Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 8

Pressan - 11.11.1993, Blaðsíða 8
FR ETT I R Fimmtudagurinn 11. nóvember 1993 8 PRBSSAN Bæjarráð Kópavogs fær glýju í augun af neonskiltum Kópavogskaupstaöur gerir viöskiptasamning við Listljós og skuldbindur sig til að standa við milljónagreiðslur jafnvel þótt fyrirtækið af- hendi ekki vörur og fari í gjaldþrot. Listljós skuldar a.m.k. 30 milljónir; leitar nú nauðasamninga og á „alls ekki fyrir skuldum“. Forráða- menn Listljós þinglýstu samningnum og seldu umsvifalaust með afföllum i Landsbréfum, með samþykki bæjarstjóra. „Stóð aldrei til að gefa þeim peninga,“ segir bæjarstjórnarmaður. maður Valþórs í bæjarráði, sat síðasta fund bæjarráðs fyrir samþykkt samn- ingsins, þar sem drög að honum voru kynnt. „Við fengum aldrei drögin í hendurnar, heldur var þetta lesið upp af Gunnari Birgis- syni, formanni bæjarráðs. Við fengum ekki að sjá samninginn og ég get ekki sagt til um hvort drögin sem voru kynnt á fundin- um eru ná- kvæmlega sam- hljóða þeim samningi sem síðar var gerð- ur,“ sagði Bima. „Eina leiðin til að fá peninga" Þráinn Ingi- mundarson, nú- verandi stjórn- arformaður Listljóss hf. sagði í viðtali við PRESSUNA að samningur á borð við þann sem þeir gerðu við Kópavogs- kaupsstað, „hafi verið eina Ieiðin ÓMAR ÆGISSON „100 manns í vinnu á næsta hálfa ári,“ sagði hann ífyrrasumar. ÞRÁINNINGIMUNDARSON Kópavogsbær lofaði að borga sex milljónir, jafnvel þótt fyrirtækið hætti rekstri eða yrði gjaldþrota. Fyrirtækið Listljós hf. í Kópavogi og Kópavogskaup- staður gerðu með sér í mars sl. samning sem margir gætu öf- undað Listljós af. Þar skuld- bindur Kópavogskaupstaður sig til að kaupa framleiðslu- vörur af Listljósi fyrir 6 mi- ljónir króna á íjómm árum og bærinn skuldbindur sig til að greiða vörurnar með regluleg- um tímasettum greiðslum, sem hækka miðað við láns- kjaravísitölu. Síðast en ekki síst „skuldbindur [Kópavogs- kaupstaðurj sig til að inna of- angreindar greiðslur af hendi á umsömdum tíma þrátt fyrir að dráttur verði á afgreiðslu vörupantana af hálfu Listljóss hf. af einhverjum ástæðum svo sem ef rekstur Listljóss hf. stöðvast eða íyrirtækið verður gjaldþrota.“ í dag stefnir allt í að fyrirtækið verði gjaldþrota, skuldir eru um 30 milljónir og engar eignir til fyrir skuldum. „Hundrað störf á hálfu ári“ í fréttum Stöðvar tvö í júlí 1992 lýsti þáverandi forráð- maður fyrirtækisins, Ómar Ægisson, fjálglega fyrir ffétta- manni framtíðardraumum sínum og taldi að innan sex mánaða yrðu þar eitt hundrað manns í vinnu. í sama frétta- skoti kom Þráinn Ingimars- son fram sem forráðamaður Auglýsingavara, en þessi fyrir- tæki stóðu saman að fram- leiðslu hinna „byltingar- kenndu neonskilta í þrívídd11, og sagðist búast við að fýirtæki sitt þyrfti á um 30 starfsmönn- um að halda. Sögðu þeir hug- myndirnar hafa fengið góðar viðtökur hjá erlendum stór- fýrirtækjum og fréttamaður talaði um væntanlega veltu upp á einn milljarð króna. Þriðja hjólið undir vagninum var Stáliðjan og taldi fram- kvæmdastjóri þess, Einar þ. Einarsson, fyrirtækið mega búst við þreföldun á veltu á næstu mánuðum. Enda lýsti fréttamaðurinn fyrirtækinu sem gullnámu og sagði að stefndi í sölu á 40 þúsund skiltum á næstu mánuðum. Umboðsskrifstofúr hefðu ver- ið opnaðar í Svíþjóð, Hol- landi, Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum. „Aldrei hugmyndin að gefa þeim peninga" Valþór Hlöðversson, bæj- arfulltrúi fyrir Alþýðubanda- lagið sagði í viðtali við PRESS- UNA að vissulega hefðu menn haft trú á fyrirtækinu og vitað hefði verið að það væri í erfið- leikum. Listljós hafi fengið mikla og góða umfjöllun í fjöl- miðlum og menn trúað á framtíð þess. Það hefði að sínu viti verið gengið svo langt að ákveða á bæjarráðs- fundum að veita Listljósi forgang í við- skiptum við bæinn fram yfir önnur fýrirtæki sem seldu bæn- um skilti og svipaðar vörur. En það hefði aldrei verið ákveðið af bæj- arráði að greiða þeim fyrir vör- ur, hvort sem þær yrðu reiddar af hendi eða ekki, að ekki sé talað um að hvort sem fyrirtækið væri í rekstri eða ekki. „Það var aldrei hug- myndin að gefa þeim peninga,“ segir Valþór, en bætti við að ábyrgð bæjar- ráðsmanna væri hins vegar ekki minni fyrir það. Sagðist Valþór ætla að taka málið upp á bæjarráðs- fundi í dag. Birna Bjarna- dóttir, vara- til að fá virka peninga inn í fýrirtækið.