Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 2

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 2
2 PRESSAN Gunnar Johann sendir jólakveðjur Prófkjörsslagurinn hjá sjálfstæð- ismönnum í Reykjavík er að heíj- ast, en framboðsffestur rennur út á morgun, föstudag. Það losnar tölu- vert um sæti á framboðslistanum vegna þeirra sem ákveðið hafa að hætta og líklegt talið að nokkrir muni keppa hart að öðru sætinu. Þar eru nefnd til sögunnar Árni Sigfússon, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson og Katrín Fjeldsted og jafiivel Júlíus Hafstein og Guðrún Zoéga. Aðrir láta sér nægja aftari sæti og talið að Sveinn Andri Sveinsson stefni að fimmta sætinu og Gunnar Jóhann Birgisson að því sjötta. Talið er að kostnaður við prófkjörsbaráttuna geti numið í kringum einni milljón króna að meðaltali, minna hjá þeim sem lítið þurfa að beita sér, en allt að tveim- ur eða þremur milljónum hjá þeim sem harðast ganga fram. Þá hefur orðið nokkur titringur vegna lista yfir flokksbundna sjálfstæðismenn, en samkvæmt reglum flokksins liggja þeir ekki frammi fyrr en framboðsfrestur er útrunninn. Það vakti því nokkra athygli þegar Gunnar Jóhann sendi öllum flokks- bundnum sjálfstæðismönnum í Reykjavík jóla- og nýárskveðjur... Mogginn, DV og afslánarmiðarnip Sem kunnugt er hófst mikið af- sláttarmiðastríð á milli blaðaris- anna DV og Morgunblaðsins í haust. Nú blasir við að tilraunin hefur ekki tekist sem skyldi því Morgunblaðið er hætt við að gefa út sérstakt aukablað, Kjarabót, en í stað þess verða birtir stakir kjara- seðlar eftir efnum og ástæðum. Þetta er nokkur breyting frá þeim markmiðum sem sett voru í upp- hafi þegar tilkynnt var að ætlunin væri að gefa kjarbótarblaðið út í fyrsta blaði hvers mánaðar. Þetta sýnir að afsláttarmiðavæðing Is- lendinga ætlar að ganga hægt... Ungir listamenn heimta sitt Ef marka má frétt í Frjálsri versl- un hefur málverkamarkaðurinn FYRST O G FREMST tekið vel við sér að undanförnu. Er þar vitnað í Pétur Þór Gunnars- son, eiganda Gallerís Borgar, sem segir að eftirspurnin hafi vaxið mikið síðan í vor. Kemur meðal annars ffam sú skoðun hans að of lítill munur sé á verði á verkum yngri og eldri meistara, einfaldlega vegna þess að þeir yngri verðleggi sigofhátt... Hlutur laus í Gauh á Stöng Einn elsti svokallaði „pöbb“ bæj- arins, Gaukur á Stöng, sem varð einna fyrstur til að innleiða nútím- ann á Islandi í formi bjórlíkis, ku vera falur í víðasta skilningi þess orðs, þ.e.a.s. ef nógu gott tilboð berst. Ekki mun hann í svokallaðri opinberri sölu, en engu að síður hafa tveir náungar, hvor í sínu lagi, nýlega sýnt veitingahúsinu áhuga. Sjálfsagt má rekja áhuga þeirra á staðnum til þess að einn núverandi eigenda hans af fjórum hyggst selja sinn hlut í rekstrinum þegar líða tekur á árið þar sem hann flyst bú- ferlum til útlanda í haust. Sá heitir Vilhelm Gunnar Norðfjörð en aðrir eigendur Gauksins eru Hans Stefánsson, Heimir Einarsson og Úlfar Úlfarssson. Þeir hafa rekið Gauk á Stöng allar götur síðan 1989, sem þylur dágott í bransan- um. Áður hélt Guðvarður Gísla- son (Guffi á Gauknum) utan um reksturinn ásamt fleirum. Gaukur- inn varð sem kunnugt er tíu ára síðla nýliðins árs... ítalskir hávaða- seggir losna und- an leigusamningi Italirnir, sem hvað eftir annað voru klagaðir fýrir hávaðamengum af nágrönnum veitingastaðarins Barrokks, hafa nú gefist upp á að halda utan um rekstur staðarins. Þeir reka einnig veitingastaðinn Italíu og Litlu Ítalíu sem er við hlið Barrokks. Leigusamningurinn sem Italimir gerðu um rekstur Barrokks mun því hafa gengið til baka, en