Pressan - 07.10.1993, Page 10
NÆGJUSEM
PRESSAN
Fimmtudagurinn 7. október 1993
Ingólfur Guðbrandsson býr í glæsilegu húsi á
Laugarásvegi 21 og fararskjótinn er ekki af
verri endanum, Cadillac de Ville. Mánaðartekj-
urnar voru hins vegar aðeins eitt þúsund krón-
urífyrra.
Ingólfur Guðbrandsson:
Lifað á þúsund krónum
Ingólfur Guðbrandsson er
óumdeilanlega þekktasti ferða-
málafrömuður landsins fyrr og
síðar. Hann er enn að vinna í
ferðaþjónustunni þótt hann
megi nú muna fífil sinn fegurri.
Ingólfur býr enn í glæsilegu ein-
býUshúsi sínu á Laugarásvegi 21
en brunabótamat þess er 20
milljónir króna. Það vakti
óneitanlega mikla athygli þegar
í ljós kom að mánaðartekjur
hans voru einungis eitt þúsund
krónur á síðasta ári. Ekki náðist
í Ingólf til að hann gæti skýrt
hvernig gengi að lifa af þessum
lágu tekjum.
Andri Mór Ingólfsson:
Sum ár eru gáð,
önnur ekki
Andri Már Ingólfsson hefur
verið umsvifamikill í rekstri
ferðaskrifstofa enda er faðir
hans, Ingólfur Guðbrandsson,
einskonar guðfaðir í þeim
bransa. Sjálfur rekur Andri
Már nú ferðaskrifstofuna
Heimsferðir og ber sig vel.
Hann er þekktur úr
samkvæmislífi borgarinnar,
enda áberandi hvar sem hann
kemur. Þá hefur nýja
einbýlishúsið hans á
Huldubraut 42 vakið mikla
athygli, enda var það Vífill
Magnússon arkitekt sem
teinaði það. Það er 222 ferme-
trar og brunabótamatið nærri
17 milljónir. Andri Már var
spurður hvort ekki væri erfitt
að lifa af 85 þúsund krónum á
mánuði.
„Það fer eftir ýmsu. Ég hef
haft mjög góðar tekjur á þessu
ári þannig að það hefur vegið
þetta upp,“ segir Andri Már
Ingólfsson.
„Hvað varðar einbýlishúsið
þá er það ekkert stórt. Þetta er
lítið sætt hús sem ég á nú
minnst í
enn hvort
eð er, því
við skudum
mikið í því
ennþá. Hjá
mönnum
sem reka
fyrirtæki
eru sum ár
góð, önnur
ár ekki eins
góð,og þá
v e r ð u r
maður bara
að brúa
bilið. Þetta
er ekki eins
og fólk sem
er með fatar
tekjur og
fær alltaf
sömu upphæðina í launaum-
slagið. Þannig að þegar koma
góð ár, eins og þetta ár, þá
vegur það upp á móti erfiðu
árunum, eins og var í fyrra. Þá
var ég að stofna nýtt fyrirtæki
og fór mjög hægt og rólega af
stað og fór mér bara rólega.
flndri Már Ingólfsson býr í þessu glæsilega einbýlishúsi en hafði einungis 85 þúsund í mánaðartekjur í fyrra.
Það hefúr ræst úr á þessu ári
og ég er með ágætar tekjur
núna.“
Þú hefur náð endum saman
ífyrra?
„Já já, ég stend við allar
mínar skuldbindingar og
skulda engum neitt, nema í
mínu blessaða einbýlishúsi,
sem okkar ágæta húsbréfa-
kerfi gefur okkur kost á að
borga á svona 25 árum.“
Geir Gunnar og Hjördís ó Valló:
Ekki gott ár í fyrra
Geir Gunnar Geirs-
son og Hjördís Giss-
urardóttir eru með
eignamestu hjónum
landsins.
Hjónin Geir Gunnar Geirsson
og Hjördís Gissurardóttir, eggja-
bændur á Vallá á Kjalarnesi, eru
talin sterkefnuð. Bú þeirra annar
um 30 prósentum af allri eggja-
framleiðslu í landinu. Sam-
kvæmt eignaskattsútsvari eiga
þau 200 milljónir í eignum en
ásamt rekstrinum og fleiru voru
eigríir þeirra metnar á 400 millj-
ónir króna í bókinni íslenskum
auðmönnum. Einbýlishús þeirra
á Vallá vekur mikla athygli, en
umhverfis það er 10 metra hár
skjólgarður sem að stórum hluta
er holur innan. Innanstokks er
svo mikið af glæsilegum antik-
munum sem Hjördís hefur safh-
að í gegnum tíðina.
