Pressan - 07.10.1993, Page 32
32 PRESSAN
A K S J O N
Fimmtudagurínn 7. október 1993
NAIN KYNNI
Grand Rokk
...
Eg sat og góndi á tungliö. Þaö var búiö að færa sig
um sirka fimm metra síöan ég byrjaði aö horfa á það í
kvöld. Þaö hreyfir sig frekar hægt. Ég get nú ekki sagt
aö ég merki neina sjáanlega hreyfingu, enga kippi eöa
svoleiðis, en ég læt mig nú hafa þaö aö góna upp í loft-
iö í von um aö tunglið taki svona rétt smásprett til tik
breytingar. Kallinum í tunglinu hlýtur hreinlega aö leiö-
ast þetta stóöuga droli, hann hlýtur að vilja smáaksjón.
Eins og ég.
Ég er nú þannig geröur aö ég held að ég sé alltaf aö
missa af einhveiju. Því hef ég tamið mér einstakt þol
og biölund. Ég get beðið tímunum saman eftir því að
eitthvaö gerist. Eg er nú búinn aö sitja hér og bíða eftir
því aö tunglið geri einhverjar gloríur. Ég þróaöi upphaf-
lega þessa eiginleika mína yfir sjónvarpinu. Þá byrjaði
ég á táknmálsfréttum og horföi á hvem dagskrárliðinn
á fætur öðrum til loka. Missti ekki af neinu en þaö
geröist aldrei neitt í kassanum. Frekari þróun tók svo
viö þegar Stöö tvö kom, því þá gat ég svissað milli
rása.
Og aldrei geröist neitt. Alveg hreint merkilegt. Ég er
nú hættur þessari vitleysu, því lokaþolraunin var aö
sitja fyrír framan sjónvarpstækið í heila viku. Byrjaði aö
horfa þegar dagskrá hófst, ja hagaði mér bara normal.
Nema ég haföi slökkt á viðtækinu. Þaö var enginn
munur. Þarna sannaöist fyrír mér aö þaö gerist ekkert í
sjónvarpinu. Ég missti ekki af neinu. Einu áhyggjuefn-
inu færra.
En mér sýnist aö stór partur þjóðarinnar sé ekki bú-
inn að fatta þetta trikk meö þolið og biölundina. Aö
vísu virðist fólkiö skilja aö það gerist ekki neitt í bank-
anum nema maður fari og bíöi í biöröð. Á endanum
færöu afgreiöslu. Skýrasta dæmiö um að menn eru
ekki búnir að fatta tríkkiö er næturlífiö.
Helgi eftir helgi þræðir pöpullinn skemmtistaöi í leit
aö aksjón. En síðan er ferliö í raun og veru bara meira
alkóhól í líkamann þannig að á endanum er viökomandi
óhreyfanlegur sökum drykkju. Og daginn eftir gerist
ekkert, ekki einu sinni sunnudagsskúringin, vegna
þynnku.
Og öll þessi læti í miðbænum. Þvílíkt og annað eins.
Sér ekki hver heilvita maöur aö þama fer ekki fólk með
þol- og biðlundareiginleika? Því dauðleiðist að hanga
þama úti. Væri ekki nær að hafa einhver skemmtiatriði
svo engum leiddist? Yfirvaldinu sýnist aö helst þurfi aö
smella upp gaddavír og grímmum hundum.
Væri ekki nær aö veitingastaðir slægju saman í púkk
og reistu heljarins tjald yfir torgiö? Síöla nætur yröi síö-
an slegiö upp veislu þar sem gestjr torgsins og gang-
andi gætu fengiö sér í svanginn. Ég er nefnilega viss
um að mikið af þessum ólátum stafar hreinlega af mis-
tökum í heilaboöum vegna svengdar.
Þetta þarf ekki aö kosta mikið. Bjóöa mætti upp á
afganga frá veitingastööunum. Það er vitað mál að það
klára ekki allir af diskunum sínum og þaö hlýtur að
liggja ein og ein aukakartafla á diski eöa þá spergilkál.
Ég tala nú ekki um piparsteik sem rétt er búið aö narta
í. Þaö mætti nú Ifka bara skera burtu ef einhver tanna-
för væru í matnum.
Bruöliö er það mikiö í þjóðfélaginu að það hlýtur aö
fara mikið af ónotuöum mat í rusliö af diskum matar-
gesta. Og miðað viö drykkjuna sem mér sýnist fara
fram á venjulegu helgarkvöldi líst mér þannig á að eitt-
hvað af þessu aikóhóli sem innbyrt er fari ónotað út aft-
ur. Værí ekki ráð að veitingastaðir samtengdu salemi
sín og allt rynni í stóran safntank? Þaö yröi svo endur-
nýtt með einhverjum vísindalegum aöferðum, sem ég
aö vísu kann engin skil á. Ég held að svona tjald, meö
lítið eöa ónotuðum mat og endurunnu víni, yröi féikivin-
sælt. Foreldrar og ástvinir gætu hætt aö hafa hjartað í
buxunum þótt nánustu vinir brygöu sér bæjarleið í
skemmtanaleit.
