Pressan - 07.10.1993, Síða 15
Fimmtudagurinn 7. október 1993
S K OÐ A N I R
DAS KAPITAL
STJÓRNMÁL
Ein samfelld hrakfallasaga
Lýst eftirframtíð
Síld og loðna eru af lax-
fiskaætt. Lax er að sjálfsögðu
einnig af sömu ætt. Þessir fisk-
ar eiga fastan sess í íslenskri
þjóðarsál. Laxinn er fiskur
heildsala og karlmennsku.
Forstjórar og fyrirmenn þessa
lands hverfa til fjalla í upphafi
sumars og engar alvarlegar
ákvarðanir eru teknar fyrr en
veiðitíma lýkur. Aflinn var
ekki nægur. Því hófu fyrir-
mennirnir laxeldi. Það er ein
samfelld hrakfallasaga.
Síldin er fiskur rómantíkur
og ásta. Áður fyrr veiddist
síldin á sumrum fyrir Norð-
urlandi. Ungmenni fóru
norður að vinna við síldar-
söltun og í verksmiðjum.
Unga fólkið felldi hugi saman
og gekk að eiga hvert annað.
Listmálarar máluðu síldar-
stúlkur við vinnu og gerðu
ímynd þeirra ódauðlega. Síld-
arspekúlantar áttu síldarplön-
in. Þeir veltu milljónum um
sumarið en á þorranum voru
þeir komnir á hausinn og þá
borðuðu þeir plokkfisk.
En síldin hvarf og sjómenn-
irnir fundu annan fisk. Það
var loðnan. Loðnan er tákn
kynorku. Austurlandabúar
telja að hrogn loðnunnar auki
þeim þrá og orku til ásta. Þess
vegna eru loðnuhrogn verð-
mæt útflutningsvara.
Þessir fiskar hafa mikil áhrif
á allt þjóðlíf og verðskulda
sérstaka umföllun. Hér verður
aðeins íjallað um síld og
loðnu.
Síldveiða er fyrst getið í Eg-
ilssögu. Skallagrímur var fyrsti
fslendingurinn sem stundaði
síldveiðar. Síðan liggja síld-
veiðar niðri í tíu aldir og hefj-
ast ekki aftur fyrr en á síðustu
öld. Veiðar voru þá stundaðar
fyrir Norður- og Austurlandi.
Norðmenn höfðu þá frum-
kvæði að veiðunum og
kenndu íslendingum veiðiað-
ferðir. í fyrstu var síldin ein-
ungis söltuð.
Markaðir fyrir saltaða síld
voru í Norður-Evrópu og við
Eystrasalt. En þjóðir við
Eystrasalt eru fátækar. Því
miður hafa aðrar þjóðir ekki
vanist á síldarneyslu, því síld
er herramannsmatur. Við fs-
lendingar skiljum vel að aðrar
þjóðir skuli ekki borða síld.
Við fúlsum við henni.
Síldariðnaðurinn er hin
fyrsta íslenska stjóriðja. Fyrstu
síldarverksmiðjurnar voru í
eigu útlendinga. íslendingar
byggðu sína fyrstu síldarverk-
smiðju á Hesteyri í Jökulfjörð-
um. Síldarverksmiðjur, sem
íslendingar byggðu, voru oft
byggðar á stöðum, þar sem öll
byggð er nú lögst af, í „Blóð-
rauðu sólarlagi“. Síldarverk-
smiðjurnar voru byggðar upp
að vori og ef vel gekk var verk-
smiðjan búin að borga sig upp
eftir tvær vertíðir. Ekki voru
allar verksmiðjur til fjár. Á
Skagaströnd, sem átti að heita
Höfðakaupstaður, var byggð
samkvæmt sósíalískum áætl-
unarbúskap síldarverksmiðja.
Síldin hvarf úr Húnaflóa áður
en verksmiðjan var tilbúin og
hefur sú verksmiðja aldrei
borgað neitt.
En hver er staða mjöliðnað-
arins í dag? Verð á mjöli og
lýsi hefúr haldist óbreytt í ís-
lenskum krónum í tæp tíu ár.
