Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 10

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 10
S K OÐ A N 1 R Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 w PRESSAN PRESSAN Útgefandi Pressan hf. Ritstjóri Karl Th. Birgisson Ritstjórnarfulltrúar Guðrún Kristjánsdóttir Sigurður Már Jónsson Framleiöslustjóri Bragi Halldórsson Markaösstjóri Sigurður I. Ómarsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14 - 16, sími 64 30 80 Faxnúmer: Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87 Áskriftargjald 860 kr. á mánuöi ef greitt er með VISA/EURO en 920 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 280 krónur í lausasölu „Hefði og hefði“ — ráðherra í Undralandi Þeir, sem spáðu að Guðmundur Árni Stefánsson tæki með sér ferskan andblæ inn í ríkisstjórnina þegar hann varð ráð- herra síðasta sumar, höfðu rétt fyrir sér. En kannske ekki alveg á réttum forsendum. Nýi heilbrigðisráðherrann hefur hingað til nefnilega aðeins vakið athygli fyrir tvennt: sparnaðartillögur sem hann stingur ofan í skúffu eftir fáeinar vikur og valdhroka sem á sér varla líka í Alþýðuflokknum og er þá langt til jafnað. Nýjasta affek ráðherrans er ráðning hans í stöðu formanns stjómar Ríkisspítala. Meðal nokkur þúsund vel menntaðra fs- lendinga, sem komu til greina, fann ráðherrann engan betri en mág sinn, Jón H. Karlsson, sem líka er pólitískur aðstoðarmað- ur hans í ráðuneytinu. Ráðning Jóns tók gildi á gamlársdag, nokkrum klukkustundum áður en lög tóku gildi í landinu, sem banna ráðherra að hafa afskipti af meðferð mála sem snerta vandamenn hans. Það má gera ráð fyrir að Jón hefði talizt van- hæfur í stöðuna ef hann hefði verið ráðinn hálfum sólarhring síðar. En ráðherrann bendir réttilega á, að það reynir aldrei á lögin af því hann var svo forsjáll að sinna þessu embættisverki á gamlársdag en ekki nýársdag. „Hefði og hefði“ er svarið þegar hann er spurður hvort ráðningin hefði ekki stangazt á við lögin eða í það minnsta anda þeirra. Heilbrigðisráðherra talar eins og persóna úr sögunni um Lísu í Undralandi: svarar spurningum út í hött þannig að áheyrendur standa eftir ringlaðir og engu nær um hvort maðurinn er með öllum mjalla. Með þessari síðustu embættisfærslu er heilbrigðisráðherra að reka tunguna frarnan í venjulegt siðgæði í landinu og draga dár að dómgreind fólks sem hefur treyst honum til trúnaðarstarfa. Þetta er ekki nýtt. Ráðherrann sýndi svipað framferði með því að „afsala sér“ helmingi biðlauna, sem hann hefði aldrei átt að fá. Hann sýndi svipaðan dónaskap gagnvart kjósendum þegar hann fullyrti að ekkert hefði verið fyrirffam ákveðið um ráðn- ingu í embætti forstjóra Tryggingastofnunar, en var þá sjálfúr nýorðinn ráðherra einmitt af því að þá ákvörðun var fyrir löngu búið að taka. Lýðræðið er svo ófullkomið að kjósendur hafa ekki tækifæri nema á fjögurra ára fresti til að refsa stjórnmálamönnum sem haga sér svona. Bezt væri ef ráðherrann sæi sjálfúr að sér, bæð- ist afsökunar og segði af sér ráðherradómi. Það gerist ekki; það væri í algeru ósamræmi við stílinn sem ráðherrann hefúr verið að fúllkomna. Þess vegna sitjum við enn um stund uppi með heilbrigðisráðherra sem hefur ítrekað sýnt að hann kann ekki að fara með þann trúnað sem honum er falinn. BLAÐAMENN: Jakob Bjarnar Grétarsson, Jim Smart Ijósmyndari, Kristján Þór Árnason myndvinnslumaöur, Páll H. Hannesson, Pálmi Jónasson, Sigrtður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Steingrímur Eyfjörö útlitshönnuöur, Þorsteinn Högni Gunnarsson. PENNAR Stjórnmál: Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guömundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Möröur Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Össur Skarphéöinsson. Listir: Gunnar Árnason, myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Friörika Benónýs leiklist. Teikningar: Kristján Þór Árnason, Steingrímur EyQörö. AUGLÝSINGAR: Halldór Bachmann, Kristín Ingvadóttir, Pétur Ormslev. