Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 28

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 28
w. HLUSTUM ALLAN SÓLARHRINGINN SÍMI 643090 A JTX. sambandsstjórnar- fundi Félags ungra jafnað- armanna mun Sigurður Péturs- son til- k y n n a formlega að hann gefi ekki kost á sér sem for- m a ð u r þótt hann eigi níu mánuði eftir af kjörtímabilinu. Ástæðan mun vera sú að nú í janúar er von á fimmta barni hans og Ólínu Þor- varðardóttur, sem hefur setið sinn síðasta fund í borgarstjórn. Þá verður Sig- urður 36 ára á árinu og telst því varla til ungkrata leng- ur. Hann var kosinn fyrst árið 1990 og situr því ann- að kjörtímabil sitt, sem hefði átt að ljúka næsta haust. Væntanlega verður nýr formaður kjörinn á fundinum og vitað er að varaformaðurinn, Magnús Árni Magnússon, hyggst gefa kost á sér til for- mennsku, en hann hefur verið varaformaður þetta kjörtímabil. Ekki er vitað um önnur framboð. Magn- ús er 25 ára heimspekinemi og hefur lengi starfað innan hreyfingarinnar... T X ilkynnt var um það í fjölmiðlum þegar þeir Jón Þorsteinsson, Haukur . r- Víðisson og Ingi Þór Jóns- son tóku alfarið við rekstri Ö m m u Lú af Tómasi Á. Tóm- a s syni, sem ku ætla að b e i n a kröftum sínum að Hótel Borg í framtíðinni. Raunar hafa þessir þrír aðilar séð um reksturinn undanfarna mánuði en samningur þess efnis gekk ekki í gildi fyrr en um áramótin. Hins veg- ar hefur það ekki farið hátt að samningurinn sem Tómas gerði við nýju rekstraraðilana er kaup- leigusamningur og Tómas því væntanlega endanlega kominn út úr rekstrinum. Eins og gefur að skilja bygg- ist kaupleigusamningurinn á því að þremenningarnir eignist Ömmu Lú á nokkr- um árum. Hafa 80 mílljónir verið nefndar sem kaup- verðið. Ingi Þór vildi hvorki staðfesta þá tölu né nefna að öðru leyti kaupverðið í samtali við PRESSUNA. ■mmt- Þess má geta að þeir Ingi Þór Jónsson, sem nú er framkvæmdastjóri (hann var í fyrstu óbreyttur), og Haukur Víðisson, yfirmat- reiðslumaður Ömmu Lú, hafa starfað þar frá því stað- urinn var opnaður árið 1990. Jón Þorsteinsíon, sem titlaður er veitinga- stjóri, hóf hins vegar störf á Ömmu Lú fyrir einu og hálfiári... msÉ sSSSS V- Það er jafn mikið af trefjum í pakka af Kellogg's All-Bran og í heilum sekk af kartöflum. - ■' ■ ■■: Viö erum ekki að kasta rýrð á kartöflur. >ær eru fyrirtaks fæða enda sérstaklega auðugar af náttúru- legum trefjaefnum, sem eru líkamanum nauðsynleg til að tryggja greiða meltingarstarfsemi. Engu að síður neyta iangflestir Islendingar ekki nægilegs magns trefja í daglegri fæðu. Það er af þeirri ástæðu sem við ráðleggjum þér að hefja sérhvern dag á því að gæða þér á Kellogg's All-Bran. Kellogg's All-Bran er nefnilega einhver trefjaríkasta fæða sem þér stendur til boða. Til að mynda er álíka mikið af trefjum í I2kg af soðnum kartöflum og í 750g pakka af Kellogg's All-Bran. Fáðu þér Kellogg's All-Bran og þú eykur þinn innri styrk. ■.... • •" •■

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.