Pressan


Pressan - 06.01.1994, Qupperneq 16

Pressan - 06.01.1994, Qupperneq 16
16 PRESSAN ÞRIÐJA VÍDDIN Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 — nýjasti stíllinn I París Eftir öll þessi ár virðast menn loks farnir að átta sig á afleiðingum þess að blanda saman mörgum víntegundum. Ekki síst þegar setið er að snæðingi í nokkrar klukkustundir. Þegar best lét hófu menn kvöldið á fordrykk, fengu sér svo hvítvín með forréttinum, rauðvín með að- alréttinum og ífeistuðu þess í lokin að bæta meltinguna með kaffi og líkjör. Á góðu kvöldi, þegar búið var að rífa upp stemmninguna, tók svo enn ein víntegundin við. Nú hefúr tískulið Parísarborgar breytt um stíl og er hætt að sulla í mörgum tegundum með mat. Ein tegund með öllum réttum er það sem gildir. Það er einkum kampavínið sem þetta unga fólk á uppleið hefur valið sér að sötra yfir borðum. Þó eru allar tegundir leyfilegar, svo framarlega sem það er ein í einu. Að sögn Guðvarðar Gíslasonar, veitingamanns á Hótel Loffleiðum, sem ný- kominn er ffá París, var það einmitt þetta sem hann upplifði þótt hann teldi það ekki alveg nýtt af nálinni. Lét hann nokkuð vel af því að drekka kampavín jafht í fordrykk sem með kökunum í eftirrétt. Þetta væri í senn töff og glæsi- legt. Ekki sagðist hann þó vita til þess að íslendingar hefðu tileinkað sér þenn- an nýja sið, en þess væri þó sjálfsagt ekki langt að bíða. Loks má geta þess að fólk verður oftar en ekki bráðskemmtilegt af kampavíni (ekki síst daginn eftir)! Það er eitthvað við sjóbissníss sem gerir menn svona útlít- a n d i . Guðni H. Guðna- s o n , meintur bardaga- listamað- ur, kann öðrum bet- ur að setja á svið leikrit í I kringum sjálfan sig | og Stefáni Jóni Haf- I stein hefur líka tekist I að gera alþýðufígúru I úr sjálfum sér. Hann I er þó öllu svipléttari j en Guðni, enda þarf J hann minna fyrir I þessu að hafa. I_______________________I ÓPERA Penustu frúr örguðu og görguðu ÉVGENÍ ÓNEGÍN ópera eftir Tsjajkovskí byggð á skáldsögu í ljóðum eftir Púshkín Söngvarar: Bergþór Pálsson, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Ing- veldur Ýr Jónsdóttir, Guðjón Óskarsson, Sieglinde Kah- mann, Hrönn Hafliðadóttir, Sigurður Björnsson, Bjarni Thor Kristinsson, Sigurður Sævarsson, Sigurjón Jóhann- esson og fleiri. Kór Islensku óperunnar Hljómsveit Islensku óper- unnar Hljómsveitarstjóri: Robin Stapleton Leikstjóri: John Copley, ásamt Laurie Feldman Kórstjóri: Garðar Cortes Búningar: Michael Stennet Leikmynd: Robin Don Þýðandi: Þorsteinn Gylfason ★★★ I leikskránni að óperunni Évgení Ónegín segir að verkið hafi verið fært upp í Péturs- borg árið 1884 við mikinn fögnuð. Það er ekki allskostar rétt. Ég á nefnilega í fórum mínum ritdóm eftir rússneska tónskáldið og gagnrýnandann César Cui einmitt um þetta tækifæri. Þar segir hann meðal annars: „Forleikurinn að óperunni Évgení Ónegín byrj- ar á vesælu snökti og þetta kvein heldur áfram í formi dúetts. Aría Lenskís í einvígis- atriðinu er ekkert annað en fyrirlitlegt væl og einvígið sjálft er hlægilegt, því andstæðing- arnir voru bestu vinir kvöldið áður. Sem ópera er Évgení Ónegín vansköpuð og mistök frá upphafi til enda.