Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 19

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 19
Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 LIFIÐ EFTIR VINNU PRBSSAN 19 BÖLL • Amma Lú: Bogomil Font, Ragnhildur Gísladóttir og Milljónamæringamir verða öll saman að skejnmta á föstudagskvöld. Á laugar- dagskvöldið verður Bogomil hins vegar einn síns liðs. • Bóhem: Eitthvað stórt mun vera í bígerð á laugar- dagskvöldið. Skólaball á föstudagskvöld. • Blúsbarinn: Ingólfsbandið, skipað fjölda hljóðfæraleik- ara, færir sig frá Ingólfskaffi yfir á Blúsbarinn föstudags- og laugardagskvöld. • Cancun: Örkin hans Nóa á laugardagskvöld. • Café Romance: Birgir Tryggvason og hinn ódauð- legi Richard Scobie skemmta á hverju kvöldi framtiMS.janúar. • Feiti dvergurinn: Hljóm- sveitin Sjarmör, sem ku vera helmingur Snigla- bandsins.ætlarað skemmta á föstudags- og laugardagskvöld. • Fjörðurinn: Bara diskó alla helgina, enda pása víð- ast hvar. • FógetJnn: Jón Ingólfsson á föstudagskvöld. Guð- mundur Rúnar trúbador á föstudags- og laugardags- kvöld. Rúnar Þór—einn — á sunnudagskvöld. • Gaukur á Stöng: Bogomil Font sjálfur ásamt Milljóna- mæringunum á fimmtu- dagskvöid. Sú Ellen á föstu- dags- og laugardagskvöld. • Hótel (sland: Bylgjuball með Pláhnetunni og Stefáni Hilmarssyni á föstudags- kvöld. Þolfímikeppni hefst ki. níu á laugardagskvöid og diskótekáeftir. • Hótel Saga: Þorvaldur Halldórsson og Gunnar Tryggvason skemmta á Mímisbar á föstudags- og laugardagskvöld. Dansleik- ur í Súlnasal á laugardags- kvöld þar sem ætJunin er að njóta dreggja nýársfagnað- arins. Þar verður Pops ef að Ifkum lætur. • Hressó: Hljómsveitin Black out með tónteika á þréttándandum. Ólifandi tónlist að öðru leyti alla helgina. • Rauða Ijónið: Híjómsveitin SÍN verður þar um helgina eftir því sem næst verður komið. • Tveir vinin Örkin hans Nóa á fimmtudags- og föstudagskvöld. Vinir Dóra á laugardagskvöld. • Þjóðleikhúskjallarinn: Leikhúsbandið á föstudags- og laugardagskvöld. Lista- klúbburinn á mánudag. Flutt verða frumort Ijóð. SVEITABÖLL • Gjáin, Selfossi: Rask leik- ur bæði á fostudags- og laugardagskvöld. • Sjallinn, Akureyri: Sjalla- kráin og Marmelaði á föstu- dagskvöld. Hljómsveitin Namm á laugardagskvöld. HANN HEFUR HÖND UM TEKID Bandaríski myndlistarmaður- inn Geoffrey Hendricks verður í sviðsljósinu laugar- daginn 8. janúar á Kjarvals- stöðum þegar farandsýningin „Day Into Night" verður opn- uð. Sýningin kemur héðan frá Óðinsvéum en heldur svo áfram til Finnlands, Póllands og Noregs. Geoffrey Hendricks hefur einu sinni áður haldið sýn- ingu hérlendis en það var í Nýlistasafninu 1984. Hann hefur alls haldið um þrjátíu einkasýningar á ferlinum og tekið þátt í fjölmörgum sam- sýningum, gerningum og umhverfislistaverkum og gef- ið út rit, bækur og mynd- bönd. Hann er þekktastur fyr- ir þátttöku sína í FLUXUS- hreyfingunni í Bandaríkjun- um og Evrópu frá miðjum sjötta áratugnum og hefur .síðan verið virkur í þeim fé- lagsskap. „Day Into Night" er yfirlits- sýning á verkum Hendricks frá þeim tíma til dagsins í dag og nær yfir málverk, muni, innsetningar og gerninga. Það er ekki auðvelt að setja verk hans á ákveðna bása, sérstak- lega vegna þess að sjaldan er um skýra einingu að ræða milli listamannsins sem ein- staklings og þegar hann fram- kvæmir gjörninga og innsetn- ingar eða málar myndir. Hann hefur sjálfur sagt að listamenn megi skilgreina jafnt eftir lífi þeirra og þeim listaverkum sem þeir skilja eftir sig. Meginviðfangsefni Hendricks er himinninn, sem hefur heillað hann í hartnær þrjá áratugi. Hann hefur málað skýjamyndir og himinverk á ýmsa hluti svo sem skó og stóla en síðar á