Þess er ekki að vænta að slík
raunverðlækkun skili verk-
smiðjum miklu upp í stofn-
kostnað. Það er von að ein-
hver spyrji hví þessi afurð hef-
ur fallið svo mjög í verði á
heimsmarkaði. Skýringin á
því er einkum sú, að landbún-
aður í Evrópu á í kreppu, eins
og landbúnaður á fslandi, og
borgar ekki sem fyr.
En þrátt fyrir breyttar að-
stæður telja þeir, sem með
síldarverksmiðjur hafa að
gera, að allar aðstæður séu
óbreyttar frá því fyrir þrjátíu
árum. Þegar verksmiðja hefur
orðið ónýt hefúr verið byggð
önnur í hennar stað fyir tvö-
faldar tryggingabætur og
verksmiðjan orðið baggi á eig-
endum sínum. Dæmi um slíkt
ævintýri er Krossanesverk-
smiðjan við Ákureyri.
En síldin hvarf og síldar-
verksmiðjur heita í dag loðnu-
verksmiðjur. Loðnuveiði hófst
fyrir alvöru árið 1965. For-
sendumar fyir þeim veiðum
voru þær að síldin hafði skilið
eftir báta og verksmiðjur, sem
nýttust til loðnuveiða og
- vinnslu. Arðsemi loðnuveið-
anna hefúr aldrei verið neitt í
líkingu við það sem síldin gat
gefið af sér. Forsendur veið-
anna hafa stundum verið þær
að Japanir hafa keypt fryst
loðnuhrogn, sem eru mjög
verðmæt að þeirra mati. Hafa
þá loðnuverksmiðjur verið
eins og sorpeyðingarstöðvar
fyir loðnufrystinguna. Víst er
að loðnuveiði og -vinnsla er
ekki forsenda hagvaxtar á
næstu ámm.
Brýnasta verkefni í mark-
aðsmálum í dag er sala á síld-
ar- og loðnuafurðum til
manneldis. Þar er þó nægt
hráefni.
Höfundar Das Kapital eru
frammámenn í fjármála- og
viöskiptakífi, en vilja ekki
láta nafns getið
Það greip mig einhver tóm-
leikatilfinning þegar Davíð
Oddsson forsætisráðherra
lauk stefnuræðu sinni á Al-
þingi íslendinga nú í vikunni.
Og hún leið ekki hjá heldur
ágerðist þegar ég íhugaði bet-
ur hvað forsætisráðherra hafði
í raun verið að segja þjóðinni.
Stefnuræðan var hefðbundin
rakning á hagtölum mánaðar-
ins, blönduð hæfilegri gagn-
rýni á síðustu ríkisstjórn, að
ógleymdri slettu af skömmum
til handa stjórnarandstöð-
unni. I stefnuræðu forsætis-
ráðherra var minnst á margt
en fátt rætt vandlega. Líkt og
þegar ungir drengir keppa í
ræðulist í framhaldsskólum,
þar sem formið skiptir öllu en
innihaldið litlu, flutti Davíð
Oddsson þjóðinni boðskap
sinn eftir settum reglum
ræðulistarinnar en þegar síð-
asta orðinu sleppti hafa flestir
heima í stofu vafalítið verið
búnir að gleyma um hvað
maðurinn var eiginlega að
tala. Þannig var það líka eftir
ræðukeppni í menntaskólan-
um mínum hér áður fyrr.
Innantóm orðin gleymdust
strax.
Kjörtímabilið er hálfnað og
Davíð Oddsson hefur skipt
um stíl. Mildur í fasi tjáði
hann landsmönnum að öf-
undarhyggja og stéttaátök
væru af hinu vonda. Allir yrðu
að sýna fórnarlund, jafnt í
borg sem í sveit. Forsætisráð-
herra hljómaði eins og talandi
kyrralífsmynd í sunnudags-
blaði Moggans, þar sem
harmonía manns og náttúru
er algjör, æðri máttarvöld
nærri og erfiðleikar og amstur
hversdagsins víðs fjarri. Rétt
eins og fallegu myndirnar í
Morgunblaðinu ætlaði for-
sætisráðherra líklega að efla
öryggis- og samkennd með
landsmönnum — láta þeim
líða vel. En litmyndirnar í
Mogganum sýna sjaldan eða
aldrei dekkri hliðar íslensks
mannlífs og á sama hátt end-
urspeglaði ræða Davíðs Odds-
sonar ekki þann veruleika sem
flestir íslendingar hrærast í.
