Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 24

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 24
 Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 | Kynntust í Disneylandi og hafa ekki litið til baka síðan ÞEYTIR hoimum Björk Guðmundsdóttir súperstjarna og Dom T plötusnúður um tónlistina, starfið, streðið og ástríðuna sem rekur þau áfram. Þau hittust í Disneylandi í Los Angeles, bæði útlend- ingar í landi tækifæranna, bæði í leit að skemmtun í góðra vina hópi. Hvorugt bjóst við því að hitta tilvon- andi lífsförunaut sinn við rætur rússíbanans innan um Mikka mús og Andrés önd. En þannig byrjaði tilhugalíf- ið hjá Björk Guðmunds- dóttur og Dominic Thrupp fyrir rúmum tveimur árum þegar þau hittust fyrir tilstilli sameiginlegs vinar. Sá hafði sfst í huga að starfrækja hjúpskaparmiðlun heldur vildi bara hafa ofan af fyrir nokkrum kunningjum sín- -**-um í LA. I dag búa Björk og Dom- inic, eins og alþjóð er sjálf- sagt kunnugt um, í London. Nánar tiltekið í húsnæði garnals ballettskóla í Little Venice-hverfinu sem þau keyptu og gerðu upp í fyrra- vor. Sindri, sonur Bjarkar, er byrjaður í skóla og farinn að tala ensku jafnvel betur en móðirin — í það minnsta er íslenski hreimurinn fljótur að hverfa. Þau virðast ham- ingjusöm fjölskylda sem kannski væri ekki f frásögur færandi nema fyrir þá sök að Björk er eina alþjóðlega poppstjarna íslands þessa dagana og virðist verða vin- sælli með hverju árinu. Fæstir vita hinsvegar að Dominic, eða Dom T eins og flestir kalla hann, er virt- ur plötusnúður í London og var jafnframt einn eftirsótt- asti skífuþeytir í „borg engl- anna“ þegar hann bjó þar um skeið. En hver er mað- urinn, hvaðan kemur hann og hvað er svona heillandi við að skella plötum á fón- inn á skemmtistöðum heimsins? Þegar Björk og Dom voru á landinu yfir hátíðirnar gafst tækifæri til að setjast niður og spjalla um tónlist- ina, taktinn sem drífur Dom áfram í því sem hann gerir og togstreituna sem Björk hefur óumflýjanlega þurft að kljást við — frægðarinnar vegna. Ég hitti þau hvort í sínu lagi, Björk var, eins og svo oft á liðnu ári, á hlaup- um, en Dom örlítið rólegri í tíðinni. Hann er fæddur og uppalinn í Bristol, byrjaði feril sinn sem plötusnúður þegar hann var aðeins fjór- tán ára og hefur verið að blanda töktum og tónum saman síðan. Það var í LA, þar sem hafði starfað í rúmt ár sem einn vinsælasti „D]“ borgarinnar, sem þau Björk hittust fyrst. „Þegar dvölin var hálfnuð hitti ég unga ís- lenska stúlku í Disneylandi,“ segir hann. „Sameiginlegur vinur okkar, plötusnúður- inn Dave Dorrell, bauð okk- ur báðum í heimsókn í Disneyland þar og ég vissi ekki að hann hafði boðið nokkrum Is- lendingum líka. Þar hitti ég Björk. Við skemmtum okkur frábærlega og of- an á allt hitt sem var að gerast í lífi mínu var þetta frá- bær tilviljun. Hún veitti mér innblástur og okkur kom strax vel sam- an. Hún fór svo aftur til ís- lands en við vorum áfram í sambandi.“ Dom starfaði áfram í LA við vaxandi vinsældir, var m.a. einn af stofnendum og aðalplötusnúður hjá Orbit, einum vinsælasta nætur- klúbbi borgarinnar síðustu ár. En það var eitthvað sem vantaði. „Þrátt fyrir vel- gengni í starfmu fannst mér að ég væri svolítið að missa þráðinn, að missa sjónar á því sem skipti mig máli í upphafí. Það vantaði sköp- unina í senuna þarna. Björk var þá orðin stór hluti lífs míns og ég vildi vera með henni ef ég mögulega gæti. Við ákváðum því að reyna fyrir okkur saman í Lond- Ekki bara plötusnúöur Þú hefur verið plötusnúður í um tólf ár. Hvað er það við þetta starf sem heillar þig eft- ir allan þennan tíma? Maður hlýtur að fá leið á danstón- listinni til lengdar. „Síðan ég byrjaði að spila hafa margar tegundir dans- tónlistar komið og farið og músíkin er sífellt að breytast. Margir halda að þetta sé allt svipað, en ef maður skoðar málið nánar kemur í ljós að danstónlist og sú músík sem leikin er á klúbbum hefur áhrif langt út fyrir bara dansgólfíð. Hún hefur áhrif á tísku, fjölmiðla og sú stað- reynd að tónlistin er í sí- felldri framþró- un gerir það e n n þ á meira saman yfir í endurhljóð- blöndun og upptökustjórn. Það er engin furða, því þeg- ar þú ert sífellt að spila tón- list annarra kemur að því að þú áttar þig á að þú gætir gert þetta jafn vel ef ekki betur.“ það er nýjasta endurhljóð- blöndun hans á smáskífu hennar „Big Time Sensua- lity“ sem hefur vakið mesta lukku á Bretlandi til þessa. „Sú endurhljóðblöndun hef- ur gengið ffábærlega á dans- gólfinu og þegar öllu er á botninn hvolft eru það við- tökurnar þar sem s k i p t a spenn- andi að kljást við að búa til strauma og stefnur. Það er eigin- lega lykillinn að þessu hjá mér. Svo finnst mér líka bara skemmtilegt að vera á vinnustað þar sem lífs- gleði og skemmtun eru svo snar þáttur af starfinu.