hefðbundnari fleti. Háleit og kannski him- nesk sýning sem verðskuldar eftirmiðdagsrölt um sýning- arsal Rjarvalsstaða. Sýningin er opin daglega frá kl. 10-18 og stendúr til 13. febrúar. Heimsborgaraduett Sigtryggur Baldursson, örðu nafni Bogomil Font, er á fullu þessa dagana að reyna að viðhalda fornri frægð á meðan jólafríið stendur yfir, en eins og flestir vita starfar hann sem húsmóðir í Bandaríkjunum um þessar mundir. Hann ætlar um helgina að taka lagið með gömlu félögunum úr Milljónamæringun- um en þegar líða tekur á kvöldið má vænta þess að Tex Borgfjörð stígi á svið- ið og syngi með Bogomil dúett í mambóstíl. Tex Borgfjörð er betur þekkt/ur sem Lundúnabúinn Ragnhildur Gísladóttir, sem er öll að færast í aukana um þessar mundir. í gervi Tex Borgfjörð lítur Ragnhildur út sem karlmaður og er það gervi ekki með öllu ókunnugt, því í áramótaskaupinu birtist hún einmitt í hlutverki þessa mambókóngs, sem hæglega gæti ógnað veldi Bogomils. IWYIUDLIST • Ásgrímssafn: Sýning stendur yfir á vatnslita- myndum eftirÁsgrím Jónsson. Opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. • Café List: Lofgjörð tíu landskunnra listamanna til Brynju X. Vífilsdóttur í tilefni af útkomu jólatölu- blaðs tímaritsins Eintaks. Meðal listamanna eru Helgi Þorgils Friðjónsson, Guðbergur Bergsson, Þorvaldur Þorsteinsson og Páll Guðmundsson. • Gallerí Borg: Sigurbjörn Jónsson sýnir nýjar ol- íumyndir. • Gallerí Listinn: Samsýning tíu listamanna sem allir eru búsettir í Kópavogi. Sýningin, sem er í Hamraborg 20a, er opin daglega frá kl. 13-18 og lýkur 8. janúar. • Gallerí Sævars Karls: Ljósmyndasýning ívars Brynjólfssonar verður opnuð föstudaginn 7. janúar og stendur til 2. febrúar. • Gallerí Úmbra: Fyrsta einkasýning Ingíbjargar Jóhannsdóttur verður opnuð 6. janúar. Hún sýnir ellefu myndir unnar með blandaðri tækni á pappír. • Götugrillið: Jón Garðar Henrýsson sýnir mál- verk unnin með blandaðri tækni.í Borgarkringlunni. • Hafnarborg: Á kaffistofunní sýnir Guðmundur Rúnar Lúðvíksson þrettán myndir unnar með nýrri aðferð sem hann nefnir „Ijósgrafík". Sýningunni lýkur 9. janúar. • Kaffi Sautján: Infernó 5 og Bandormsmennirnir Ómar Stefánsson og Örn Ingólfsson sýna málverk og leðurverk. Sýningin stendur fram yfir áramót. • Kjarvalsstaöir: Þrjár nýjar sýningar verða opnað- ar 8. janúar: Magnús Kjartansson sýnir ný málverk, Finnbogi Pétursson opnar sýningu á hljóðskúlptúr- um og Geoffrey Hendricks FLUXUS-maður sýnir. • Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Sýningin Hug- mynd-Höggmynd, úrvinnustofu Sigurjóns Ólafsson- ar, stendur yfir. • Listhúsið: Jóhann G. Jóhannsson sýnir vatns- litaverk á fyrstu einkasýningu sinni í sjö ár. Sýningin **- var framlengd til 9. janúar. • Mokka: „Kaffi með Kristi". Harla óvenjuleg sýning á krossum af ýmsu tagi fyrir þá sem hafa gleymt raunverulegu inntaki jólanna. Heilagasta kaffihúsa- stemmning ársins er hér. Sýningunni lýkur á þrett- ándanum. • Norræna húsið: Þór Stiefel sýnir andlitsmyndir unnar með vatnslitum í anddyri hússins. Sýningín hefst 8. janúar og stendur yfir E þrjár vikur. • Veitíngahúsið Tilveran: Næsta mánuð sýnír Ása —' Björk á Linnetstíg 1 í Hafnarfirði. • Önnur hæð: Tíu vatnslítamyndir eftir Svavar Guðnason frá sjöunda áratugnum í sýningarsalnum á Laugavegi 37. Opið á miðvikudögum frá 14-18. • Nýlistasafnið: Sýning á verkum Magnúsar Páls- sonar verður opnuð laugardaginn 8. janúar kl. 16 með flutningi nokkurra leikara Þjóðleikhússins á hljóðaljóðum eftir Magnús. Sýningin, sem heitir „Varla...", samanstendur af þremur rjóðrum, smá- hlutum og raddskúlptúrum. Hún stendur til 23. janú- ar. i

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.