Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 21

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 21
LEIKLIST „Einsog við sjáum það í draumum okkar... “ „Eru virkilega engir aðrir leikarar við Þjóðleikhúsið sem geta leikið elskendur? Þaðfer nú að verða svolítið þreytandi að horfa á Rómeu og Júlíu upp aftur og aft- týnast í heimi draumanna. Bravó Latenas! Það er gaman að sjá leikara Þjóðleikhússins takast á við þessa sýningu þar sem leik- gleðin og uppátektasemin er í íyrirrúmi. Og kemur á óvart. Róbert Arnfmnsson, Erlingur Gíslason, Anna Kristín Arn- grímsdóttir og Jóhann Sigurð- arson eiga hér stjörnuleik í hlutverkum sem krefjast ótrú- legrar ijölhæfhi og leikþroska. Fast á hæla þeirra kemur Guðrún Gísladóttir, en mér fannst þó túlkun hennar á Polínu ráðsmannsfrú aðeins of yfirdrifin í fyrri hluta verks- ins. Edda Arnljótsdóttir og Gunnar Eyjólfsson gera líka góða hluti í hlutverkum Mös- hu og Shamarjevs, en á köfl- um er einsog þau nái ekki al- veg sambandi, séu ekki viss urn það hvort þau eru að leika í alvöru eða þykjustu. Hjalti Rögnvaldsson gerir Me- dvedénko að algeru viðundri, sem ekld á neinn sjálfstæðan karakter og verður þannig á skjön við alfar aðrar persónur, einsog hann hafi gengið inn á sviðið í allt annarri sýningu. Kristján Franklín Magnús og Magnús Ragnarsson gera sér mikið úr litlu í hlutverkum þjónanna tveggja sem í raun- inni stjórna því sem fram fer og Þóra Friðriksdóttir býr til skýra mynd af þjónustustúlk- unni þöglu. Og þá eru það elskendurnir ungu. Þau eru leikin af Baltas- ar Kormáki og Halldóru Björnsdóttur, einsog nánast allir ungir elskendur á sviði Þjóðleikhússins að undan- förnu. Eru virkilega engir aðr- ir leikarar við Þjóðleikhúsið sem geta leikið elskendur? Það fer nú að verða svolítið þreyt- andi að horfa á Ilómeu og Júlíu upp aftur og aftur. Og það er einsog þau Baltasar og HaUdóra séu líka orðin þreytt. Persónur þeirra ná ekki að lifna almennilega í þessari sýningu. Baltasar er fjarhuga og áhugalaus einsog honum komi Tréplév ekkert við og þrátt fyrir góða spretti í fyrri- hlutanum nær Halldóra ekki að gefa Nínu neinn karakter, hún verður eitthvert millistig á milli Dóróteu í Galdrakarl- inum í Oz og þreyttrar Holly- woodleikkonu frá áttunda áratugnum. Og það er synd. En sem sagt sýning sem óhætt er að hvetja alla til að sjá, ekki síst þá sem standa í þeirri meiningu að Tsjekhov sé svo óskaplega þungur höf- undur. Það er hann svo sann- arlega ekki. MÁVURINN ANTON TSJEKHOV ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ★★★ Uppfærsla Rimas Tuminas á Mávinum eftir Anton Tsjek- hov á stóra sviði Þjóöleikhúss- ins er merkileg fyrir margar sakir. Hún er fersk og nýstár- leg, myndræn og falleg, hlý og köld og sogar mann til sín og hrindir ffá í senn. Hún fylgir í einu og öllu þeirri uppskrift aðalpersónunnar Tréplévs að sýna okkur ekki lífið einsog það er í rauninni heldur eins- og við sjáum það í draumum olckar. Persónurnar eru stíl- færðar, allar nema Tréplév, og á köflum er sem sviðið sé fúllt af gamalþekktum lcarakterum úr öllum áttum. Úr kvik- myndum einsog myndum Chaplins og Galdrakarlinum í Oz. Úr leikritum þar sem fá- ránleildnn ræður ríkjum. Úr brúðuleikhúsi. Úr teikni- myndum. Úr ævintýrum sem allir þekkja. Úr draumum okkar allra. Og ef maður gengur inn í drauminn og gefst honum á vald bíður upplifún sem varla á sinn líka í íslensku leikhúsi. En það tek- ur sinn tíma að ganga inn í drauminn. Fyrsta senan er einsog blaut tuska í andlit áhorfenda. Masha og Me- dvedénko líða fram sviðið ein- sog stirðnaðar vofur eða klisj- ur úr skopstælingu á upp- færslu sveitaleikhúss á ein- kröftug að án hennar er ekkert líf, engin list, ekkert leíkhús. Það er ástin sem er drif- kraftur og aðal þessarar sýn- ingar. Ástin til leildiússins. Lit- háarnir þrír, Rimas Tuminas leikstjóri, Vytautas Narbutas leikmyndar- og