Pressan - 07.10.1993, Page 17

Pressan - 07.10.1993, Page 17
M E N N I N G Fimmtudagurinn 7 október 1993 pressan 17 Leikhúslíf borgarinnar verður sífellt blómlegra og er það ekki síst að þakka „litiu“ leikhúsunum, sem nú eru orðin allnokkur. í næstu viku bætist ný sýning í hópinn þeg- ar Frú Emilía ffumsýnir verk Henriks Ibsen Afturgöngur, sem er fyrsta verkefhi vetrar- ins af þremur. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Sigríður Margr- ét Guðmundsdóttir Þjóðleik- húsritari, sem fékk tveggja mánaða frí úr Þjóðleikhúsinu til að setja upp Afturgöngur Ibsens. „Þetta er stórkostlegt verk,“ segir Sigríður Margrét, að- spurð um sýninguna. „Ibsen skrifaði Afturgöngur 1881, langt á undan sinni samtíð. Verkið fjallar meðal annars um sifjaspell og þótti afskap- lega hneykslanlegt. Af þeim sökum fékkst það ekki leikið. Það er fýrst núna að leikhús- fólk, bæði hér og erlendis, er farið að átta sig á því hve verk- ið á mikið erindi til okkar. Afturgöngur er átaka- og harmsaga, en þó hnyttið og skemmtilegt verk og afar auð- skilið.“ Sigríður Margrét lærði leik- stjóm á Bretlandi og setti upp nokkrar sýningar hér heima áður en hún réð sig til Þjóð- leikhússins fyrir tveimur ár- um. „Það var auðsótt mál að fá að taka mér leyfi til að setja upp þessa sýningu með Leik- húsi Frú Emilíu. Þjóðleikhús- stjóri, Stefán Baldursson, hef- ur sýnt mér mikinn skilning, enda veit hann að hugur minn stendur til leikstjórnar. Ég er ákveðin í að helga mig í framtíðinni því fagi sem ég hef menntað mig í.“ Frú Emilía frumsýnir Aft- urgöngur næstkomandi mið- vikudag, 13. október, í Héð- inshúsinu við Seljaveg. Leik- endur em Margrét Ákadóttir, Ari Matthíasson, Þröstur Guðbjartsson, Sigurður Skúlason og Jóna Guðrún Jónsdóttirún útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands síðast- liðið vor og er því að spreyta sig í fyrsta sinn á sviði sem lærður leikari. Þess má loks geta að hin gamla þýðing Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi á verki Ibsens, sem notast er við, hefur að miklu leyti verið endumnnin af leik- hópnum. SlGRÍÐUR NlARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR. Leikstýrír Afturgöngum Henríks Ibsen í uppfærslu Frú Emilíu. ■ /■ .• HK.XBK. -eSI LEIKLIST Gróft, hrátt og gott „Erþað ekki einmittþað sem litlu leikhúsin hafa stundum fram yfir þau stóru, að geta leyft sér að koma aðeins nœr áhorfendum og draga þá betur inn í atburðarásina og and- rúmsloftið? Spennandi og athyglisverð sýning. “ STANDANDI PÍNA FRJÁLSI LEIKHÓPURINN TJARNARBÍÓI ★★★ Flestum leikritum sem reyna á einhvern hátt að höfða til unglinga er oft fljót- lega hafnað, einmitt af þeim aldurshópi sem þeim er æd- að. Þetta fólk vill hvort eð er frekar fara í bíó, á tónleika eða í partí um helgar, og þótt ég hafi ekki séð neinar kann- anir um aldursskiptingu leik- húsgesta á íslandi myndi ég halda að meirihlutinn væri undir tíu eða yfir tuttugu og fimm ára. Öðm hverju birtist leikritahöfundur með áhrifa- mikið stykki fyrir yngri kyn- slóðina, en ekki nógu oft til að fá þennan aldurshóp reglulega í leikhús. Standandi pína (Stand-up Tragedy) eftir Bill Cain er því strax óvenjulegt vegna þess að það er leikrit um unglinga fyrir unglinga sem eitthvað hefur að segja sem skiptir máli. í stað þess að bjóða unglingunum gmnsamlegan boðskap um hvað það þýðir að verða fullorðinn fjallar það mest um skólakrakka í hverfi í New York, þar sem það að ná því að verða fullorðinn telst í sjálfu sér met. Efnið í leikritinu er að vísu mjög bandarískt, þar sem ákveðinn hæfileiki eða „talent" hvers manns virðist oft skipta meira máli en maðurinn sjálfur (allir sem hafa séð sjónvarpsþáttinn „Fame“ munu kannast við það), en samt er eitthvað hér