Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 4
V I Ð T A L
4 PRESSAN
Fimmtudagurinn 6. janúar 1994
ÓLÉTTXJ-
BLANDAN
EKKERT
PLAT
„Fimmtán konur sem illa
gekk að eignast börn eru nú
þungaðar og bíða þess að
fceða. Það merkilega er að
fimm kvennanna búa á Húsa-
vík. Allar þessar konur hafa
notað „óléttublönduna“ sem
Ásta Erlingsdóttir grasalœknir
og börn hennar framleiða... “
„Þetta er það allra ánœgjuleg-
asta sem við gerum hér. Kon-
urnar snerta varla jörðina,
þær eru svo glaðar þegar allt
gengur upp og þœr verða
barnshafandi. “
Ólöf Einarsdóttir, dóttir
Ástu, í samtali við Alþýðu-
blaðið.
ÁBÓLA-
KAFIÍ
BÚSINU
„Ég fullyrði alveg hiklaust
að Vilhjálmur Egilsson alþing-
ismaður var á bólakaft í að
koma því fyrir að Krútt köku-
hús eða Húnfjörð hf. fengi út-
sölu fyrir ÁTVR á Blönduósi.
Það er alveg augljóst eftir að
hafa talað við manninn."
Guðsteinn Einarsson, kaup-
félagsstjóri hjá Kaupfélagi
Húnvetninga, í samtali við
DV.
Vilhjálmur Egilsson al-
þingismaður:
„Ég tel það ekki rétt að
mismuna aðilum á staðnum
sem eru í samkeppni á mat-
vörumarkaðinum með því
að fela einum aðila einokun-
arsölu á áfengi, sérstaklega
þar sem slík áfengisútsala
komulag.
Afstaða mín í þessu máli
hefúr alltaf verið öllum kunn
og síður en svo í bólakafi."
• • •
ÚTSÖLU-
ÁFENGI
LAUSNIN?
„Eru landsmenn ekki bara
borubrattir tneð ástandið?
Þeir gera ýmist grín að uppá-
komunum í skemmtiþáttun-
um eða þeir skella í góm og
segja setn svo að það sé eðlilegt
að fíkniefni séu svona eftirsótt
vegna þess að verðlagtiing
þeirra sé óeðlilega há! En þetta
síðara hefur þó því miður
nokkurn satinleik að geyma.
Sú staðreynd að ríkið sjálft sel-
ur áfengi á uppsprengdu verði
gerir bruggurum auðveldan
eftirleikinn; að bjóða sitt
glundur á lœgra verði. Vœri
áfengi, sérstaklega það léttara,
t.d. bjór og léttvín, með skap-
legri álagningu vœri sam-
keppnin við bruggarana úr
sögunni. “
Ásbjörn, lesandi DV.
Helgi Seljan, félagsmála-
fúlltr. og fyrrv. alþingismað-
un
Benedikt Ó. Sveinsson,
kvensjúkdóma- og fæðing-
arlæknir.
„Ég veit ekki hvað er í
þessari blöndu en það er alls
ekki útilokað að í drykknum
séu einhver efni sem geti örv-
að frjósemi og egglos. Það
verður hinsvegar ekkert
sannað nema að rannsaka
hvað þessi drykkur er. En hitt
er rosalega sterkur þáttur og
það er bara trúin á hjálpina.
Það eru mörg dæmi þess að
konur, sem hefúr verið sagt
að þær geti ekki átt börn, hafi
komið tíl læknis sem útskýrir
málin í rólegheitunum,
ákveður að rannsaka vand-
ann og áður en rannsóknin
er byrjuð eru þær orðnar
óléttar því þær ná að slaka á.
Þessi trú er sterkari en allt
annað í læknisfræðinni, svei
mér þá.“
iinnrun
er nú illa að mér í
verðlagningu áfengis al-
mennt og veit ekki hvað það
spilar inn í þetta, en hitt veit
ég að þetta er álíka marktækt
og þegar sagt var að brugg
myndi hverfa ef bjórinn
kæmi. Hann kom og bruggið
blómstraði sem aldrei fyrr.
Ég hef enga trú á að menn
létu af því að ná sér í þennan
skjóttekna gróða eins og
þeim hefúr verið sýnd mikil
linkind í sambandi við
bruggið. Þeir hlytu að halda
því áffam.“
yrði í svo nánum tengslum
við matvöruverslun á staðn-
um. Það var einnig hætta á
þvi að lagt yrði á matvöru til
að niðurgreiða áfengissöluna,
sem er ekki eðlilegt fyrir-
Gullpotturinn ó leiðinni
Rólegt í spilakössunum
Það varb ekki lítið írafár áður en kom til þess að Háskólinn setti upp margumtalaða spilakass-
ana 15 dögum fyrir jól. Kassarnir eru 350 og þeim er komið fyrir í 24 spilastofum víðsvegar um
landið. Nú virðist vera að koma á daginn að stríðsástandið var út af engu — allur almenningur
hefur ekki flykkst í spilastofur.