“ Eftir að Dom kom aftur til London hefur hann snúið sér að endurhljóðblöndun á danstónlist annarra. Það var æskuvinur hans, Nellee Hopper, sem stjórnaði upp- tökum á „Debut“ Bjarkar, sem gaf honum fyrst færi á að reyna fyrir sér í stúdíói. „Það er kannski svolítil klisja, en flestir plötusnúðar eru ástfangnir af tónlistinni. Margir þróast svo smám Hann kláraði nokkrar endurhljóðblandanir á ný- liðnu ári, m.a. fyrir rapp- sveitina De La Soul, The Drum Club og svo náttúr- lega Björk. Hann umsneri fyrstu smáskífu hennar, „Human Behaviour", en p 1 ö t u - s n ú ð m e s t u máli.“ Laun frægðar- innar Daginn eftir er Björk tilbúin í viðtal, búin að ljúka flestu sem hún þarf að gera á meðan dvölinni stendur hér heima, en á meðan við sitjum við eldhúsborðið í íbúð hennar við Tryggva- götuna er greinilegt að allir vilja henni eitthvað. Síminn hringir nær látlaust á meðan hún hitar kaffi, ristar brauð og sest að lokum niður. Og heldur áfram að hringja með stuttu millibili allan tímann sem ég er hjá henni. Hún lætur símann eiga sig, rétt eins og hana langar mest, að eigin sögn, til að láta flest sem snertir vinn- una bíða þess tíma þegar ffí- ið er búið og hún sjálf tilbú- in að demba sér út í kynn- ingarstarf, sem síðastliðið ár tók mestallan tíma hennar. Hún segir mér að suma daga veiti hún meira en tutt- ugu viðtöl áður en vinnu- degi er lokið. „Ég ætla að reyna að læra svolítið af þessu ári, því þetta hef- ur verið mjög tímafrek vinna með fjölmiðlana,“ segir hún. „Ég vona að ég geti sagt, þegar ég verð sjötug, að ég hafi komið ákveðn- um fjölda platna ffá mér en ekki helm- ingi færri plötum því ég eyddi svo miklum tíma í að gera viðtöl! Ef maður er að reyna að hafa einhver áhrif á fólk þá held ég að ég geti gert það miklu betur í gegnum tónlist mína heldur en að blaðra um lífið og tilveruna í viðtölum.“ En þetta eru laun frægðar- innar. Er þetta ekki nokkuð sem þú neyðist til að sœtta þig við? „Jú, ég er bara að bíða eft- ir því að þessi pirringur líði hjá og ég geti farið að taka þetta svona meira á húm- ornum.“ Það kom kannski ekki svo á óvart að „Debut“ skyldi verða eins vinsæl og kom á daginn, því tónlistin sem þú fæst við, þ.e. danstónlist, er bestfallin til vinsælda í Bret- landi. Fyrir utan að þetta var pottþétt popp. „Það er náttúrulega voða- lega auðvelt að segja svona eftir á þegar maður sér úr- slitin. Þegar ég var að gera plötuna fór ég bara eftir mínum smekk, mér finnst danstónlist frábær en bara fimm prósent af henni eru góð hverju sinni. Ég hef allt- af verið hrifnari af poppele- mentinu í danstónlistinni. Mér fannst poppið alltof að- skilið ffá einhverju tilrauna- kenndara eða nýstárlegra. Mér fannst að þetta tvennt gæti átt sér stað í einu og sama laginu. En það eru kannski tvær eða þrjár perl- ur á ári sem ná að sameina þetta tvennt.“ Sleggjudómar Það voru ekki allir jafnsæl- ir með stefnubreytingu þína á Debut. í Bandaríkjunum birti Rolling Stone aftökudóm upp á eina og hálfa stjörnu og virtust þeir svekktastir yfir því að þú værirfarin að gera einhvetja tölvutónlist. „Ég bjóst alveg eins við því. Eg bjóst ég líka við því að Sykurmolaaðdáendurnir mundu ekki gefa mér séns með þessa plötu. Mér fannst eins og ég væri í einskis- mannslandi með plötuna. Ég áttaði mig ekki á því að það væru svona margir í þessu tónlistarlega einskis- mannslandi með mér. En Ameríkanar er náttúrulega frábærir. Rolling Stone er blað sem telur sig vera bylt- ingarkennt en er í raun það íhaldssamasta. Þeim finnst það ennþá eitthvert „rebel“- dæmi að ganga um með sítt hár í mótorhjólajakka og gallabuxum og taka gítar- sóló. Það er ennþá hámark allrar upplausnar og frelsis í þeirra augum. Þeir fatta ekki að það gilti fyrir Qörutíu ár- um þegar Johnny B. Goode varð fyrst vinsælt.“ Hvað með áhuga tísku- pressunnar? „Ég er bara stolt af því að þetta fólk skuli hafa áhuga á mér. Svo hefur „gay“-senan líka sýnt mér ofsalegan áhuga og það er líka mjög fyndið að sérstaklega í Skandinavíu hafa femínistar tekið mig upp á sína arma og ég hef gert helling af ein- hverjum femfnistaviðtölum þar. Þetta er mér allt heið- ur.“ Ég spurði þig að því fyrr á árinu hvort þú gœtir hugsað þér að vera í tískuþœtti. Þú sagðir þá að tónlistin vœri þitt sérsvið, það væri það sem þú gerðir vel og vildir einbeita þér að. „Þetta tískudæmi er í mínum augum eins og leik- listin. Ég var heppin að fá tækifæri til að leika í Gler- broti hérna heima og hepp-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.