Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 9
Fimmtudagurinn 30. desember 1993
F R E TT I R
PRESSAN
ÞORSTEINN PÁLSSON. Talar um „lokað útboð", en lögum um slík útboð var ekki fylgt.
Villandi greinargerð Irá
sjávarútvegsráðuneytinu
Segir Búnaðarbankann hafa gert kröfur til Haralds sem aldrei voru gerðar.
Sjóvá-Almennar og OLÍS lýstu í haust áhuga á að standa að tilboðinu með
Haraldi.
Sjávarútvegsráðuneytið
sndi í gær írá sér greinargerð
um framvindu rnála vegna
sölu hlutabréfa í SR-mjöli hf.
Þar er meðal annars lýsing á
atriðum sem fram hafi komið
á fundi 28. desember síðast-
liðinn sem „aðstoðarbanka-
stjóri“ Búnaðarbankans hafi
átt með starfshópi um sölu
hlutabréfa, þeim Arndísi
Steinþórsdóttur, stjórnarfor-
manni SR-mjöls hf. og deild-
arstjóra í sjávarútvegsráðu-
neytinu, Amari Sigurmunds-
syni og Skarphéðni Steinars-
syni frá fjármálaráðuneytinu,
Hreini Loftssyni, formanni
einkavæðingarnefndar, og
Sigurði B. Stefánssyni, fram-
kvæmdastjóra VIB. Sam-
kvæmt mjög áreiðanlegum
upplýsingum PRESSUNNAR
er margt í þeirri frásögn óná-
kvæmt og misvísandi.
„Aðstoðarbankastjórinn“
sem hér um ræðir er Jakob
Armannsson og er hann að-
stoðarmaður bankastjórnar
Búnaðarbanka, ekki aðstoðar-
bankastjóri. Eftir Jakobi er
haft eftirfarandi: „Haraldur og
fúlltrúar tveggja nafngreindra
hlutafélaga ræddu við Búnað-
arbankann í október sl.... Á
þeim tíma var gert ráð fyrir að
hver þessara aðila myndi
kaupa þriðjung hlutafjár í SR-
mjöli hf. Hvorugt umræddra
hlutafélaga er lengur meðal
þeirra sem Haraldur hefúr til-
greint sem aðila að málinu
með sér, en hann hefur ekki
tilkynnt Búnaðarbankanum
um þau breyttu viðhorf.“
Staðfestar upplýsingar
PRESSUNNAR herma að
umrædd hlutafélög séu OLÍS
og Sjóvá-Almennar, en þeir
nafnarnir Einar Sveinsson,
forstjóri Sjóvár, og Einar
Benediíctsson, forstjóri OLÍS,
mættu á fúnd með Haraldi í
Andra með bankastjóm Bún-
aðarbanka í október. Þar lýstu
forstjórarnir sig áhugasama
um þátttöku í útboði með
Haraldi, en með fyrirvörum
um samþykki stjórna félag-
anna. Formleg ákvörðun OL-
ÍS og Sjóvár um að vera með
hefur aldrei verið tekin. Á
þessum tíma var heldur ekki
ákveðið að kaupa hlutafé í
SR-mjöli á 801 milljón króna
heldur töldu menn sig geta
fengið það fýrir um 400 millj-
ónir króna. Búnaðarbankinn
og þýski bankinn Verein und
West voru á þeim tíma til-
búnir að lána 200 milljónir af
þeirri upphæð og síðan var
ráðgert að hver hinna, OLÍS,
Sjóvá og Haraldur, kæmu
með þriðjung af þeim 200
milljónum sem á vantaði —
vel að merkja með fyrirvara
um samþykki stjórna félag-
anna tveggja. Haraldur í
Andra segir sjálfur um þetta
að hugmyndin hafi verið að
Sjóvá og OLÍS bökkuðu hann
upp með veðum gegn því að
fyrirtækin fengju viðskipta-
samninga við hið nýja fyrir-
tæki. Síðar hafi hann fengið
nýja samstarfsaðila og þvi ekki
komið að sök þótt Sjóvá og
OLÍS gengju úr skaftinu.
í greinargerð ráðuneytisins
segir einnig að bankarnir tveir
hafi veitt vilyrði fyrir lánveit-
ingum til Haralds, en þau vil-
yrði væru „háð ýmsum skil-
yrðum sem ekki hafi verið
uppfyllt og beðið sé frekari
upplýsinga“. Samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR
gerði Búnaðarbankinn ekki
kröfúr um að Haraldur og fé-
lagar uppfýlltu frekari skilyrði
önnur en þau að það sem á
vantaði á hlutafé yrði greitt
þegar og ef tilboði þeirra yrði
tekið. Samkvæmt því er rangt
að gefa í skyn að Búnaðar-
bankinn hefði stoppað fýrir-
greiðslu til Haralds vegna
óuppfylltra skilyrða. Á það
reyndi einfaldlega aldrei.
í þriðja lagi segir í greinar-
gerð ráðuneytisins að „Bún-
aðarbankinn hafi aldrei léð
máls á að lána fé til hlutafjár-
kaupanna nema þá að ein-
hverju óverulegu marki. Ekk-
ert formlegt erindi hefúr bor-
ist bankanum um lán til
kaupa á hlutabréfunum".
Samkvæmt framansögðu
voru Búnaðarbankinn og
þýski bankinn tilbúnir að lána
Haraldi og félögum 200 millj-
ónir króna til hlutafjárkaupa.