Margeir Margeirsson rekur
spilastofuna Monaco sem
staðsett er við Laugaveg þar
sem áður var Kjötbúðin Borg.
Þar eru 26 kassar. Hvemig hef-
urgengið?
„Það er eiginlega ekki kom-
in nein reynsla á þetta ennþá.
Kassarnir komu upp á sama
tíma og jólatraffikin náði há-
marki og það reiknaði enginn
með því að það yrði nein ör-
tröð þennan stutta tíma fýrir
jól en síðan hefúr verið smá-
stígandi í þessu. Gengið hefúr
verið misjafnt milli staða en
það er rétt, þetta hefur farið
mjög rólega af stað enda
menn með hugann við allt
annað en spilakassa um og yfir
hátíðimar. Vissulega má alltaf
standa betur að hlutunum.
Auglýsingaþátturinn var til
dæmis ósköp veikur, hann
hlaut að drukkna í jólaauglýs-
ingaflóðinu. Að mínu mati
hefði uppsetning kassanna
mátt fá jákvæðari og eðlilegri
umfjöllun en svo að það væri
eingöngu fólk, sem væri ein-
hver stofnanamatur og ætti
helst að loka af, sem gengi
ffamhjá þessum kössum. Þetta
er komið til að vera og menn
gefast ekki upp fýrr en það er
fullreynt hvort þetta getur
gengið.“
Nú hefur heyrst að þessir
kassar séu ófullkomnir, til
dœmis þurfi stöðugt að vera að
dœla í þá til aðgeta spilað.
„Það er verið að vinna í því
að breyta þeim ffá því sem nú
er. Það er bara hægt að setja
þijá peninga í kassana og spila
með þá, en nú verður hægt að
setja í fleiri peninga og spila úr
þeim. Síðan koma seðlaskipt-
arar, hliðstæðir þeim sem em í
Rauðakrosskössunum, þannig
að kassarnir standa til bóta.
Annars er þetta náttúrulega
eins og að taka þátt í hverju
öðru happdrætti. Þeir eru að
detta þessir silfúrpottar frá 150
þúsundum upp í 4-500 þús-
und og gullpotturinn dettur
væntanlega innan tíðar en
hann er kominn upp í um 3,5
milljónir. „
Er sú staðreynd að sóknin í
MMKKAMll
iBtóKurcsnrrAR.
MARGEIR MARGEIRSSON: „Þetta var sett fram þannig að hver sá sem stóð innan 10 metra radíuss frá kössunum værí spilafikill á leið í meðferð."
kassana hefur verið lítil ekki
sönnun þess að sú móðursýki
sem greip um sig vegna kass-
anna hafi verið byggð á sandi?
„Þetta var sett ffam þannig
að hver sá sem stóð innan 10
metra radíuss frá kössunum
væri spilafíkill á leið í meðferð!
Á sama tíma þykir það fínt
fólk sem þvælist í útlöndum
og í skemmtiferðaskipum og
stendur við áþekka kassa.
Þetta er eins og það eigi að
vera hættulegt að spila við
svona kassa hér en voðalega
gott einhvers staðar úti í
heimi. Það em hugsanlega 20
sjúklega veikir spilafíklar af
þessari 265 þúsund manna
þjóð. Þetta eru menn sem
aldrei áttu neina tugi milljóna
til að spila ffá sér. Það var búin
til einhver grýla úr þessu: Ein-
hver maður kaupir sér hús
upp á 10 milljónir og borgar
eitthvert skíterí út. Síðan kem-
ur að afborgun, en maðurinn
fer og spilar kannski þessum
100-200 þúsundum af sér sem
hann ætlaði að nota í afborg-
unina. Þá verður til voðaleg
saga um það að maður nokk-
ur hafi tapað 10 milljónum í
spilamennsku! Húsið fór á
uppboð af því að hann borg-
aði ekki þessa afborgun upp á
einhveija tugi þúsunda. Það er
hægt að búa til svo miklar
grýlur upp úr þvaðrinu í fólki.