Þess vegna var ræðan óskiljan-
leg venjulegu fólki líkt og
þingkona ein benti á.
Og það fer lítið fyir stefnu-
mótun til framtíðar í ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar.
Menntun og uppfræðsla er
léttvæg fundin. Vísindaiðkun
og rannsóknir mæta afgangi.
Þessir menn virðast ekki skilja
að hugvitið verður í askana
látið. Þessir menn virðast ekki
skilja að vel menntuð þjóð er
hugvitssöm þjóð. Ófrjóir og
fúlir reyna þeir að selja sömu
gömlu hugmyndirnar aftur og
aftur. Þeir hafá ekki pólitískt
ímyndunarafl til að kúpla sig
út úr einstaklingshyggju síð-
asta áratugar. Þeir hafa ekki
pólitískt þor til að hrófla við
stóreignafólki og skattsvikur-
um þessa lands.
Helmut Schmidt, fyrrver-
andi kanslari Vestur-Þýska-
lands, lét þau orð falla í heim-
sókn hér á landi nýverið að
Vesturlönd ættu enga al-
mennilega leiðtoga nú um
stundir, ekkert afburðafólk í
pólitíkinni. Þar rataðist kansl-
aranum fyrverandi satt orð á
munn. Vera má að stjórnin lifi
út kjörtímabilið og Davíð og
Jón Baldvin steðji saman á
Þingvöll í tilefni hálfrar aldar
afmælis lýðveldisins 17. júní
1994. Það haggar þó ekki
þeirri staðreynd að leiðtogar
ríkisstjómar Islands eru menn
gærdagsins. Þeir munu ekki
hasla Islandi völl á nýrri öld.
Þeirra tími er senn á þrotum.
„Þráttfyrir breyttar aðstœður telja þeir,
sem með síldarverksmiðjur hafa að gera,
að allar aðstœður séu óbreyttar frá því
fyrirþrjátíu árum. Þegar verksmiðja hef-
ur orðið ónýt hefur verið byggð önnur í
hennar staðfyrir tvöfaldar trygginga-
bœtur og verksmiðjan orðið baggi á eig-
endum sínum. “
„Forsœtisráðherra hljómaði eins og tal-
andi kyrralífsmynd í sunnudagsblaði
Moggans, þar sem harmonía manns og
náttúru er algjör, œðri máttarvöld nœrri
og erfiðleikar og amstur hversdagsins víðs
fjarri.“
ODDUR
Frœðsluþáttur um störf Alþingis
„Sástu þennan þátt í gær-
kvöldi, Ragnar? Afhverju var
ekki mynd af mér? Ha? Get-
urðu sagt mér það? Þetta er
auðvitað gjörsamlega óóó-
þooolandi.“
Það var notalegt, lesendur
góðir, að heyra ljóðrænan vél-
byssutaktinn í talandanum á
Guðrúnu Helgadóttur skella á
veggjum kaffistofunnar aftur.
Það var mánudagsmorgunn,
fyrsti þingdagur, og fyrsta
verk þingsins að koma sér
saman um ný þingsköp. Það
var kallað að ná samkomulagi
um betri þingstörf, en ef
reynslan svíkur mig ekki var
tilgangurinn að ná völdum af
Mosfellssveitarkerlingunni
með slæðurnar. Henni hefur
lánast að klúðra svo óheyri-
lega miklu á þessum sínum
stutta valdatíma.
Nema hvað; þarsem ég sat
og saug kaffið mitt gegnum
molann heyrði ég ekki betur
en það væri komið óvænt
strik í reikninginn.
„Nja, þetta var nú bara
sjónvarpsþáttur, Guðrún
mín,“ sagði Ragnar Arnalds.
„Sjónvarpsþáttur?“ Guðrún
gaggaði einsog venjulega með
áherslu á þriðja atkvæði.
„BARA sjónvarpsþáttur?
Veistu hvað það horfa margir
á svona þátt, Ragnar? Hvað
heldur þú að margir haldi
núna að Rannveig Guð-
mundsdóttir og Sturla ...