búninga- hönnuður og Faustas Latenas tónskáld, yrkja hér leilchúsinu dýrðaróð sem ómar og ljómar í huga áhorfandans löngu eftir að sýningu lýkur. Vissulega er eldd allt jafn vel gert í sýning- unni og á tímabili læðist að áhorfandanum þreyta á þess- ari eilífu uppáfyndingasemi, en þær stundir eru fáar og fyr- irgefnar, því þeim sem mikið elska er mikið fýrirgefið. Leik- myndin er, einsog allt annað í sýningunni, draumkennd og falleg þrátt fyrir ljótleikann sem brunarústum fylgir. Hún rammar sýninguna inn á eðli- legan og áreynslulausan hátt, gefúr henni aukna dýpt. Bún- ingarnir eru ævintýralegir og undirstrika bæði tímaleysi sýningarinnar, ástina til leik- húshefðarinnar og það að per- sónurnar eru í raun ekld „lif- andi persónur“ heldur draummyndir og afturgöngur úr leiklist aldanna. Og tónlist- in er í einu orði sagt yndisleg. I henni rúmast allt það sem sýningin tjáir; skopið, kætin, harmurinn, ástin, firringin og hefð leikhússins. Þessa tónlist vildi ég eiga á geisladiski og spila á dimmum nóttum til að ganga á vit ævintýranna og FRIÐRIKA BENÓNÝS hverju snilldarverki leikhús- bókmenntanna. Þau eru svo greinilega að leika. En svo birtist Tréplév og maður skil- ur að allar aðrar persónur verksins eru í raun hugarflug- ur hans; að leiksýningin sem hann er að fara að setja á svið er sú leiksýning sem bíður áhorfendanna, ekki bara þeirra sem á sviðinu eru held- ur allra í salnum. Og glimm- eraðir samkvæmisjakkar frumsýningargesta og megn ilmvatnslyktin sem svífúr yfir salnum verða hluti af leik- myndinni. Við erum öll þátt- takendur í þeim grátbroslega skopleik sem fram fer. Ekki bara hér á sviðinu heldur alltaf og alls staðar þar sem mann- eskjur koma saman. Tsjekhov skilgreindi sjálfur Mávinn sem gamanleik og þeirri skilgreiningu fylgir Tuminas út í æsar. Allt er hlægilegt; lífið, manneskjurn- ar, listin og þó fyrst og ffemst ástin. Allir kveljast af ást til einhvers sem ekki endurgeld- ur hana. Og hún er vegin og léttvæg fundin. I besta falli nothæf sem yrkisefni í smá- sögu. Hlægileg, hlægileg. En um leið svo óhemju sár og Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 GAGN R Y NI PRBSSAN 21 BOKMENNTIR Umtalsverðir hœfileikar Stórvirki BÖRKUR GUNNARSSON: X RAGNAN 1993 ★ ★★ •••••••••••••••••••••••••••• Börkur Gunnarsson er tutt- ugu og þriggja ára heimspeki- nemi sem um síðustu jól sendi frá sér fyrstu bók sína, smá- sagnasafn sem geymir fimm sögur. Heimsmynd þessara sagna er æði myrk. Unglingar misþyrma og deyða gamla konu. Foreldrar myrða af- kvæmi sín af hagkvæmnis- ástæðum. Þeir sem finna ró, sátt og hamingju leita eftir samruna við náttúruna líkt og maðurinn sem átti í ástarsam- bandi við blágrýti, unnustu sinni til mikillar mæðu, eða hinn sem kaus að sameinast þögninni og myrkrinu og skrifaði til ffænku sinnar: „Ég segi orðið ekkert, ég geri ekkert, ég finn ekkert og ég óska einskis, nema kannski þess að þú hættir að skrifa mér elsku ffænka.“ Þetta eru ögrandi sögur sem ættu auðveldlega að geta hneykslað. Höfundur sagði í viðtali í Alþýðublaðinu fyrir jól að margir hefðu kallað sög- ur sínar ógeðslegar og bætti við: „En þær segja aðeins ffá heiminum eins og hann er, heimurinn er viðbjóðslegur staður, samkvæmt okkar eigin gildum.“ Og Börkur segir að hláturinn sé eins konar lausn, hann geri okkur mögulegt að þrauka og bók hans endar á þessum orðum: „Hlæjum, við sem erum í þessum tilgangslausa heimi á „Börkur Gunnars- son býryfir umtals- verðum hœfileikum á skáldskaparsvið- inu. Hann hefur óþol œskumannsins og viljann og ákaf- ann til að skyggn- ast undir yfirborð hlutanna. Hann virðist einnig hafa ákveðna þörffyrir að gangafram af lesendum sínum og veltir sér á nœstum lostafullan hátt upp úr viðbjóði. “ ferð um algleymið, týndir í tímanum, guðunum gleymd- ir, brandari sem verður aldrei vitjað á ný.