“ (César Cui, Nedelya, Pét- ursborg, 5. nóvember 1884.) Síðan þessi orð voru skrifúð hefur mikið vatn runnið til sjávar. Nú, rúmlega hundrað árum síðar, er þessi sama ópera ein ástsælasta og mest flutta óperan í Rússlandi. I Evrópu og Bandaríkjunum verður hún líka stöðugt vin- sælli, enda var Tsjajkovskí einn af höfuðsnillingum sí- gildrar, rómantískrar tónlistar. Víst er þó, að þessi ópera er raunaleg, eins og reyndar svo margar aðrar. I stuttu máli fjallar hún um systurnar Olgu og Tatjönu, en Olga er heit- bundin manni að nafni Lenskí. Einn daginn kemur Lenskí í heimsókn og kynnir fyrir þeim systrum vin sinn Evgení Ónegín. Tatjana, sem er hinn vænsti kvenkostur, verður ástfangin af Ónegín og skrifar honum fljótlega ástar- bréf. Ónegín vill samt ekkert með hana hafa, enda er hann reigður monthani og ein- göngu upptekinn af sjálfum sér. Síðar er haldinn dansleik- ur og þar fer Ónegín að daðra við Olgu, unnustu Lenskís. Lenskí bregst ókvæða við og skorar Ónegín á hólm. Einvíg- ið fer fram á tilskildum tíma og Lenskí lætur lífið. Þá líða nokkur ár og allan þann tíma er Ónegín kvalinn af sam- viskubiti, sem er ekkert skrýt- ið. Fyrir tilviljun hittast Tatj- ana og Ónegín síðan aftur, en þegar hér er komið sögu er hún orðin virðuleg furstafrú. Ónegín áttar sig þá á að hann er ástfanginn af Tatjönu þegar öllu er á botninn hvolft og hún reyndar enn af honum. En nú er bara allt unnið fýrir gýg, því fúrstafrúin er settleg mey og vill vera trú eigin- manni sínum furstanum, hvað svo sem tautar og raular. Óperan Évgení Ónegín er því verk um mannlegt eðli og hefur Tsjajkovskí þótt takast einkar vel að lýsa í tónlist sinni allskonar tilfmningum. Hvert einasta orð í textanum er túlk- að í tónum og notaði tón- skáldið til þess allskonar að- ferðir. Hann beitir hljómsveit- inni óspart og býr til ótal lit- brigði með ólíkum hljóðfær- um. Einnig er mikið um hraðabreytingar, þó aðallega í öðrum og þriðja þætti verks- ins. Hraðabreytingar undir- strika síbreytileik tilfinninga- flæðisins með eldrauðu pennastriki. Þarafleiðandi er þessi ópera ákaflega vandmeð- farin í flutningi. Hraðabreyt- ingarnar verða að vera eðlileg- ar og verður hljómsveitar- stjórinn að geta sett sig inn í litblæ hverrar hendingar. Hann verður að gæta sín í fyrsta þættinum — þar sem tónlistin er svo til öll fremur hæg — svo spennan lyppist ekki niður í tóma lognmollu. Ennfremur verður hann að geta búið til storma og fárviðri þegar minnst varir en líka ver- ið blíður inn á milli. Einföld- ustu atriði eru mikilvæg og skiptir þar jafnvægi í styrk á miÚi hljómsveitar og söngvara miklu máli. I samtali og fersöng Ta- tjönu, Olgu, Lenskís og Öneg- íns þar sem Tatjana syngur „Hulunni er svipt ffá sjón og viti, ég sé, ég veit að þetta er hann, nú dreymir mig í dags- ins gliti og dökkva nætur þennan mann...