Sturla ... æ, hvað hann heitir
þarna sveitarstjórinn undan
jökli. Það voru FJÓRAR
myndir af Rannveigu í einum
þætti, Ragnar. Vissirðu það?
Rannveig í forsetastól, Rann-
veig að lesa pappíra, Rannveig
að koma heim, Rannveig
þetta og Rannveig hitt. Guð
hjálpi þér, Ragnar. Fólk held-
ur að konan sé orðin forseti
Alþingis. Og tvær myndir af
sveitarstjóranum. Hvað hefur
hann gert í þessari stofnun?
Og endalausar myndir af
„Nei, Ragnar Sigurðarson, ég lœt ekki
teyma mig útí að gera eitthvert sam-
komulag viöfólk sem notar hvert tæki-
fœri til að gera lítið úr þeim sem hafa
haldið þessari stofnun gangandi árum
saman. Ég hefbara ekki geeeð í mér til
þess. “
þessum Birni Bjarnasyni og spilltir kratadindlar. Afhverju
vesalingnum honum Karli var ekki mynd afmér?“
Steinari. Fólk heldur að hér sé „Æ, láttu nú ekki svona,
ekkert nema Moggaíhald og Guðrún mín. Þessi þáttur var
gerður til þess að fræða fólk
um störf þingsins.“ Ragnar
var farinn að lita í kringum sig
eftir betri félagsskap, en sá
engan nema hina kerlinguna
með slæðurnar, bóndann á
Lómatjöm sem ég man aldrei
hvað heitir. Ragnar dæsti.
Guðrún færðist öll í aukana
og ók sér í sætinu.
„Vert’ekki svona barnaleg-
ur, Ragnar. Heldurðu að það
sé tilviljun að það sást varla
einn þingmaður Alþýðu-
bandalagsins í heilan klukku-
tíma? Heldur þú að Hrafn
Gunnlaugsson mundi láta
framleiða þátt þar sem sæist
hvað þingmenn Alþýðu-
bandalagsins gera á Alþingi?
Nei, Ragnar Sigurðarson, ég
læt ekki teyma mig útí að gera
eitthvert samkomulag við fólk
sem notar hvert tækifæri til að
gera lítið úr þeim sem hafa
haldið þessari stofnun gang-
andi árum saman. Ég hef bara
ekki geeeð í mér til þess.“
Ég veit ekki hvemig Ragnari
mínum tókst að greiða úr
þessari sálarflækju sem sjón-
varpið gerði okkur, en hitt veit
ég að það tókst ekki að taka
völdin af kerlingunni með
slæðurnar. Það setur að mér
ónot.
Oddur þingvörður er hugar-
fóstur dáikahöfunda, en
efnisatriöi og persónur
byggjast á raunveruleikanum.
PRESSAN 15
Á UPPLEIÐ
f
RAGNAR STEFÁNSSON
JARÐSKJÁLFTAFRÆÐINGUR
Ver Rútskoj og gömlu
kommana. Það þarf að
minnsta kosti kjark til að
velja alltaf vitlausan málstað.
FRIÐRIK SOPHUSSON
FJÁRMÁLARÁÐHERRA
Tíu milljarða halli ár eftir ár
eftir ár og hann er ennþá
góði kallinn. Þetta leikur
enginn eftir.
SIGURÐUR B. STEFÁNSSON
STÓRKAPELLÁN STÓR-
STÚKUNNAR
Berst gegn bjórhátíð. Ein-
hver verður að gera þetta.
Við hin fáum okkur öl.
Á NIÐURLEIÐ
í
EINAR KÁRASON
RITHÖFUNDUR
Ver rörbútinn hennar Bera
með kjafti og klóm. Beit
Skagafanturinn úr honum
bæði greind og kímnigáfú?
ÞÓRJÓNSSON
RITSTJÓRI TÍAAANS
Laus við Steingrím, en ekk-
ert breytist. Hvar er nýi
Tíminn?
GUÐMUNDUR ÁRNISTEFÁNSSON
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
Hann vill fá vitræna um-
ræðu um biðlaun. Það felst í
því að tala ekki um þessa
aukamilljón sem hann er
með í veskinu ffá Hafnar-
fjarðarbæ.