“ Börkur Gunnarsson býr yfir umtalsverðum hæfileikum á skáldskaparsviðinu. Hann hefur óþol æskumannsins og viljann og ákafann til að skyggnast undir yfirborð hlut- anna. Hann virðist einnig hafa ákveðna þörf fyrir að ganga fram af lesendum sínum og veltir sér á næstum lostafullan hátt upp úr viðbjóði. Fyndni hans er oft meinleg, stundum nístingsköld og hittir í mark. En hann skrifar eins og engill. (Samræmisins vegna væri lcannski nær að segja að hann skrifaði fantavel.) Höfundi tekst að fanga at- hygli lesenda sinna í byrjun hverrar sögu. Upphafssagan hefst svona: „Á ljósunum sá nýi verk- stjórinn konu minni bregða fyrir. Hún var í rauða kjóln- um, sem hún klæddist aldrei nema til að heilla augu náms- mannsins. Saman þræddu þau kaffihús bæjarins með kreditkortið mitt að vopni. Hún tók ffamhjáhaldið alvar- lega og stundaði það af einurð og festu.“ Börkur getur sagt langa sögu í einni setningu: „Þrátt fyrir viljann til drykkju, dans og leikja hafði henni tekist að þröngva sér til vansældar." Þetta er góð setning og hnyttin og það er broddur í henni. Og það á sömuleiðis við hér: „Hún hélt við værum elsk- endur, þó að í raun værum við aðeins að drepa tímann.“ I þessari bók er mikið af slíkum vel orðuðum og kald- hæðnislegum setningum. Þar er einnig að finna ftjóa og ögr- andi hugsun. Og gnægð af hæfileikum. ÁRNI BJÖRNSSON SAGA DAGANNA MÁL OG MENNING 1993 ★★★★ „Hvað ertu nú að lesa?“ spurði blaðamaður sem ég hitti milli jóla og nýárs. „Sögu daganna," svaraði ég. Hann brá fýrir sig alþýðlegu bókmenntamáli samtímans og sagði: „Það er fjögurra stjörnu bók.“ „Já, þú hefur lesið hana?“ sagði ég. „Nei, ekki enn,“ sagði hann, „þetta er bara nokkuð sem maður veit. Árni klikkar elcld á þessu.“ Og Árni klikkar hvergi. 1 þessari bók er kominn hafsjór af ffóðleik. Og hann er allur af því tagi sem maður vill leggja á minnið og það samstundis. Þetta er bók sem hægt er að lesa í einu áhlaupi. Textinn er rúmar sjö hundruð síður og svo er hundrað blaðsíðna heimilda- og atriðisorðaskrá. Lengdin dregur alls ekki úr manni kjark, það er svo auð- velt að gleyma sér í bókinni. Þetta er dúndurblanda af fróðleik og skemmtun. Ég mæli því með maraþonlestri. Þegar það er frá er bókin reyndar ekki afgreidd. Þá fer maður að glugga í einstaka kafla hennar effir því sem við á hverju sinni og dagamir gefa tilefni til. f bókinni er að finna forna og nýja merkisdaga og hátíðir og siði þeim tengda. Allt er þetta sett í menningarlegt, trú- „Árni klikkar hvergi. í þessari bók er kominn haf- sjór affróðleik. Og hann er allur afþví tagi sem maður vill leggja á minnið og það samstundis. “ arlegt og þjóðfélagslegt sam- hengi, bæði íslenskt og alþjóð- legt. Bókin er byggð upp á þann veg að hver dagur á sinn kafla og verkið er því hið aðgengi- legasta. Það er fljótlegt að fletta upp á þeim degi sem áhugi manns beinist að hverju sinni. Umfjöllunin hefst á sumardeginum fyrsta og lýkur á páskum. í bókarauka er svo fjallað um dýrlingamessur. Bókin sem heild og einstak- ir kaflar hennar bregða upp áhugaverðum myndum af ís- lensku þjóðfélagi og hinni merkilegu og skondnu þjóð- arsál. Þetta eru reyndar margskonar og breytilegar myndir eftir tímabilum. í verkinu er hver merkisdagur mánaðarins tekinn til umfjöll- unar og þar skiptast á gamlir dagar og nýir. I einum kafla fær lesandinn því lýsingar á siðum og þjóðlífsháttum fyrri alda og í öðrunt er hann skyndilega staddur í tuttug- ustu öldinni. Bókin verður því ekki ein samfelld þjóðarsaga en saga daganna er hún sann- arlega. Og þarna eru dagar sem maður hafði aldrei heyrt nefnda eins og Dýridagur og Sjösofandi. Maður klikkar eícki á þeim í framtíðinni. Bókin er sérlega lipurlega skrifúð. Hún er, eins og áður var sagt, ákaflega skemmtileg aflestrar og einstaklega fróð- leg. Hún er ríkulega mynd- skreytt. Ég held að það sé hvergi ofsagt þegar hún er sögð vera stórvirki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.