sem mér finnst tala til ungra íslend- inga. Ofbeldið sem er ríkjandi í bandarískum stórborgum sjáum við daglega í einhveiju formi; í sjónvarpsfréttum, í blöðunum og sérstaklega í bíómyndum, og sést í vax- andi mæli í þessu þjóðfélagi sem fýrir tíu árum var nánast laust við slík vandamál. En.ef ég skil þetta leikrit rétt er það ekki einungis of- beldið sem við þurfum að huga að, heldur áhrif fjöl- skyldunnar á krakka sem geta ekki eða vilja ekki klára skól- ann og hafa lítið annað til- hlökkunarefni en atvinnu- leysi þegar þeir hætta í skóla. Góðviljaði kennarinn Tom Griffin reynir hér einmitt að bjarga strák frá fjölskyldu sinni, en verður að horfast í augu við að engum verður borgið meðan fjölskyldu- ástandið er eins slæmt og raun ber vitni. Vandamálið er það margþætt að einn maður getur sama og ekkert gert, hvað sem hann reynir. Þýðingin á hinu grófa bandaríska götumáli er mjög góð, ekki síst vegna þess að þýðandinn, Magnea Hrönn Örvarsdóttir, hefur kosið að nota það einkennilega sam- bland af enskum og íslensk- um blótsyrðum sem tíðkast hér í dag í stað þess að þýða allt yfir á hefðbundna ís- lensku. Með þessu hefur þýð- andinn gert aldcúrat það sama og höfundurinn; látið efnið tala fyrir sig í staðinn fyrir að beina athyglinni að tungu- málinu. Bill Cain tekur þetta skýrt ffam þegar hann segir: „Metnaður minn í þessu verki var ekki að slá met í notkun enskra blótsyrða, heldur aðeins sá að segja sög- Sýningin sem ég fór á var sú þriðja og var meirihluti áhorfenda skólakrakkar. Það var fullt hús og stemmningin sérstaklega góð. Allir leikar- arnir stóðu sig vel, en mér fannst Þorsteinn Bachmann og Gunnar Gunnsteinsson bera af. Gunnar Helgason, sem leikur Lee, auk móður og bróður Lees, fer með langerf- iðasta hlutverkið (réttar sagt hlutverkin) og vekur undrun ffekar en aðdáun fyrir að geta skipt á milli persóna á þess- um ótrúlega hraða. Það er eitthvað hrátt eða ekki alveg fullunnið við þessa sýningu. Sviðsmyndin er afar einföld og leikurinn stundum skemmtilega grófur, en mér fannst það líka passa vel við efnið og aðstæðumar í Tjam- arbíói. Leikstjórinn, Halldór E. Laxness, hefði sennilega farið öðmvísi að á stóm sviði. En er það ekki einmitt það sem litlu leikhúsin hafa stundum ffam yfir þau stóm, að geta leyft sér að koma að- eins nær áhorfendum og draga þá betur inn í atburða- rásina og andrúmsloftið? Spennandi og athyglisverð sýning. una. KLASSÍK FIMMTUDAGURINN 7. OKTÓBER • Sinfóníuhljómsveit ís- lands heldur tónleika þar sem flutt verða verkin Ad Astra eftir Þorstein Hauks- son, Fiðlukonsert eftir Carl Nielsen og Sinfónla nr. 7 eftír Ludvig van Beethoven. Stjómandi er Osmo Vánska. Einleikari er Auður Hafsteins- dóttir fiðluleikari. Háskólabíói kl. 20. • Páll ísólfsson. Minningar- tónleikar um Pál ísólfsson í tilefni þess að nú eru liðin hundrað árfráfæðingu hans. Á tónleikunum flytja Ingibjörg Marteinsdóttir sópran, Þor- geir J. Andrésson tenór og Lára S. Rafnsdóttir píanóleik- ari mörg af þekktustu söng- lögum Páls. íslensku óper- unnikl. 17. LEIKHÚS • Býr íslendingur hér? ís- lenska leikhúsið frumsýnir leikgerð Þórarins Eyfjörð eftir samnefndri bók Garðars Sverrissonar. Leikstjóri er Þórarinn Eyfjörð en leikendur Pétur Einarsson og Halldór Bjömsson. Tjamarbiói kl. 20. • Elín Helena. Frumsýning á nýju leikverki Áma Ibsen í leikstjóm Ingunnar Ásdísar- dóttur. Átakamikið verk sem segir frá uppgjöri ungrar konu við fortíðina. Leikendur eru Sigrún Edda Björnsdóttir, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Hanna María Karisdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Borg- arleikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Flamenco. Spænski dans- arinn Gabriela Gutarra sýnir