Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 27
GAG N RÝ NI
Fimmtudagurinn 6. janúar 1994
PRESSAN 27
LEIKHÚS
• Mávurinn eftir Anton
Tsjekhof. Eitt af stórvirkj-
um leikbókmenntanna.
Það eru þrír leikhúsmenn
frá Litháen sem standa
að þessari sýningu.
Þjóðleikhúsinu fim. og
|sitn. kl. 20.
• Allir synir mínir.
★★★ í þessu merka
verki Millers er reynt að
: takast á við hugmyndir
hans um giæp, ábyrgð,
fjölskyldutengsl og fleira,
og allt sem þau mál
snertir er prýðilega vel
túlkað. (MR)
Þjóðleikhúsinu, fös. kl. 20.
• Skilaboðaskjóðan.
Nýtt íslenskt bamaleikrit
eftir Þorvald Þorsteins-
son.
Þjóðleikhúsinu sun. kl. 14.
• Kjaftagangur.
Gamanleikur eftir Neil
Simon í leikstjóm Asko
Sarkola.
Þjóðleikhtísinu lau. kl. 20.
• Eva Luna.
Leikrit með söngvum eftir
Kjartan Ragnarsson og
Óskar Jónasson byggt á
sögu Isabel Allende, tón-
list eftir Egil Ólafsson.
Viðamesta sýning Borg-
arleikhússins til þessa.
Borgaríeikhúsinu. Frum-
sýning föstudag 7. jan.
önnur sýning á sun. kl. 20.
• Spanskflugan. ★
Ég vona að einhverjir geti
haft gaman af þessu.
^MR)
Borgarleikhúsinu, lau. kl.
20.
• Elín Helena. ★
Fyrir utan nokkrar vel
samdar og vel leiknar
senur fannst mér Elín
Helena alls ekki sérstakt
leikrit. Án þess að lýsa
atburðarásinni leyfi ég
mér að segja að sagan
sjálf sé langt frá því að
vera merkileg og upp-
bygging hennar bæði fyr-
irsjáanleg og langdregin.
(MR)
Borgarleikhúsinu, Litla
sviðittu, fitn. oglatt. kl. 20.
• Ronja ræningjadóttir.
Bamaleikrit Astrid Lind-
gren í leikstjóm Ásdísar
Skúladóttur.
Borgarlcikhúsinu, sun. kL
14.
• Góðverkin kalia! —
átakasaga.
Nýr íslenskur gamanleik-
ur eftir þrjá Þingeyinga
sérstaklega saminn fyrir
leikara LA.
Samkomuhúsinu Akur-
eyri, lau. kl. 20.30 og sun. kL
15.
• Évgení Ónegín.
Ópera eftir Pjotr I.
Tsjajkovskí. Texti Púsh-
kín í þýðingu Þorsteins
Gylfasonar.
Islensku óperunni, fös. og
lau. kl. 20.
MYNDLIST
Um krossa og tákn og espressó
KAFFI MEÐ KRISTI
MOKKA
í stuttu máli: Undarleg sýn-
ing sem á lítið skylt við
myndlist, en ákafi fram-
kvæmdarinnar lyftir henni.
Þeim sem hafa lagt leið sína
á Mokka undanfarinn mánuð
hefur sjálfsagt brugðið í brún
-— nema menn séu orðnir öllu
vanir — því upp um alla veggi
hanga krossar af ýmsum
stærðum og gerðum og er
engri tölu á þá komandi. Ég er
ekki viss um hvort það er hægt
að kalla þetta myndlistarsýn-
ingu í venjulegum skilningi,
nema vegna þess að skipu-
leggjandi sýningarinnar,
Hannes Sigurðsson „list-
fræðngur og ekki- listffæðing-
ur“, hefur staðið fyrir listsýn-
ingum á Mokka og þar að
auki taka nokkrir listamenn
þátt og leggja til krossa í safnið
(en þeirra krossar eru ekki
merktir sérstaklega). Tilefni
sýningarinnar er heldur ekki
fyrst og fferrist listrænt heldur
siðferðislegt og trúarlegt. Um
markmið sýningarinnar segir
Hannes að henni sé ætlað m.a.