áður var staðurinn í höndum Vals Magnússonar, sem löngum hefur verið undirtylla Herlufs Clausen. Herluf neitar hins vegar alfarið að hafa verið á bak við rekstur Bar- rokks eins og haldið hefur verið ffam. Nýr rekstraraðili er Elí Más- son, sem hefur í mörg ár verið viðr- iðinn veitingabransann en þó hing- að til án eignarhluta. Fyrirtækið Stórholt mun eiga Barrokk... Bóheminn Kári Waage Kári Waage, sem löngum hefur verið andlit veitingastaðarins Tveggja vina og annars í ffíi, með hléum að vísu, hyggst nú færa sig um set og veðja á veitingastaðinn Bóhem. Bóhem bar síðast nafnið Plúsinn en var þar á undan og lengst af tónlistarbarinn Púlsinn undir stjórn Jóhanns G. Jóhanns- sonar. Ætlunin mun vera að vekja upp Púlsstemmningu eins og hún gerðist best og auka jafnvel mögu- leikana með því að opna hæðina fýrir ofan fýrir ennþá meiri lifandi tónlist... Fall ep fararheill Gríðarleg spenna ríkir vegna frumsýningar Borgarleikhússins á Evu Lunu á föstudagskvöld — ekki síst innanhúss. Ekki minnkaði sú spenna á mánudagskvöldið á einni af síðustu æfingum fýrir ffumsýn- ingu. Sólveig Arnarsdóttir, sem fer með titilhlutverkið, datt illa skömmu fýrir hlé og náðist ekki að klára rennslið. Síðast þegar fféttist gekk hún hölt, en fremur veðja menn á að af ffumsýningu verði en henni verði frestað aftur, enda á Sólveig Arnarsdóttir (Jónssonar) kyn til að bíta á jaxlinn... Tónlist við ís- lensha teihnimynd Á þrettándanum verður á dag- skrá Sjónvarps ný íslensk teikni- mynd. Hún er eftir Jón Axel Egils- son og heitir Djákninn á Myrká, byggð á þjóðsögunni frægu. Nú á þessum síðustu og verstu eru allra augu galopin fyrir einhverju sem í kynnu að felast útflutningsverð- mæti. Það er meira að segja svo langt gengið að listir hafa verið nefhdar í því sambandi. Ef hægt er að tala um hver hafi náð lengst í listum hlýtur Felixhafinn Hilmar Öm Hilmarsson að koma til álita. Hilmar semur tónlistina við teikni- myndina Djáknann á Myrká í sam- starfi við Hjört Howser. I Djáknan- um eru engin samtöl en tónlist not- uð til að ná ffam réttu stemmning- unni. Höfundar tónlistarinnar njóta aðstoðar Andrews McKenzie sem hannar áhrifshljóð. McKenzie er ffá Englandi og er virtur í heima- landi sínu fyrir tilraunatónlist og hefur hann gefið út nokkrar plötur. Tónlistin við teiknimyndina er al- gjörlega unnin á tölvur. Hjörtur og Hilmar ffumsemja fimm stef sem notuð eru auk þess sem hljóð- myndin er byggð á gömlu íslensku þjóðlagi sem Jórunn Viðar, tón- skáld og píanóleikari, samdi til- brigði við fýrir selló og píanó. Það má því segja að byggt sé á hefðinni, því auk þess að notast við þjóðlag er viðeigandi að miða sig við Jór- unni sem varð fýrst til að semja ís- lenska kvikmyndatónlist, en hún samdi einmitt tónlist við Síðasta bæinn í dalnum... SR-mjöl stofnað ólöglega Miklar umræður hafa orðið síð- ustu daga um Síldarverksmiðjur ríldsins, sem breytt var í hlutafélag- ið SR- mjöl hf. fýrsta ágúst síðast- liðinn eftir lagabreytingu á Alþingi. Eitthvað eru alþingismenn óvanir stofhun hlutafélaga, því ef hlutafé er ekki greitt með peningum við stofhun hlutafélagsins ber að leggja ffam reikninga yfir eignir og skuld- ir. Það var eldd gert á sínum tíma og var SR-mjöl hf. því ólöglega stofnað. Stofnefnahagsreilcningur SR-mjöls hf. var þannig ekki undir- ritaður fýrr en 15. desember síðast- liðinn eða fjórum og hálfum mán- uði eftir „stofhun“ hlutafélagsins... Bræöur berjast Meira um SR-mjöl hf. og Sjóvá- Almennar. Þeir bræður Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Al- mennra, og Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður