Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 23

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 23
Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 1. tbl. 5. árg. /?in /i iiHrr»ojmi 260 krónur í tausasölu (Vikuritid PRESSAN fylgir án endurgjalds) HAFA SKAL SEM BETUR HLJOMAR Einkavæðingaráform ríkisstjórnarinnar taka óvæntan kipp Kunnir sjálfstæðis- menn keyptu alpingis- húsið - þingmönnum verður seldur aðgangur Alþingishúsið hf. sem nú hefur verið selt kunnum einkaframtaksmönnum. Reykjavík, 5. janúar. Það vakti mikla athygli þegar starfsmenn Alþingis komu til vinnu í gærmorgun að nýir eigendur voru komnir að þinghúsinu. Hópur kunnra sjálfstæðis- manna í margvíslegum op- inberum einkafyrirtækjum hefur keypt húsið. „Jú, það kom tilboð sem við gátum ekki hafnað,“ sagði Hreinn Loftsson, aðal- maður einkavæðingarnefnd- ar. Samkvæmt upplýsingum GULU PRESSUNNAR buð- ust kaupendurnir til að yfir- taka þær skuldir ríkissjóðs sem Friðrik Sophusson var persónulega ábyrgur fýrir. „Tilboðið kom svo snöggt að við náðum ekld að hafa það opið en við opnuðum hurð- ina fram til að sýna þó lit,“ sagði Hreinn. En hvað ætla þeir sér með þinghúsið? „Fyrst í stað verður þarna þing áfram en við hugsum okkur að selja aðgang að þinghúsinu. Við gerum þó ráð fyrir að þingmenn fái af- sláttarkort og jafnvel ókeypis ef okkur geðjast að þeim þingmálum sem þeir eru með,“ sagði Einar Sveinsson í Sjóvá, en hann er einn þeirra sem keyptu þinghúsið. Könnun Gallup meðal kúa á nýársnott Völdu Halldór kynþokka- íyllsta ráðheirann „Þetta kemur mér ekki á óvart en ég undrast auðvitað mjög að þetta skuli vera hægt,“ sagði Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra, en í skoðanakönnun sem Gallup gerði á nýársnótt meðal kúa fyrir GULU PRESSUNA kom ffam að þær telja hann kynþokkafyllsta ráðherrann. Um könnunina má segja að hún sé nokkuð nákvæm, en eins og menn vita fá kýmar málið á nýársnótt og ákvað GP að nýta sérþað í samvinnu við Gallup. Tóku kýrnar þessu vel. Urtakið var allt landið og var svörunin mjög góð eða um 95 prósent. Við treystum okkur ekki til að birta allar niðurstöðurn- ar strax, en í ljós kom að kýrnar fýlgjast mjög vel með landsmál- unum. GP hefur þó heimildir fýrir því að Jón Baldvin hafi faríð illa út úr könnuninni. Þjóöminjasafnið setur upp stjórn Tímans „Viljum menn eins og þelr gerast fornastír' - segir Guðmundur Magnússon þjóðminjavörður sýna blaöa Frægur bruggari í Breiðholti Fær alþjóðleg verðlaun fyrir landann Jónmundur Friögeirsson ásamt aöstoöarmanni í kjallaranum í Breiöholti. „Verölaunin eru mér sérlega hjartfólgin," sagöi Jónmundur sem reyndar fékk ekki aö halda þeim lengi þar sem lögreglan tók þau í næstu rassíu. Skýring á hvarfi menntamálaráðherra Þóttist hafa hitt Clinton og Gore - sendi inn háa reikninga fyrir dagpeningum „Það má segja að við höfum strax séð í gegnum þetta hjá Ólafi enda var þessi mynd- breyting alls ekld nógu vel gerð,“ sagði Davíð Oddsson fjármálaráðherra, en Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra hefur verið stað- inn að heldur bíræfinni tilraun til að svíkja út dagpeninga. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNN- AR þóttist hann hafa verið á löngu ferðalagi í Bandaríkjunum og meðal annars hitt þá Bill Clinton og Al Gore. Veifaði hann meðfylgj- andi mynd til sönnunar. „Nú skil ég af hverju ráðherrann lagði svo mikla áherslu á að kaupa þennan myndatölvu- búnað inn í ráðuneytið,11 sagði nafnlaus heim- ildarmaður í ráðuneytinu. Menntamálaráðherra veifaöi þessari mynd fram- an í samráðherra sína þegar hann birtist á ríkis- ráösfundi á gamlársdág. Eins og sést hefur ráö- herrann nýtt sér nýjustu tækni og látið skanna sig inn á myndina með Clinton og Gore. Upp komst um málið af því bindið vantaði. Samið við Kínverja um herstöðina í Keflavík „Aðalatriðið er að hafa einhvern her“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra Keflavík, 5. janúar. „Tilboð Kínverja er mjög gott og kom á besta tíma,“ sagði Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra, en hann tilkynnti í gær að hætt hefði verið við að semja við Bandaríkjamenn um Kefla- víkurstöðina. Þess í stað hef- ur verið samið við Kínverja og fá þeir stöðina til afnota fljótlega. „Við sjáum marga kosti við að fá aðstöðu í Keflavík. Fyrir utan hernaðarlegt mik- ilvægi munum við nota stöð- ina til að bæta agann í ldn- verska hernum. Þeir sem óhlýðnast verða sendir í þennan nárass. Ég geri ráð fyrir að Keflavík taki við af Mongólíu að þessu leyti,“ sagði Jin Jang, talsmaður Kínverja. Fjármálaráðherra eignast nýjan and- stæðing „Fjárlfigin eru fáránleg“ - segir útigangsmaður- inn Böddi blanki „Þolinmæöi mín gagnvart rik- isvaldinu er á þrotum," segir Böddi blanki útigangsmaöur. „Þaö sjá alllr sem vilja aö grunnhugmyndin er röng þann- ig aö þaö er ekki hægt aö una þessu lengur," bætti Böddi viö.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.