„að fá fólk til að hugleiða sam-
bandið, eða öllu heldur sam-
bandsleysið, á milli boðskapar
jólanna annars vegar og hins
vegar hvernig þessi boðskapur
er nýttur til að selja nánast allt
milli himins og jarðar".
Jólin eru hátíð ljóss og gleði,
en líka sá tími þegar raddir
upphafinnar vandlætingar
hefja upp raust sína og fussa
yfir öllu tilstandinu og lítils-
virðingunni fyrir kristilegum
boðskap jólanna. f grein í átta-
tíu blaðsíðna sýningardókú-
menti hellir Hannes úr skálum
vandlætingar sinnar og ganga
gusurnar í ýmsar áttir, yfir
kirkjunnar menn jafnt sem
trúlausa. Jákvæðari hlið á
framkvæmdum Hannesar er
sú hugmynd hans að stefna
saman fjölda manna og fá sem
ólíkust sjónarmið til að heyr-
ast og sýnir að sjást. Hann hef-
ur fengið krossa lánaða frá
mörgum trúfélögum og fjöru-
GUNNAR
ÁRNASON
tíu manns leggja til texta, hug-
leiðingar og ljóð um trúarhug-
myndir sínar. Ákafinn í ffam-
kvæmdinni getur verið smit-
andi og margir hafa lagt hon-
um lið.
Ég er ekki viss um hvort
sýningunni er ætlað að vera til
varnar kristindómi eða til að
ýta við þeirri slæmu samvisku
sem Hannes virðist trúa að
hrelli íslenska borgara, enda
liggur honum margt á hjarta.
Hann er í þeirri mótsagna-
kenndu stöðu að vilja ekki
vera á bandi neins en vilja fá
alla með sér. En magnið og of-
hlæðið er alveg í stíl við jólaös-
ina; það er eins og Mokka hafi
verið breytt í lítinn basar, sem
gæti vel átt heima á Skóla-
vörðustígnum innan um smá-
búðirnar.
Hannes vonast til að sýn-
ingin veki til umhugsunar og
kaffistofa er prýðilegur staður
til hugleiðinga yfir rjúkandi
kaffibolla. Þær hugsanir sem
sóttu á mig á sýningunni voru
ekki trúarlegs eða siðferðilegs
eðlis heldur snerust um notk-
un trúarlegra tákna í listum.
(Þeir sem hafa eingöngu
áhuga á dómum geta sleppt
þessum kafla.) Myndlistar-
menn eiga það til að nota tákn
ansi frjálslega til að gæða
myndir sínar merkingu og
ganga gjarnan út frá því sem
vísu að merking fylgi tákn-
myndinni svo framarlega sem
form táknsins er til staðar.
En það er vel hægt að
ímynda sér dæmi um hið
gagnstæða. Mynd af krossi
hefúr ekki sömu merkingu og
krossinn sem myndin er af.
Söfnuður myndi ekki láta sér
nægja ljósmynd af krossi á alt-
arinu í staðinn fyrir krossinn
sjálfan. Ljósmynd vísar til þess
hlutar sem ekki er til staðar og
þótt hún sýni mynd hans get-
ur hún ekki komið í staðinn
fyrir hann.
Trúarlegt tákn eins og
krossinn getur bæði haft „lif-
andi“ og „lífvana“ merkingu.
Það er munur á þeirri merk-
ingu sem krossinn hefúr fyrir
þann sem iðkar trúna og lýtur
krossinum í bæn og tilbeiðslu,
eða fyrir þann sem lítur á
krossinn sem hefðbundið tákn
meðal annarra. í fyrra tilvik-
inu vísar krossinn í veruleika
trúarinnar, en í síðara tilvikinu
er krossinn einn liður í merk-
ingartengslum trúarlegra hug-
mynda innan sömu menning-
ar. Trúlaus maður getur
kannski skilið „hugmyndina“
að baki, en hann getur ekki
skilið þá þýðingu sem kross-
inn hefur fyrir iðkun trúarinn-
ar. Fyrir honum er táknið rót-
laust og verður aðeins numið í
tengslum við önnur tákn.
