Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 11

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 11
Fimmtudagurínn 6. janúar 1994 S K O Ð A N I R STJÓRNMÁL Afturgöngur „Vandi herstöðvaandstœðinga hefur verið og er enn sá að þeir herjastfyrir glötuðum málstað ogþví fœkkarþeim stöðugt sem mœta í göngur eða á úti- fundi. Raunar hefur ástandið verið svo bágborið undanfarin mörg ár að Bandaríkjamenn hafa kvartað sérstak- lega undan því. “ Bestu vinir íslenskra her- stöðvaandstæðinga eru hátt- settir bandarískir embættis- og stjórnmálamenn. I hvert skipti sem Bandaríkjamenn senda einhvern hingað til Is- lands til að ræða við stjórn- völd um samvinnu í utanrík- ismálum vakna herstöðva- andstæðingar upp, líkt og þegar töframenn særa fram hina ffamliðnu. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að Samtök herstöðva- andstæðinga skuli blása til útifundar þegar varnarmála- ráðherra Bandaríkjanna kemur til landsins. Þeir fáu sem hlýddu kall- inu eru þannig gerðir að þeir grípa hvert tækifæri sem gefst til að mótmæla ein- hverju, bara til að mótmæla og kannski í von um að geta upplifað enn einu sinni gamla góða daga yngri ár- anna, þegar það var gaman að vera róttækur. Því miður hafa tækifærin orðið æ færri á síðustu árum og málefnin þynnst út og skipta ekki miklu í sögu þessa lands eða annarra. Auðvitað er það aukaatriði, þar sem þá hafa þessir fáu róttæklingar eitt- hvað við að vera og trufla ekki okkur hin mikið, en skapa stuttar fréttir fyrir gamla vini sem hafa snúið sér að fjölmiðlun og frétta- mennsku. í hvert skipti sem tveir eða fleiri herstöðvaand- stæðingar koma saman veit það alþjóð, enda sinna fjöl- miðlungar slíkum atburð- um, sem engu skipta, af mikilli alúð. Vandi herstöðvaandstæð- inga hefur verið og er enn sá að þeir berjast fyrir glötuð- um málstað og því fækkar þeim stöðugt sem mæta í göngur eða á útifundi. Raunar hefur ástandið verið svo bágborið undanfarin mörg ár að Bandaríkjamenn hafa kvartað sérstaklega undan því. Ef minnið svíkur mig ekki hafði George Bush, þáverandi varaforseti Banda- ríkjanna, á orði þegar nokkr- ir herstöðvaandstæðingar mótmæltu þegar hann var hér í heimsókn, að það væri móðgun við embætti vara- forsetans hve fáir væru mættir. Á síðustu tuttugu árum hefur stöðugt hallað undan fæti hjá Samtökum her- stöðvaandstæðinga, sem gripu til þess ráðs upp úr 1980 að stofna hin og þessi friðarsamtök; Friðarsamtök kvenna, Samtök lækna gegn karnorkuvá o.s.frv. Yfirleitt er þetta sama fólkið í öllum þessum samtökum, enda er það með afbrigðum duglegt að stofna samtök og félög um hin ólíklegustu „baráttu- mál“, sem flest beinast gegn vestrænum ríkjum beint eða óbeint. Ekki verður betur séð en neikvætt samband sé á milli fjölda samtaka sem stofnuð eru og fjölda bar- áttumanna; því færri sem taka þátt í baráttunni, því fleiri samtök eru stofnuð, enda nauðsynlegt að berjast undir nýjum nöfnum af og til. Það er ekki laust við að maður dáist að dugnaði og elju þessa fólks við að koma á fót félögum. (Ætli einhver hafi tölu yfir fjölda þessara félaga og samtaka?) Um leið er það með öllu óskiljanlegt hvernig sæmilega heilbrigt fólk lemur höfðinu við stein ár eftir ár, neitar að horfast í augu við einfaldar stað- reyndir og dóm sögunnar. Þetta er einkenni fólks sem finnur Stórasannleik á sínum yngri árum og heldur dauðahaldi í hann líkt og fólk sem neitar að eldast og þroskast. Höfundur er hagfræðingur DAS KAPITAL Hagfrœði heimabruggsins „Hvert er eðlilegt verðhlutfall á milli landa og eðalvíns tilþess aðfólk kaupi frekar vímuna hjá Höskuldi Jónssyni en hjá „Þorkatli mána“ á Mánagötu?“ Maðurinn er ekki alltaf ánægður með ríkjandi ástand. Einnig vilja menn tímabund- inn flótta ffá raunveruleikan- um. Til að breyta ástandinu og til að komast á flótta er al- gengast að maðurinn noti vín. Sagan segir að vínguðinn Bakkus hafi ferðast til borgar- innar Nakos og á leið sinni fundið plöntu eina, sem bar vínber, og Bakkus gaf mönn- um berin og kenndi þeim að gera vin úr þeim. Þegar maðurinn drakk þann vökva, sem berin gáfu, söng hann fyrst eins og fugl, varð síðan herskár og bar- dagafús, en að lokum heimskulegur eins og asni. En ekki urðu menn alltaf eins og asnar. I lækningabók- um var alkóhól að finna í ótal uppskriftum. í einni slíkri stóð: „Brennivín lengir líf, styrkir æsku, bætir meltingu og hrekur þreytu á brott.