“ o.s.frv. heyrist bókstaflega ekkert til hljómsveitarinnar. Strengirnir eiga samt að búa til einskonar hjartslátt, enda er þetta atriði um hinn örlagaríka atburð þegar Ónegín kemur til sög- unnar. Hljóðfærin eru því mikilvæg í þessu atriði, þótt þau eigi í sjálfu sér að leika veikt. Þau mega bara ekki spila of veikt. Reyndar má segja að strengirnir hafi átt slökustu sprettina þá um kvöldið, því stundum voru þeir ekki sam- taka og einstöku sinnum bein- línis falskir. Þetta er samt sparðatíningur, því í heild sinni lék hljómsveitin eins og best verður á kosið, sérstak- lega eftir því sem á leið. Hljómsveitarstjóranum, Ro- bin Stapleton, tókst að galdra fram rétta ástríðufulla and- rúmsloftið; þó hefði hann mátt hafa fýrsta þáttinn ögn hraðari. Eins og ég nefhdi áð- an er mikil hætta á að sá þátt- „Bergþór Pálsson var stórfínn Ónegín, hann hefur mikla og hljómfagra rödd og hefurþar að auki rétta útlitið í hlutverk kvennabósans. Að öðrum ólöstuðum verður samt sérstaklega að getaframmi- stöðu Gunnars Guðbjörnssonar, sem var í hlutverki Lenskís. Hann var hreinlega ALGERTÆÐir ur verði langdreginn. Mér fannst Stapleton einmitt detta í þá gryfju, enda gat ég ekki betur séð en stöku hræður væru geispandi ffam að fýrsta hléi. Á hinn bóginn hefur leik- stjórunum John Copley og Laurie Feldman tekist vel upp, því leikur söngvaranna var ákaflega sannfærandi og eðli- legur. I svona ástríðufullu verki er auðvitað hætta á að söngvararnir verði tilgerðar- legir, en svo var ekki hér. Sam- vinna hljómsveitarstjórans og leikstjóranna hefur heppnast alveg ágætlega. Söngurinn var prýðilegur, hvergi falskur tónn, og þessar mörgu raddir blönduðust allt að því óaðfinnanlega. Kórinn á einmitt mikið lof skilið fýrir frammistöðu sína. Ólöf Kol- brún stóð sig glæsilega í hlut- verki Tatjönu og sömuleiðis Ingveldur Ýr í hlutverki Olgu. Bergþór Pálsson var stórfínn Ónegín, hann hefur mikla og hljómfagra rödd og hefúr þar að auki rétta útlitið í hlutverk kvennabósans. Að öðrum ólöstuðum verður samt sér- staklega að geta ffammistöðu Gunnars Guðbjörnssonar í hlutverki Lenskís. Hann var hreinlega ALGERT ÆÐI! Hann söng svo ótrúlega vel, að þakið ætlaði bókstaflega að rifna af húsinu þegar hann hneigði sig að sýningu lokinni. Hinar penustu ffúr örguðu og görguðu og klöppuðu við- stöðulaust, enda átti hann það svo sannarlega skilið. Sviðsmyndin var ósköp flöt. Stóran hluta sýningarinnar mátti sjá hálfvesældarlega mynd af nokkurs konar skógi trónandi í bakgrunni. Hann var baðaður í náfölu ljósi og minnti helst á landslag eftir gereyðingu. Einhvern veginn vantaði þriðju víddina í um- hverfið og hefði auðveldlega mátt skapa meiri dýpt með hugmyndaríkari notkun lita og skugga. Búningarnir voru fjarskalega látlausir og í stíln- um sem var ríkjandi í Rúss- landi á þeim tíma sem óperan á að gerast. Eins og sjá má af ofan- skráðu er heildarmyndin nokkuð góð. Þorsteinn Gylfa- son hefúr unnið stórvirki með þýðingu sinni og ætti í sjálfú sér skilið sérstakan ritdóm. Það er því hiklaust hægt að mæla með þessari sýningu og ég vona að sem flestir fari að sjá hana.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.