Brunabótamat þess er 37,3
milljónir Þess má einnig geta að
Hjördís var lengi gullsmiður og
rak síðar tískuvöruverslanir, m.a.
Benetton-verslanirnar, sem hún
hefur reyndar selt. Samkvæmt
útsvari voru tekjur Hjördisar 110
þúsund krónur á mánuði og
tekjur Geirs Gunnars 204 þús-
und krónur.
„Ég hef um langt skeið verið
með tekjuhærri mönnum lands-
ins og greiði mjög háa skatta.
Fyrirtækið borgaði þannig um
23 milljónir í skatta á síðasta ári.
Hins vegar voru tekjurnar ekki
háar í fýrra, það
var ekki gott ár,
en ég hef haft
háar tekjur,"
segir Geir
Gunnar Geirs-
son. Hjördís
sagði að mest af
fé þeirra færi í
uPPbyggingu
hússins, sem
staðið hefði í
um aldarþórð-
ung og væri
áhugamál
þeirra. Þá hefði
hún safnað
forngripum frá
fermingaraldri
og þau lifðu sparlega. „Við höf-
um skrimt hingað til og setjum
allt í heimilið. Ef þú lifir óskap-
lega sparlega og hendir ekki
matnum þínum, eins og helm-
ingur þjóðarinnar gerir mikið af,
getur vel verið að þú getir eignast
svona hús smátt og smátt,“ segir
Hjördís. „Það fer allt í heimilið
og ég tel mig nýta mat vel. Það er
ýmislegt sem við gerum sjálf í
höndunum, saumaskapur til
dæmis. Ef fólk horfir vel í það
sem það er með í höndunum þá
getur fólk spilað margfalt meira
úr en það gerir.“
Eggjabú þeirra er verðmætt og einbýlishúsið á Vallá vekur mikla athygli.
Guðlaugur Bergmann kaupmaður:
Litlar tekjur í erfiðleikum
Guðlaugur Bergmann er
oftast kenndur við Karnabæ
og er líklega einn þekktasti at-
hafnamaður landsins þótt
hann hafi gengið í gegnum
miklar hremmingar síðustu
misserin. Þá er hann einn
þekktasti laxveiðimaður
landsins. Samkvæmt útsvari
voru mánaðartekjur hans á
síðasta ári 127 þúsund krón-
ur. Hann býr í 610 rúmmetra
einbýlishúsi á Sólbraut.
Brunabótamat þess er rúmar
15 milljónir króna en er skráð
á eiginkonu hans.
„Það vill nú þannig til að ég
á konu sem vinnur líka fulla
vinnu og það hjálpar til, auk
þess sem við erum bara með
einn dreng á framfæri,“ segir
Guðlaugur Bergmann.
„Þegar maður rekur við-
skipti sem eru öll í miklum
erfiðleikum þá getur maður
ekki borgað sér mikil laun. Ég
keyri á gömlum bíl og hef
þurft að taka uppáhaldssport-
ið mitt, laxveiðar, og skera
það alveg niður við nögl.“
Þú ert einn þekktasti lax-
veiðimaður landsins.
„Ég verð það náttúrulega
alltaf af því að ég er besti lax-
veiðimaður landsins, en ég er í
stjórn Stangveiðifélags Reykja-
víkur og þar fæ ég veiði sem
stjórnarmaður og síðan bjóða
mér margir í veiði af því að ég
get kennt mönnum að veiða,
en ég kaupi mér ekki veiðileyfi
nema þrjá daga á ári.
Ég hóf avinnurekstur tví-
tugur og hef fórnað öllu lífs-
starfinu í þetta og tapað öllu
sem ég hef eignast í gegnum
tíðina. Ég tek það þó skýrt
fram að ég er mjög ríkur mað-
ur, bara ekki af efnislegum
gæðum. Ég er búinn að missa
allt sem ég átti í gegnum
Kamabæjardæmið. Það er því
ekkert óeðlilegt að ég sé með
litlar tekjur. Ég er þó mjög vel
borgaður miðað við konumar
hér á saumastofunni, sem fá
eitthvað um 70 þúsund á
mánuði. Það væri miklu nær
að spyrja hvernig hægt er að
borga þessu hátekjuliði allt
þetta kaup.“
Gulaugur og Guðlaug Bergmann. Hún
er skráð fyrir einbýlishúsinu á
Sólbraut.