Þegar krossinn er tekinn úr
sínu vanalega umhverfi getur
þýðing hans breyst, eins og
gerist t.d. með þessa sýningu.
Hann er ekki í sínu „eðlilega“
umhverfi, hann er ekki notað-
ur á þann hátt sem honum var
ætlað. Þar að auki er hann
innan um fjölda annarra
krossa, sem gerir vægi hans
minna. Þegar hundrað krossar
eru samankomnir, hverju
bætir sá hundraðasti og fyrsti
við? Það sem gerist líka er að
sá eiginleiki sem hver einstak-
ur.hlutur á sameiginlegan með
hinum skilst frá því sem sér-
kennir hann. Krossformið,
sem allir eiga sameiginlegt,
verður inntakið en sérkennin
hluti af stíl hvers um sig. Hver
og einn verður tilbrigði við
sama stef, stílútfærsla á sama
formi. Fagurfræðin nær yfir-
höndinni og merking stefsins
verður aukaatriði. Hundrað
krossar auka ekki á merkingu
krossins, einn nægir, enda vísa
þeir allir á krossinn eina, sem
er uppspretta merkingarinnar.
í einum textanum í sýning-
arskránni bendir séra Gunnar
Kristjánsson á að myndir hafi
ekki endilega trúarlegt inntak
þótt þær notist við trúarleg
tákn, t.d. ef táknið er notað á
kaldhæðnislegan hátt. Á hinn
bóginn getur mynd haft trúar-
legt inntak án þess að notast
við trúarleg tákn. Merking er
ekki bundin við tákn heldur
ræðst merking þess að miklu
leyti af því hvernig það er not-
að. Vandi trúarlegrar mynd-
listar er annars vegar sá að þeir
sem hafa viljað snerta kviku
trúarlífsins hafa veigrað sér við
því að nota hefðbundnar
táknmyndir trúarinnar til að
forðast hættur yfirborðs-
mennskunar, en hins vegar
hafa táknin verið ofnotuð og
misnotuð í innantómri væmni
og til skreytinga. Kannski höf-
um við verið að leita á röng-
um stöðum að trúarlegri
myndlist nútímans og bundið
okkur of mikið við fyrirmynd-
ir fortíðarinnar. Aftur á móti^
er ekki hægt að ímynda sér
kristni án sinna hefðbundnu
tákna, en það er sífelld barátta
að halda lífi í þessurn táknum
þannig að þau verði ekki að
steingerðum myndum í set-
lögum menningarsögunnar.
Verðlaun í sögugetraun
Dregið hefur verið úr innsendum lausnum á sögugetraun PRESSUNNAR16. desember. Rétt svör voru:
1. Fyrsti forseti Suður-Kóreu hét Syngman Rhee og ríkið var stofnað árið 1948.
2. Helsinki-sáttmálinn var undirritaður árið 1975 og voru 35 ríki stofnaðilar að honum.
3. Árið var 1979.
Úr réttum lausnum var dregið nafn Egils Aðalsteinssonar, Hraunbraut 1, Kópavogi. Hann hlýtur að launum nýjasta bindið í ritröðinni Saga mann-
kyns.
Einnig hefur verið dregið um aðalverðlaun í getrauninni að þessu sinni. Úr réttum lausnum við gátum, sem birst hafa, var dregið nafn Péturs Þor-
leifssonar, Ljósheimum 20, Reykjavík. Hann hlýtur að launum Sögu mannkyns í heild sinni, fimmtán bindi alls.
PRESSAN þakkar lesendum fyrir þátttökuna.