“ Þeir hafi verið búnir að reyna víða annars staðar en menn hefðu verið tregir til að láta fé í fyrir- tækið. „Við þinglýstum samn- ingnum, fórum með hann niður í Landsbréf og seldum hann þar með afföllum. Við þurftum á peningunum að halda,“ sagði Þráinn. Reyndar er samningurinn það skýr og skorinorður um skuldbindingar Kópavogs- kaupstaðar, að varla þefur ver- ið mikið vanOTmál to koma honum í verð. Sagðist Þráinn líta á þetta sem lýsandi dæmi fyrir menn sem hafa kjark og þor til að styðja við nýsköpun í atvinnulífi landsmanna. „- Þetta er mjög jákvætt," sagði Þráinn. Aðspurður um hvort ekki hefði komið til greina að kalla þetta réttu nafni og tal um styrk, sagði Þráinn að það hafi verið erfitt frá bæjarins hálfu, þar sem það hafi verið talið fordæmisgefandi. Einstæð fyrirgreiðsla Sigurður Geirdal, bæjar- stjóri Kópavogs sagði í samtali við PRESSUNA að þessi samningur hafi verið sam- þykktur samhljóða í bæjarráði Kópavogs. „Eina sem ég gerði var að skrifa undir,“ sagði Sig- urður. Hafi verið talið að fýrir- tækið væri atvinnuskapandi og mikið orð hafi farið af því, t.d. í fjölmiðlum. Nú starfa um níu manns hjá Listljósi hf. Sagði Sigurður bága fjárhags- stöðu fýrirtækisins koma sér á óvart, þótt það hafi verið vitað að það stæði ekki allt of vel. „Við höfum fengið skilti af- greidd upp í hluta þessa samn- ings og ef allt fer á versta veg eigum við kröfur á fýrirtækið. En við vonum bara hið besta,“ sagði Sigurður. Hann neitaði því að með þessu hefði verið gert upp á milli fyrirtækja. „Það sóttu bara engir aðrir um fyrirgreiðslu með þessum hætti hjá okkur.“ Hann sagði að sér hafi verið ljóst að þá vantaði peninga og síðasta klásúlan í samningnum hefði verið til þess hugsuð að for- ráðamenn Listljóss gætu gert sér peninga úr samningnum strax. „Þeir máttu fara með samninginn beint í banka fýrir mér.“ Þegar PRESSAN reyndi að ná sambandi við Listljós hf, voru báðir símar fýrirtækisins lokaðir. Það náðist hins vegar í Þráinn Ingimundarson í fyrir- tækinu Merkjalandi, en það er til húsa í sömu byggingu að Smiðjuvegi 42D. Þráinn neit- aði því að þarna væri um ein- falda nafnabreytingu á fyrir- tækinu Listljós að ræða. Sagði Þráinn að þeir félagar hefðu hóað í nokkra aðila, sem hefðu „hagsmuni í málinu" og þeir hafi stofnað fyrirtækið Merkjaland fyrir þremur mánuðum. Eitthvað mundi Þráinn þó óljóst hverjir væru forráðamenn Merkjalands, en sagði að færi allt á versta veg fýrir Listljósi væru engin fjár- hagsleg tengsl á milli fýrirtækj- anna. Þegar ljósmyndari PRESSUNNAR kom á staðinn til að mynda húsnæði Listljóss kom hins vegar áðurnefndur Ómar Ægisson út úr húsnæði Merkjalands og vildi leggja áherslu á að fyrirtækin tvö tengdust ekkert. „En það er samningur á milli fyrirtækj- anna um að Merkjaland þjón- usti Listljós,“ sagði Þráinn. Þá kom fram hjá Þráni að Listljós væri nú í húsnæðinu án þess að borga leigu og húsnæðið væri í eigu Birgis Matthías- sonar. Nafn Birgis er á lista yf- ir kröfúhafa í fýrirtækið. Ekkert til fyrir skuld- um Sem fýrr segir leitar Listljós nú nauðasamninga við kröfu- hafa sína. Listinn yfir þá inn- heldur um 60 nöfn fýrirtækja og einstaklinga, þeirra á meðal Stáliðjunnar, Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs, Landsbanka, íslandsbanka, Útflutningsráðs, Bæjarsjóðs Kópavogs o.fl. o.fl. í bréfi til kröfiihafa sem þeir Þráinn Ingimundarson og Ómar Ægisson undirrita, kemur ffam að skuldir séu alls „um 30 milljónir og eignir mjög litlar, fasteign engin og lausafjármunir afar takmark- aðir.“ Fyrirtækið eigi alls ekki fyrir skuldum og komi til gjaldþrots Listljóss, þýði það um leið gjaldþrot sameignar- félags þeirra tveggja, Auglýs- ingavara sem og persónulegt gjaldþrot þeirra beggja. Bjóða þeir að greiða kröfuhöfum 21% af kröfúm þeirra í fýrir- tækið. Ljósaskiltin sem til stóð að framleiða eru þriðja eða íjórða kynslóð skilta sem Þorgeir Daníel Hjaltason hefur reynt að koma á markað vel á annan áratug með engum árangri. Hann er nú genginn úr fyrir- tækinu og búsettur í Bretlandi, en hafði áður starffækt skilta- gerðarfýrirtæki í Svíþjóð, Nor- egi og Danmörku. Þau hættu öll ffamleiðslu eftir skamman tíma.________________________ Páll H. Hannesson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.