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerö og prentun: ODDI STJÓRNMÁL Endurfœðing Tímans Það var Karl Marx sem af dæmafárri skarpskyggni lét svo um mælt, að sagan endur- tæki sig, — sem farsi. Tæpast hefur hann grunað að eina sterkustu sönnun tuttugustu aldarinnar fyrir þessum spá- dómsorðum yrði að finna í hinum íslenska Framsóknar- flokki. En endurfæðing Tím- ans undir handleiðslu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV, staðfestir ekki aðeins kenn- ingu félaga Marx um hina farsakenndu endurtekningu sögunnar, heldur hlýtur einn- ig að flokkast undir mesta grín íslandssögunnar. Saga Jónasar er raunar merkileg. Hann braust til þroska blaðamanns undir móðurlegum verndarvæng Tímans, þar sem Indriði G. Þorsteinsson lét hann skrifa langar lofrollur til dýrðar ís- lenskum landbúnaði. Þessi kafli í blaðamannsævi núver- andi ritstjóra DV er raunar flestum gleymdur. En af lítt kunnum orsökum, sem vafa- lítið verða ekki skýrðar nema með ríflegri þekkingu á kenn- ingum Freuds á huliðsheim- um sálarinnar, þá endaði dvöl Jónasar á síðum landbúnaðar- ritsins Tímans með því að hann tók algerum hamskipt- um. I kjölfar þess að hann sleit vistarbandið gerðist Jónas sjálfskipaður tyftunarmeistari íslensks landbúnaðar, og farmeð Framsóknarflokksins. röska tvo áratugi lét hann svipu köpuryrða ríða á hrygg- lengju flokksins, — dag eftir dag, viku eftir viku, ár eftir ár. íslenskan landbúnað, og mafí- una sem honum stjómar, tók hann til bæna með þvílíkum hætti, að síðan hafa gæslu- menn greinarinnar í Fram- sóknarflokknum aðeins átt einn höfuðóvin: Jónas Krist- jánsson. Frá mektarárum Tímans em þeir leiðarar óteljandi sem látnir og lifandi ritstjórar Tím- ans rituðu gegn Jónasi Krist- jánssyni. Hann varð árum ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON saman skotspónn illvígra árása á þingum bæði Fram- sóknar og bændasamtakanna, sem sáu í honum holdgerving hins fallna engils. Sérstakár ályktanir voru samþykktar honum til höfúðs. Fyrir þetta varð Jónas Kristjánsson eðli- lega að verðleikum frægur, enda penninn með fádæmum hvass, og staðfestan endalaus. Staðfesta Framsóknar- flokksins er hins vegar löngu brotin og týnd. Sú var tíð, að ekki þurfti læknisfræðilega könnun til að sannfærast um að blóð rann um æðar ffam- sóknarmanna og þeir höfðu sjálfsvirðingu sem fylgdi þessu sama bændablóði. I þann mund hefðu þeir fyrr gengið í sjóinn en gerast húskarlar hjá hinum bannfærða ritstjóra og blaði hans, DV. Hver hefði trúað því, að sömu vikuna og Steingrímur Hermannsson ásakar ríkis- stjórn íslands fyrir að ganga með betlistaf fyrir bandaríska herinn, þá hefði hann sjálfur staulast stirðum fótum fyrir Jónas Kristjánsson og beðist hælis sem ómagi hjá Frjálsri fjölmiðlun? Endalok Tímans hljóma eins og lygasaga, eru grátbrosleg einsog misheppn- aður brandari, en fela jafn- ffamt í sér öll einkenni djúpr- ar harmsögu. En getur nokkur lygasaga verið lygilegri? Jónas Kristjánsson, ágætur þingmaður Framsóknar sem gekk vel að ritstýra héraðs- blaði flokksins á Austurlandi, er enn á ný orðinn ritstjóri Tímans. Hann á að fylgja framsóknarstefnunni. En önnur skrif blaðsins eiga sam- kvæmt samningi við hina nýju eigendur að fylgja lög- málum hefðbundinnar ffétta- mennsku, en ekki að litast af „Hver hefði trúaðþví, að sömu vikuna og Steingrímur Her- mannsson ásakar ríkisstjórn íslands fyrir að ganga með hetli- staffyrir bandaríska herinn, þá hefði hann sjálfur staulast stirðum fótum fyrir Jónas Kristjánsson og beðist hœlis sem ómagi hjá Frjálsri fjölmiðlun? Endalok Tímans hljóma eins og lygasaga, eru grátbrosleg einsog misheppnaður brandari, en felajafnframt í sér öll einkenni djúprar harmsögu. “ flokkapólitík. Hvernig mun það koma heim og saman? Jón Krist- jánsson, hetjan að austan, mun þá standa einsog Héðinn í brennunni, einn við gaflhlað og glotta við tönn, meðan hann hamast við að skrifa leiðara gegn stefnunni sem Jónas Kristjánsson birtir á fréttasíðunum. Mun þá Tím- inn enda sem textabókardæmi um pólitískan geðklofa á prenti, eða verða þeir Jón og Jónas ef til