Meðan hugmyndir Haralds
voru að kaupa allt hlutaféð á
400 milljónir króna var bank-
inn því tilbúinn að lána he!m-
ing alls hlutafjár, en fjórðung
af þeirri 801 milljón króna
sem gert var ráð fýrir í lokatil-
boði.
Þá er tekið ffarn í greinar-
gerðinni að „Búnaðarbankinn
hafi gert Haraldi Ijóst að
bankinn muni ekki geta veitt
SR-mjöli hf. afurðalánafýrir-
greiðslu. Hafi bankinn gert að
skilyrði fyrir hvers konar
stuðningi við Harald og félaga
að slík fyrirgreiðsla verði
tryggð með öðrum hætti“.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR er staðreynd-
in í þessu máli sú að Haraldur
fór aldrei fram á það við Bún-
aðarbankann að honum yrði
veitt afúrðalánafyrirgreiðsla.
Búnaðarbankinn vildi tryggja
að afúrðalánaviðskiptin yrðu í
öruggum farvegi, en hafði
ekki gert kröfu um að sýnt
yrði ffarn á það fyrr en og ef
Haraldur fengi SR-mjöl. Sjálf-
ur staðfestir Haraldur þetta í
viðtali við blaðið og segir að
Verein und West hafi sam-
þykkt að sjá um þennan hluta
málsins.
Loks segir í greinargerðinni:
„Búnaðarbankinn getur ekki
staðfest kaupgetu þeirra aðila
sem Haraldur segir að standi
að tilboðsgerðinni með hon-
um“. Það liggur fýrir að Bún-
aðarbankinn var tilbúinn að
útvega Haraldi umrædd lán,
án skilyrða um að Haraldur
sýndi fram á hvernig hann
ætlaði að fjármagna það sem á
vantaði._____________________
Páli H. Hannesson
Gunnar Þ. Ólafsson útgerðarmaður
Óljóst hverjir
yrðu aðilar að
tilboðinu þegar
hví var tekið
íhugað að hætta við tilboðið fyrir jól
í deilum þeirra sem þátt
tóku í útboði um SR-mjöl hf.
hefur meint mismunun
bjóðenda verið gagnrýnd.
Tilboð Haralds Haraldsson-
ar í Andra og félaga var sett
út af borðinu án frckari
skoðunar, þar sem talið var
að ljárhagsgeta þeirra væri
ekki næg og í öðni lagi vegna
þess að ekki væri ljóst hveijir
stæðu að tilboðinu með hon-
um. Tilboði hóps undir for-
ystu Jónasar A. Aðalsteins-
sonar hrl. var tekið þrátt fýrir
að í upprunalegum nafitalista
frá 13. desember sl. yfir til-
vonandi bjóðendur í hluta-
bréf SR-mjöls væri tekið
fram að „enginn framan-
greindra aðila hefur tekið
endanlega ákvörðun um að
taka þátt í kaupunum eða að
hvaða marki hann kynni að
vilja taka þátt í þeim þegar að
endanlegri tilboðsgerð eða
santningum kemur“. Það
hefur hins vegar komið í ljós
að þegar tilboð hópsins var
gert og því tekið 29. desem-
ber var með öllu óljóst hverj-
ir ætluðu að vera mcð t
kattpunum og að hvaða
marki. Það kemur m.a. fram
í eftirfarandi viðtali við
Gunnar Þ. Ólafsson, útgerð-
armann í Miðnesi, en hann
er einn af þremur forvígis-
mönnurn útgerðarhóps
nýrra eigenda SR-mjöls.
PRESSAN spurði Gunnar
hvort það væri rétt að hald-
inn hefði verið fundur í
húsakynnum Sjóvár-Al-
mennra fyrir jól, þar sem
íhugað hefði verið að hætta
við tilboðið.
„Já, við vorum bara ekkert
hressir með slöðuna. Við
vildunt að þeir uppfýlltu þau
skilyrði sem sett voru. Það er
bara ekki hægt að setja okkur
skilyrði. Við vorum auðvitað
í vanda, því það er erfitt í
svona stórum hópi að halda
boði leyndu í lokuðu tilboði.
Það urðu að vera einhverjir
alvöru menn sem höfðu ein-
hverja alvöru á bak við
þetta.“
Varþá tekin ákvörðun milli
jála og nýárs um að fara aftur
í tilboðið?
„Við fcngum ekki svarið
fýrr en 28. desember og svo
var skrifáð undir 29. desern-
ber. Þá átti að fara að vinna í
því að finna hverjir treystu
sér til að leggja sig fram al-
menniiega - - þetta er nátt-
úrulcga brciður hópur — og
hverjir vildu vera með.“
Pú meinar eftir 28. desetn-
ber, þegar það var orðið Ijóst
hvcrjirfengju þetta?
„Já, einmitt. Því þó að við
værum búnir að tala saman í
okkar hóp að við stæðum
fyrir ákveðinni upphæð þá
var alls ekkert búið að skipta
því niður á menn.“
Þannig að þctta hcfur verið
í lausu lofti þangað til úrslit
eru fengin 28. desember?
„Já, þess vegna erurn við
auðvitað með frestinn, því til
dæmis Landsbankinn var í
lausu lofti og er enn. Hefði
þetta allt verið ákveðið fyrir-
fram hefðum við getað geng-
ið ffá þessu. Ætli meginmálið
sé ekki það að við erum þeir
einu sem uppfýlla skilyrðin,*'
sagði Gunnar Þ. Ölafsson.
Páll H. Hannesson
3KEMMX I3XAÐUR
)narlsanitli arineltler, lifantli íónlist, rómanííslkt antJrúmsloft og Ijúiar veigar.
Er til Isetri endir á góíu kvöUi?