Enda ef maður horfir á þetta
fólk sem er spilafíklar, þá hef-
ur ekkert af þvi haft þessa tugi
milljóna milli handanna til að
spila ffá sér. Menn bera því við
að þeir hafi spilað ffá sér húsi
og hjónabandi, en það er til
fúllt af fólki sem býr í ónýtum
hjónaböndum og skilur án
þess að geta kennt spilafíkn
þar um svo dæmi sé nefnt.“
Heldurðu að áróðurinn sem
Rauði krossinn rak gegn Há-
skólakössunum á sínum tíma
hafi haft neikvæðar afleiðingar
í þessu sambandi?
„Ég held að hann hafi haft
neikvæðari afleiðingar fýrir þá
sem standa að þessum spila-
kassamarkaði almennt. Æski-
legast væri að menn hefðu get-
að náð samkomulagi án þess
að hálfgert stríðsástand yrði.
Almenningur verður að skoða-
þetta sjálfúr. Hvað kallast þeir
sem fara út í sjoppu og kaupa
sér lottómiða um hveija helgi?
Eru það lottófíklar? Fólk hlýt-
ur að ráða hvað það gerir við
peningana sína. Sumir fara
upp á fjöll og spóla í sundur
diifsköft sem kosta 20-30 þús-
und kall, kannski einu sinni í
mánuði, og hafa voðalega
gaman af því — og það er allt í
lagi með það. Aðrir setja aur í
einhvem Rauðakross- eða Há-
skólakassa? Fólk er alltaf að
gera einhveija helvítis vitleysu
sem það hefur gaman af.“
Hvernig er viðskiptahlut-
deildin varðandi kassana?
„Háskólinn borgar ákveðna
prósentu af afkomunni til
þeirra sem skaffa húsnæði
undir kassana. Hver sú pró-
senta er, það er ekki rætt um
hana svona almennt, en hún
er ekki til að drepa neinn úr
vellystingum. Þetta stendur
þannig að Háskólinn vinnur
ákveðna kynningarþætti fýrir
kassana sem mér hefúr fúndist
að standa hefði mátt betur að.
En þeir era náttúrulega með
menntastofnunina á bak við
sig og verða að fara eftir þeim
mottóum sem þar gilda. Þeir
geta ekki rekið of harðan
áróður fyrir einhverju sem
fólk kýs að skoða sem ein-
hverja grýlu. Sjálfúr fæ ég ekk-
ert samviskubit yfir að sitja við
kassa og eyða í hann 5 eða 10
þúsund kaili og hafa gaman af.
Sumir kjósa þetta — aðrir
gera eitthvað annað.“
Jakob Bjarnar Grétarsson
debet_________Haraldur Haraldsson í Andra kPedít
„Helstu kostir Haralds eru að hann er
hugmyndaríkur og drífandi í því sem hann
tekur sér fýrir hendur,“ segir Jón Reynir
Magnússon, framkvæmdastjóri Síldar-
verksmiðja ríkisins. „Haraldur er ákaflega
flínkur bissnessmaður, heiðarlegur,
skemmtilegur og drengur góður,“ segir Að-
alsteinn Jónsson, „Alli ríki“, á Eskifirði.
„Haraldur stendur við orð sín og er fýlginn
sér, það er engin spurning,“ segir Gunnar
Bæringsson, framkvæmdastjóri Euro-
card. „Hánn er fæddur stjórnandi og er
góður sem slíkur þótt hann viti ekki alltaf
hvenær á að hætta,“ segir Ólafúr Haralds-
son, sonur Haralds Haraldssonar í Andra.
Hugmyndaríkur og drífandi —
eða ráðríkur og ódiplómatískur?
„Helstu lestir Haralds eru að hann er oft
ekki nógu orðvar og er ódiplómatískur,“
segir Jón Reynir Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins.
„Ég verð að segja að ég þekki hann ekki
nema að öllu góðu, hann er ljúfur og ynd-
islegur maður,“ segir Aðalsteinn Jónsson,
„Alli ríki“, á Eskifirði. „Helsti galli Haralds
er að hann getur stundum verið of ráðrík-
ur,“ segir Gunnar Bæringsson, fram-
kvæmdastjóri Eurocard. „Hann er afskap-
lega kröfuharður og hættir til að gera
sömu kröfúr til annarra og hann gerir til
sjálfs sín,“ segir Ólafúr Haraldsson, sonur
Haralds Haraldssonar í Andra.
Haraldur í Andra hefur verib afar haröoröur að undan-
förnu í kjölfar þess aö tilboöl hans í SR-mjöl var ekki
tekiö þrátt fyrir aö um hærra boö væri aö ræöa.