Ég er hættur aö horfa á tunglið, sólin er aö koma upp
og ég er búinn aö setja upp sólgleraugun. Ég ætla aö
sjá hvað sólin gerir í dag.
sfaö eðlu
Við hér á þessu litla skeri
komum á næstunni til með að
njóta góðs af því að Brynjar
Magnússon, barþjónn með
meiru, varð strandaglópur á
Curacao, ey norður af Suður-
Ameríkuríkinu Venezuela.
Hann var að reyna að komast
í gegnum Súrínam til Amaz-
on, en vegna borgarastyrjaldar
þar ílengdist hann á eynni um
mánaðartíma. En fátt er svo
með öllu illt að ei boði gott,
því ævintýri Brynjars verður
okkur íslenskum sælkerum
væntanlega til góðs. Á
Curacao komst
Brynjar í kynni við
matargerð sem lítt
hefur verið stúnduð
hérlendis. „Að vísu
neyta þeir mikils
eðlukjöts þarna, en
þar sem eðlukjöt
fæst ekki hér á landi
hef ég ákveðið að
nota íslenska lambið
í staðinn. Annars
kem ég til með að
elda allt frá nachos til
barbequerétta." Þessa teg-
und matargerðar verður að
finna á Grand Rokk bar við
Klapparstíginn, og það langt
fram eftir kvöldi, þar sem
ákveðið hefur verið að hafa
eldhúsið opið lengur en geng-
ur og gerist.
En hvers konar tnat er hér
um að ræða?
„Þetta er mjög bragð-
mikill matur. Honum
svipar til þess sem í
Austurlöndum er kallað
Sathai, en í Curacao er
hann nefndur Saté. Saté
er mikið borðað í Hol-
landi, enda mikið
um hollenskar ný-
lendur þarna niður
frá. Ég hef sjálfur
þreifað mig
áfram með
kryddblöndurn-
ar og hef nú
loks, að ég tel,
náð að búa til
eitthvað sam-
bærilegt.“
Þessi framand-
legi matur er að
mestu grillaður yfir
eldi og engar
franskar verða í
boði, heldur kart-
öflubátar með
hýði og öllu til-
heyrandi.
Sleppur maður
við hamborgar-
ann?
„Nei, það er ekki
svo gott. En hann verð-
ur öðruvísi. Úr miklu
betra hráeíni en gengur og
að auki 150 g í stað 70 g.
Hamborgarinn verður líka
steiktur yfir opnum eldi.“
Brynjar hefúr einnig kalkúna-
rétti í huga. „Ég hef verið í
sambandi við bóndann á
Reykjum og er að reyna að
komast yfir kalkún og það
virðist ætla að ganga upp. Ég
hyggst nota hann í samlokur
og smárétti ef allt gengur
upp.“
Þá má ekki láta þess
ógetið að rauðvín
hússins er á aðeins
150 krónur glasið
og hvítvínsglasið
kostar 200 krónur.
Lítill bjór er á 250
krónur og stór á
400 krónur. „Við
teljum okkur ein-
faldlega ekki þurfa
meiri álagningu.11
Á örskammri stundu
getur yfirbragð Grand Rokk
breyst úr kyrrlátum matsölu-
stað í villimannavertshús,
enda nálægð gesta við hljóm-
sveitirnar sem þar troða upp
þvílík að menn geta ekld með
góðu móti setið á sér. Mikið er
lagt upp úr því að fá ung bönd
á uppleið til að troða upp á
Grand Rokk, en inn á milli
troða upp hljómsveitir sem
vart teljast bara efnilegar leng-
ur, hljómsveitir eins og Lip-
stick Lovers og Dos Pilas.
TVIFARAR
Þaö má heita ör-
uggt aö Robin
Williams hafi
heyrt af Ólafi
R a g n a r i
Grímssyni
þegar hann
bjó tii gerv-
iö fyrir nýj-
asta hiut-
verk sitt, frú
Doubtfire, úr
samnefndri
mynd. Þaö hefur
ekki nema eitt faríö
úrskeiðis á leiðinni yfir
hafið — Williams skiptir
hárínu í vitlausa átt. Hitt
er eins, gleraugun, stífir
lokkamir og mæröarlegt
brosið.
BOKMENNTIR
13. krossgátan
ÞRETTANDA
KROSSFERÐIN
ÞJÓÐLEIKHÚSINU
★ ★
MARTIN
REGAL
Eftir auglýsingu í frétta-
blaði Þjóðleikhússins um
„grand ópus“ og samanburð
við „Beðið eftir Godot“ og
„Don Kíkóta“ hlaut maður
að gera ráð fyrir að „13.
krossferð" Odds Björnssonar
yrði stórkosdeg sigurför. Ekki
einu sinni leikritahöfúndar á
borð við Arthur Miller, David
Mamet og Sam Shepard fá
svona háleita kynningu í New
York! Að minnsta kosti ekki
áður en verk þeirra eru ffum-
sýnd. En hvað með það? Köll-
um það sölumennsku. Jafnvel
meistaraverk eru söluvara.