fýrirtækisins, eiga báðir talsverðra hagsmuna að gæta þar sem SR-mjöl er, enda hafa Síld- arverksmiðjur ríkisins lengi verið tryggðar hjá félaginu. Þá á Benedikt hlut í skipafélaginu Nesskipum, þar sem Einar bróðir hans hefur verið stjórnarformaður, auk þess sem Benedikt hefur verið varamaður í stjórn skipafélagsins Ness hf. en auknir mjölflutningar gætu orðið þessum félögum búbót. I slagnum um SR-mjöl veðjaði Einar Sveins- son á Harald í Andra og var búinn að veita vilyrði fyrir stuðningi tryggingafélagsins á fundi með bankastjórum Búnaðarbankans. Benedikt vildi hins vegar ekki láta litla bróður komast upp með að hafa forgöngu í málinu og „settist á hann“. Sjóvá söðlaði síðan snöfur- mannlega um og gekk í lið með Jónasi A. Aðalsteinssyni og útgerð- armönnum. Nú bíður stjórnarfor- mannsstólinn í SR-mjöli Benedikts og tekur hann þar við af föður sín- um, Sveini Benediktssyni, sem var þar stjórnarformaður til margra ára og rak fýrirtækið eins og einkafýrir- tæki sitt að sögn kunnugra... Dli Björn stofnar vikublað Það er margt að gerast á blaða- markaði þessar vikurnar. Nú lítur út fýrir að nýtt vikublað líti dagsins ljós í febrúar (og þá erum við ekki að tala um leifarnar af Eintaki). Það á að fjalla um viðskipti og efnahags- líf og ritstjóri verður Óli Björn Kárason, fyrrum framkvæmda- stjóri Almenna bókafélagsins. Óli Björn starfaði hér áður sem blaða- maður á Morgunblaðinu, en hefur upp á síðkastið stjórnað nokkrum Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 umræðuþáttum í Sjónvarpinu. Ekki er vitað nákvæmlega hverjir eru í slagtogi með Óla Birni, en okkar heimildir herma að þar séu á ferð eitthvað á annan tug þekktra manna úr viðskiptalífinu... Tvíseldur áskrifendalisti Óvænt inngrip þeirra DV- manna í harmsögu Tímans hefur vakið spurningar um eignarhald og meðferð á áskrifendalistum fjöl- miðla. Sem kunnugt er eru þessir listar oft taldir ávísun á ákveðin verðmæti vegna þess að þeir tryggja aðgang að tilteknum fjölda fólks. Svo var að minnsta kosti litið á þeg- ar framsóknarmenn seldu Mót- vægismönnum áskrifendalistann. Það kom hins vegar ekki í veg fýrir að Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, seldi áskrifendalista Tímans aftur núna. Það er réttlætt með því að Framsóknarflokkurinn sé í raun að selja listann eins og hann leit út fýr- ir ári en ekki eins og hann lítur út í dag. Mörgum þykir það hins vegar orka tvímælis að hægt sé að selja listann svona, því hvað mælir þá á móti því að framsóknarmenn selji hann í þriðja sinn, t.d. eins og hann leit út fýrir tveimur árum? Þetta er eitt þeirra atriða sem skiptastjóri mun fara yfir, því margir telja að þrotabú Mótvægis hf. sé hinn rétti eigandi áskrifendalistans... PRESSAN — BREYTT OG BETRI / NÆSTU VIKU FYLGSTU MED FRÁ UPPHAFI... UNIMÆLI VIKUNNAR Einkennandi ölvun „Það sem einkenndi áramótin á Akureyri að þessu sinni var mikil ölvun í miðbænum.“ Matthías Einarsson lögregla. „Nei, ráðning mágs míns myncLi ekki stangast á við nýju stjómsýslulögin, en eins og þú bendir réttilega á þá reynir ekki á það. “ Guðmundur Ámi siðfræðingur. íslenskur Rolls Royce „Gæsadúnn hefur á heimsmarkaðsverði svipaða stóðu gagnvart æðardúni og Skoda gegn Rolls Royce.“ Hefur þó ekki lokað munninum „Hér er um að ræða pólitískt ofbeldi. Siðleysið er þvílíkt að ég á ekki til orð yfir þetta." Haraldur Haraldsson í Andra. STATTU ÞIC STRAKUR! „Ég sé mest eftir að hafa ekki oftar komist í samkvæmisdálk PRESS- UNNAR.“ Þrymur Sveinsson bilfræðingur. Baltasar Kormákur samkvæmisljón.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.