vill einn og sami maðurinn? Hvað vakir svo fyrir þeim ágætu mönnum, sem eiga Frjálsa fjölmiðlun hf. og hafa rekið það með miklum sóma? Þeir eru að gera tilraun með blað, sem gæti ef vel til tekst til orðið kímblað, sem í fyllingu tímans gæti vaxið í stofn að nýju, frjálslyndu morgun- blaði, með ívafi félagshyggju. Þeir eru með öðrum orðum að sjá til, hvort hægt sé að efna í keppinaut við Morgunblað- ið. Þeir geta varla tapað á til- rauninni, og hafa raunar lengi beðið effir að storka kolkrabb- anum einsog hann birtist í Ár- vakri hf. Gangi þeim allt í hag- inn. Á meðan njótum við fomir unnendur Tímans þess að sjá gamla blaðhausinn aftur; flett- um uppá Spegli Tímans til að sjá nýjustu fréttir af hjóna- skilnuðum í Hollívúdd í bland við hálfbera englakroppa, og eiginlega vantar ekkert nema dagleg viðtöl við Halldór E. og Ágúst frá Brúnastöðum til að manni finnist tíminn horfinn aftur til daganna í sveitinni, þegar blaðið var lesið á kló- settinu áður en það var end- urnýtt í öðrum og æðri til- gangi. Vissulega er Garri vaknaður affur til lífsins, galli blandinn, og þarmeð kominn réttlæting á því að blóta Tímann á laun. Guð láti gott á vita. Samt er erfitt að gráta ekki örlögin, sem kaldhæðni sögunnar hef- ur búið blaði Jónasar. Ljónið frá Hriflu hlýtur að öskra í dimmri gröf. Höfundur er umhverfisráðherra. FJ0LMIÐLAR Fréttir klukkan tíu Mér leiðast fréttirnar hjá Ríkissjónvarpinu. Fyrir ffétta- byttur eins og mig hefst ákveðið ritúal um sjöleytið á hverju kvöldi. Þá er maður búinn að lesa blöðin og hlusta á helztu útvarpsfféttatíma, en nú eru það lappirnar upp á borð, útvarpið í gang og sjón- varpið innan seilingar til að fá uppsúmmeraðar fréttir dags- ins. Þessari helgiathöfn hefiar hingað til oftast ekki lokið fyrr en um hálfníu, en upp á síðkastið er ég æ oftar staðinn upp rúmlega átta. Af því að ég nenni ekki að horfa á ffétt- ir Ríkissjónvarpsins. Mig grunar að svo sé um fleiri. En það er náttúrlega ekki alveg þeim að kenna, því þarna er slatti af góðum fféttamönnum. Vandi ffétta- stofunnar hefur verið að þurfa að fylla þann síðasta af þremur fréttatímum, á eftir Ríkisútvarpinu og Stöð 2, þannig að ástæða væri til að horfa. Það hefur bara ekki tekizt. Maður missir ekki af neinu. Með örfáum undantekn- ingum gerir Sjónvarpið lítið annað en að endurtaka fréttir hinna stöðvanna tveggja — oftast með leiðinlegri fram- setningu en þær og nánast aldrei í nýju ljósi. Það er tímasetning fféttatímans sem setur þessar skorður — það eru einfaldlega ekki aðrar fréttir til að segja. Og það er aftur sóun á hæfileikum fféttamanna sem hafa sjaldan tækifæri til að spretta úr spori. Ein lausnin held ég gæti verið að færa sjónvarpsfféttir aftur til klukkan tíu að kvöldi, tíma sem víða annars staðar í „Með örfáum undantekningum gerir Sjónvarpið lítið annað en að endurtaka fréttir hinna stöðvanna tveggja — oftast með leiðinlegri framsetningu en þœr og nánast aldrei í nýju Ijósi. “ heiminum er að verða bezti fréttatíminn. Við það ynnist ýmislegt. Fréttamönnum gæfist meiri tími til að vinna fféttir sem gerast seinni part dags og undir kvöld og ná öðrum vinklum en útvarpið og Stöð 2. Hægt væri að fylgja eftir málum úr sjö-fféttatíma út- varpsins, enda er oft auðveld- ara að ná tali af fólki að kvöldi til. Fréttastofu Sjónvarps gæti jafnvel tekizt að skúbba morgunblöðin, sem byggja sínar beztu fréttir oft á efni sem kemur ffam of seint fyrir ljósvakamiðlana. I þennan fréttatíma mætti líka nota peningana sem spöruðust ef aflagðar væru ellefu-fréttir sem aldrei hafa almennilega komizt á flug. Kannske er þetta of mikil breyting fyrir íhaldssama stoínun og kannske of mikil breyting fyrir íhaldssama þjóð, sem horft hefur á fréttir klukkan átta ffá því í árdaga. En með þessu áframhaldi hlýtur áhorfendum einfald- lega að fara hratt fækkandi. I það minnsta virðist þetta til- raunarinnar virði. Það myndi nefnilega fátt tapast annað en leiðindin sem framleidd eru núna. Karl Th. Birgisson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.