klassíska spænska dansa og flamenco. Mótdansari hennar er Juan Polvillo. Þjóðleikhús- inu. • Ferðalok. ★★★ Þrátt fyrir nokkra galla finnst mér þessi sýning mjög athyglisverð. Leikritið er sterkt og tilfinn- ingaríkt, snjallt í uppbyggingu og fullt af skemmtilegum at- riðum. Mæli með, hiklaust, segir Martin Regal í leikdómi. Þjóðleikhúsinu, Smíðaverk- stæði, kl. 20.30. • Spanskflugan. © Ég vona að sýningin batni verulega sem fyrst svo að einhverjir geti haft gaman af þessu, en ég efast samt um að Spansk- flugan eigi eftir að lifa mjög lengi, segir Martin Regal í leikdómi. Borgarleikhúsinu kl. 20. FOSTU DAGUR I N N 8. OKTÓBER • Ferðin tit Panama. Leikfé- lag Akureyrar á leikferð um Norðurland með bamaleikrit byggt á sögum eftir þýska bamabókahöfundinn Jano- sch. Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir. Leikendur eru Að- alsteinn Bergdal, Sigurþór Al- bert Heimisson, Dofri Her- mannsson og Ama María Gunnarsdóttir. Laugarborg, Hnafnagili. kl. 13 • Standandi pína. ★★★ Er það ekki einmitt það sem litlu leikhúsin hafa stundum fram yfir þau stóru, að geta leyft sér að koma aðeins nær áhorfendum og draga þá bet- ur inn í atburðarásina og and- rúmsloftíð? Spennandi og at- hyglisverð sýning, segir Mart- in Regal í leikdómi. Frjálsi leikhópurinn. Tjamarbíói kl. 20. • Flamenco. Spænski dans- arinn Gabriela Gutarra sýnir klassíka spænska dansa og flamenco. Mótdansari hennar er Juan Polvillo. Þjóðleikhús- inu. • Ástarbréf. Tvíleikur A.R. Gumeys í leikstjóm Andrésar Sigurvinssonar. Sögð er áhrifamikil ástarsaga tveggja einstaklinga, eins og hún birt- ist í ævilöngum bréfaskiptum þeirra. Leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20.30. • Ferðalok. ★★★ Þjóðleik- húsinu, Smiðaverkstæði, kl. 20.30. • Elín Helena. Borgarleik- húsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Spanskflugan. © Borgar- leikhúsinu kl. 20. LAUGAR DAGU RIN N 9. OKTÓBER • Kjaftagangur. Gamanleik- ur Neils Simon. Leikstjóri er Asko Sarkola en meðal helstu leikenda eru Lilja Guð- rún Þorvaldsdóttir, Öm Áma- son, Tinna Gunnlaugsdóttir og Pálmi Gestsson. Þjóðleik- húsinu kl. 20. • Ástarbréf. Þjóðleikhúsinu, Litla sviðinu, kl. 20.30. • Fiskar á þurru landi. Ólík- indagamanleikur Árna Ibsen í uppfærslu Pé-leikhópsins, sem sló rækilega í gegn á Listahátíð í Hafnarfirði síð- asta sumar. Leikstjóri er Andrés Sigun/insson. Nú fer hver að verða siðastur að sjá þessabráðskemmtilegu sýn- ingu. íslensku óperunni kl. 20.30.. • Býr íslendingur hér? ís- lenska leikhúsið. Tjarnarbíói kl. 20. • Spanskflugan. © Borgar- leikhúsinu kl. 20. • Elín Helena. Borgarleik- húsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Ferðin til Panama. Leikfé- llag Akureyrar. Dalvík kl. 14 og 16. SUNNUDAGURINN | 1 O. OKTÓB.ER • Dýrin í Hálsaskógi. Sýn- ingar hefjast að nýju á bama- leikriti Thorbjöms Égner. Leikstjóri er Sigrún Valbergs- dóttir en með aðalhlutverk fara Sigurður Sigurjónsson og Öm Ámason. Þjóðleik- húsinukl. 14. • Ronja ræningjadóttir Sýningar byrja að nýju á bamaleikriti Astrid Lindgren. Leikstjóri erÁsdís Skúladóttir en með aðalhlutverk fara Sig- rún Edda Bjömsdóttirog Gunnar Helgason. Borgar- leikhúsinu kl. 14. • Elín Helena. Borgarleik- húsinu, Litla sviðinu, kl. 20. • Júlía og Mánafólkið. Leik- hópurinn Augnablik sýnir bama- og fjölskyldu leikrít eftir Kari Aspelund og Friðrik Er- iingsson. Leikstjóri er Ásta Amardóttír en leikendur Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Bjöm Ingi Hilmarsson, Erling Jó- hannesson, Harpa Amardótt- ir og Kristín Guðmundsdóttír. Leikhúsi Frú Emilfu, Héðins- húsinu, kl. 17. • Standandi pína. ★★★ Frjálsi leikhópurinn. 7jamar- bíói kl. 20.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.