“ Ekki er að efa að guð hafi líka vitað þetta, því í Gamla testamentinu er að finna boð og kennisetningar guðs, með- al annars á hvern veg skuli hagað neyslu áfengis. Menn skyldu nota vín við hvert tækifæri, en ávallt í hófi og hafa fulla stjórn á sér. En það er sama hvort dreypt er á kampavíni hjá forseta og með fýrirmönnum eða hvort landi er svolgraður undir beru lofti í skítagalla í Austurstræti. Upphaf þessa og endir er víman. Á þvísa landi Islandi tók ríkisvaldið snemma að hafa afskipti af drykkju þegnanna. Þar voru öfgarnar miklar, því í upphafi aldarinnar taldi rík- isvaldið fyrir bestu að koma á algeru banni við áfengis- drykkju. Svar þegnanna við því var tvenns konar: að leita til lækna og fá hjá þeim hundaskammta í samræmi við lækningabækur og hins vegar að brugga sitt eigið vín. Ekki er allt sem skyldi. Rík- isvaldið hefur nefnilega gleymt því að áfengi er skemmtilegt viðfangsefni fýrir hagffæðina. í hagffæðinni er talað um stuðningsvörur og staðgengilsvörur. Stuðning- svörur eru til dæmis romm og kók, því þessar vörur styðja hvor aðra í sölu og heita þá „Cuba libra“ eða „Frjáls Kúba“. Staðgengil- svörur eru hins vegar vörur, sem koma í stað hver annarr- ar, og dæmi um slíkt er áfengi sem boðið er í löglegum vín- búðum ríkissjóðs og landi sá er bruggarinn „Þorkell máni“ á Mánagötunni býður ung- lingum á götum borgarinnar. Ríkisvaldið hefur gleymt þvi, að framleiðsla á áfengi er mjög einfalt efnafræðilegt ferli. Sykri og vatni er breytt í alkóhól með gerli. Alkóhólið er svo eimað ffá vatninu, því suðumark alkóhóls er lægra en suðumark vatns. Því er brugg mjög hentugur heimil- isiðnaður fyrir þá, sem eru vel að sér í efhafræði. Ef sala á landa væri fyrir opnum tjöldum væri hægt að gera fróðlega hagfræðilega rannsókn. Spurningarnar sem leitað væri svara við væru margar, eins og þessar: 1. Hvert er eðlilegt verð- hlutfall á milli landa og eðal- víns til þess að fólk kaupi frekar vímuna hjá Höskuldi Jónssyni en hjá „Þorkatli mána“ á Mánagötu? Þetta má umorða og spyrja hvert er eðlilegt hlutfall milli „verðs og vímu“ í vímugjöfum? 2. Hve háar þurfa sektir að vera til að menn hætti að brugga vegna þess að það borgi sig ekki lengur fýrir „Þorkel mána“ að standa í útistöðum við lögregluyfir- völd? Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði hefur einmitt velt því fyrir sér hvenær afbrot hætta að borga sig. En vandamálin eru fleiri, því staðgengilsvörur áfengis hjá Höskuldi eru fleiri en framleiðsla „Þorkels mána“. Yfir landið flæða ýmis önnur eiturlyf, eins og hass, amfet- amín og kókaín, en þeirra er neytt í stað áfengis. Verð á þessum efhum ræðst meðal annars af opinberri verðlagn- ingu á áfengi hjá Höskuldi. En þá kemur einmitt að þversögninni í áfengismálum ríkissjóðs. Stefna ríkisins í áfengismál- um er þessi: 1. Að selja allt áfengi í versl- unum ríkisins og hafa af því dijúgar skatttekjur. 2. Að draga úr áfengis- neyslu þegnanna til að þeir drekki ekki sér til óbóta. Helst að þeir hætti alveg að drekka. 3. Að halda kokkteilboð fýrir viðskiptavini ríkisvalds- ins á hátíðarstundum. Markmið 1 og 2 ganga í gagnstæðar áttir, en markmið 3 segir: Við kunnum okkur hóf, en lýðurinn kann það ekki. Og mitt í þessum þver- sögnum öllum viðkennir Höskuldur að verðlagning á áfengi sé orðin þannig að hún hvetji beinlínis til samkeppn- isffamleiðslu eins og heima- bruggs. En vandamálið er eftir sem áður það, að áfengi er fíkni- efni og menn verða ávallt háðir fíkniefnum. Sá aðili sem er háðastur fikniefninu áfengi á íslandi er Rikissjóður Is- lands. Höfundar Das Kapital eru frammámenn í viðskipta- og fjár- málalífi, en kjósa að láta nafns ekki getið. PRESSAN I I Á UPPLEID f JÓN KRISTJÁNSSON ALÞINGISMAÐUR 0G RITSTJÓRI Eini maðurinn sem hefur ekki lýst áhuga á að verða ritstjóri Tímans gefur út betra blað en sést hefur mánuðum saman. JÓN BALDVIN HANNI- BALSSON UTANRÍKISRÁDHERRA Kaninn skildi efhr nokkr- ar þotur í dótakassanum hans. BALDUR HERMANNSSON BÆNDABANI Ritskoðun útvarpsráðs er endanleg sönnun þess að hann hitti naglann á höfuð- ið. Á NIÐURLEIÐ I GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON HEILBRIGÐISRÁÐ- HERRA Þrátt fýrir stærstu klúður ársins var ekki vikið að hon- um einu orði í áramóta-s kaupinu. Það er hámark niðurlægingarinnar. HÖRÐUR EINARSSON ÚTGEFANDI Það líður varla á löngu rar til Tíminn verður búinn að sjúga peningana úr fjöl- miðlaveldinu hans. AGNES BRAGADÓTTIR BLAÐAMAÐUR Fékk loksins staðfesta for- síðufféttina ffægu um varn- arliðið ffá helsta sérfræðingi Moggans um vamarmál — Ólafi Ragnari Grímssyni.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.