En um hvað fjallar þetta
meistaraverk? Leikstjórinn
segir okkur „til einföldunar" í
leikskránni að „verkið sé um
þijá menn í leit að einhverju
óskilgreindu stríði, sem þeir
finna aldrei“. Höfundurinn
segist hins vegar hafa viljað
semja „eins konar verk gegn
stríði“. Sem sagt, þetta er verk
gegn stríði sem aðalpersón-
urnar geta ekki fundið!!!
Leikstjórinn segir okkur einn-
ig að þessir þremenningar
„ferðast óháðir tíma og rúmi,
afturábak og áfram í tfman-
um þangað til hann (sic) leys>-
ist upp og verður fullkomlega
afstæður“... Annars lítur
hann ekki á það sem sitt „að
útskýra verkið fýrir einum
eða neinum, umfram það
sem við blasir í sýningunni,
enda er skáldskapur ekki
veruleiki og því ekki til út-
skýringa fallinn". Leikritahöf-
undurinn talar meira um
hvernig verkið var samið en
unt hvað það fjallar, en hann
upplýsir okkur að minnsta
kosti um titilinn. Þessari
myndir. Það má segja að allt
sem er áþreifanlegt og sjón-
rænt gangi upp. Tónlist og
dansatriði eru einnig sérstak-
lega vel heppnuð og setja
mikinn svip á sýninguna.
Leikritinu sjálfu er skipt
niður í tuttugu og fjögur at-
riði af mismunandi lengd og
greinilega af mismunandi'
vægi. Sum atriði eru mjög
sterk og áhrifamikil, önnur
eru á mörkum þess að vera
langdregin eða verri en það.
Það sama má segja um leik-
inn. Sumir leikararnir voru
áberandi betri en aðrir. Mér
fannst Gísli Rúnar Jónsson og
„Perlurnar eru margar, en bandið á
milli þeirra er oflangt. Á þessari löngu
sýningu missti égþó sjaldan áhuga og
aldrei þolinmœðina. “
krossferð, segir Oddur
Björnsson, má ekki rugla
saman við „krossferðir sög-
unnar“ (datt mér aldrei f
hug!) og talan 13 fannst hon-
um „einfaldlega eiga betur
við þessa krossferð en nokkur
önnur tala“. Þakka ykkur fyr-
ir, Þórhildur og Oddur. Nú
vitum við um hvað málið
snýst!
En þrátt fýrir þessar illskilj-
anlegu skýringar á söguþræði
og hugmyndaffæði er sýning-
in sjálýóneitanlega skemmti-
legt sjónárspil. Leikmyndin
virkar einfðkl, en með frá-
bærri lýsingu tekst henni að
skapa ótal mismunandi
Hilmar Jónsson bera af, en
þegar ég fór að hugsa um það
seinna fannst mér þetta vera
galli frekar en kostur. Mis-
munurinn á túlkun, einbeit-
ingu og styrkleika leikaranna
veikti sýninguna sem heild,
einkum hvað varðaði þessa
þremenninga sem eiga að
vera aðalpersónumar. Ég veit
að þetta hljómar skringilega,
en hvernig fýndist mönnum
ef Hóras vekti meiri athygli
en Hamlet? Ef bæði Gísli
Rúnar og Hilmar ná að stela
senunni, þá er það á kostnað
sýningarinnar í heild. Þó að
Pálmi Gestsson (sem sýnir á
sér gjörsamlega nýja hlið),
Eggert Þorleifsson og Baltasar
Kormákur sýni allir þokkaleg
leiktilþrif, þá læddist að mér
sú tilfinning að þeir væru ekki
eins áhugaverðir og ýmsar
aðrar persónur í veigaminni
hlutverkum.
Að mínu mati hefúr Odd-
ur Björnsson reynt að troða
of miklu í þetta leikrit. Form-
ið, sem hann segist hafa mest-
an áhuga á, gengur ekki alveg
upp þegar á sviðið er komið.
En manninn skortir þó sann-
arlega ekki góðar hugmyndir.
Perlurnar eru margar, en
bandið á milli þeirra er of
langt. Á þessari löngu sýn-
ingu missti ég þó sjaldan
áhuga og aldrei þolinmæðina.
Þeir sem í kringum mig sátu
virtust líka vera forvitnir um
framhaldið og fylgdust
grannt með atburðarásinni.
Þrátt fyrir riddarann, mis-
heppnaða senu með Gógó og
Dídí, langt lokaatriði á latínu
og ýmislegt annað, sem mér
fannst vera meira stælar en
list í þessari krossgátu, er það
þess virði að sjá 13. krossferð-
ina að minnsta kosti einu
sinni. Tvisvar fyrir þá sem
hafa gaman af krossgátum.