr þjóðinni. Það vitið þið líka fjölmiðlamenn að það er erfitt að starfa í þjóðfélagi þar sem menn veigra sér við að segja sumar fréttir, líkt og í Austur-Evrópu hér áður fyrr. Slík siðferðisleg tvöfeldni, bæði af hálfu ráða- manna og fjölmiðlakerfis, er að mínum dómi ekki holl neinu þjóðfélagi." Jakob Bjarnar Grétarsson debet Þór Jónsson kredSt „Þór var mjög skemmtilegur félagi og vel gefinn. Hann var afar hugdetturíkur og það kom alltaf eitt- hvað sniðugt frá honum. Annars finnst mér synd að hann skyldi hætta í söngnum,“ segir Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngkennari, sem kenndi Þór söng. „Þór er duglegur og harður fréttamaður og fylgir málum vel eítir. Hann er fastur fyrir og lætur ekki undan utanaðkomandi þrýstingi. Honum hef- ur jafnan farnast vel það sem hann hefúr tekið sér fyrir hendur,“ segir Bjarki Már Karlsson, fram- kvæmdastjóri Viðskiptavakans og gamall skólafé- lagj Þórs. „Hann er gríðarlega ákveðinn, fýlginn sér og tvíeflist við mótlæti. Hann er duglegur og á auð- velt með að drífa fólk með sér. Þess utan er Þór magnaður tenórsöngvari þegar þannig liggur á hon- um,“ segir Ámi Gunnarsson, blaðamaður og sam- starfsmaður Þórs á Tímanum. „Hann er sívinn- andi og metnaðarfullur og sækir fast það sem hann ætlar sér. Hann er afar nákvæmur og býr yfir mikilli réttlætiskennd, hann vill uppræta alla spillingu,“ segir Ragnheiður Traustadóttir, eiginkona Þórs. Harðduglegur og vel gef- inn — eða sœnskmennt- aður framsóknarmaður? Þór Jónsson settist nú í vikunni í ritstjórastól á Tímanum, sem meiningin er aö gera aö óháöu fé- lagshyggjumálgagni. „Það er erfitt að finna galla hjá honum en hann var dálítið fljótfær. Þá var hann aldrei sam- mála mér í pólitík, hann var eitilharður fram- sóknarmaður en ég hef alltaf verið svo blá,“ segir Snæbjörg Snæbjarnardóttir söngkennari, sem kenndi Þór söng. „Það er illt til þess að vita að hann skuli vera starfsmaður félagshyggjuafl- anna í landinu. Svo er hann sænskmenntaður og það er auðvitað alltaf galli,“ segir Bjarki Már Karlsson, framkvæmdastjóri Viðskiptavakans og gamall skólafélagi Þórs. Þór er þijóskur. Hann á það til sem fréttamaður að verða gagntekinn af málum og skynjar stundum ekki hvenær hann á að hætta,“ segir Ámi Gunnarsson, blaðamaður og samstarfsmaður Þórs á Tímanum. „Hann er ekki gallalaus, langt frá því. Hann hefúr alla tíð verið vinnuþræll og hefur ekkert timaskyn. Hann get- ur ekki slappað af, enda eru fréttir aldrei í fríi,“ segir Ragnheiður Traustadóttir, eiginkona Þórs Jónssonar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.