Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 25

Pressan - 06.01.1994, Blaðsíða 25
Fimmtudagurinn 6. janúar 1994 VIÐTAL PRESSAN fHEFACE BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR. „Konur eru einhvern veginn betri í að bíða eftir körlunum sínum heima. Það er einhvers konar sjóarauppeldi í þessu; karlarnir fara á sjóinn og þegar þeir koma heim eru konurnar ennþá að bíða. Það er ekki eins einfalt þegar konan fer, ef hún er í svona starfi eins og ég er í.“ finnst mér fólk ekki taka neina sénsa og það pirrar mig. Það vill hafa allt eins. Þegar það nýjasta í popp- heiminum eru gömul lög í nýjum búningi eða að blanda saman djassi og hipp- hoppi eða klassík og pönki kemur fljótt í ljós að það er ekki hægt að halda sér end- anlega á floti þannig. Þetta er nú kannski ekki réttmætt, komandi ífá manneskju sem gerði Gling gló. En við reyndum alla vegana að gera eitthvað nýtt við þau lög og mér finnst allt í lagi að vera með fortíðina á hreinu, en það er bara tæki til að halda áfram — ekki til að festast í.“ ísland er land mitt Verður þú búsett í London ncestu árin? „Ég ætla að sjá til. Sindri er kominn í skóla úti þannig að það væri voðalega sniðugt.“ Þú ert náttúrulega komin með fjölskyldulíf á Bretlandi og mann. „Það kemur aldrei I stað íslands þótt maður verði að láta sér nægja að koma hing- að bara í heimsókn. En það er æðislegt orkuleysi í Lond- on. Maður kemur hingað og er orðinn aktífur eftir tvo daga en á Bretlandi eru allir svo passífir. Fólk er mátulega geðveikt hérna til að halda manni vakandi." Dom hefurgert tvcer endur- hljóðblandanir af smáskífum þínum og starf ykkar er á svo- lítið svipuðum nótum. Hefur það mikið að segja fyrir ykkur að geta starfað á svipaðri línu? „Já, en við erum ekki það svipuð því hann er algjör „house“- fíkill en ég get verið mjög tortryggin á það. Ég kaupi ekki allt þótt það sé house-tónlist á meðan það allt vekur athygli Dom af því hún er tónlistin hans. Ég hlusta á alls konar tónlist heima og ég hugsa að ef hann hefði tækifæri til þess þá myndi hann skjóta Stock- hausen á færi. Við höfum mjög ólíkan tónlistarsmekk. Ég er alltaf að leita að nýrri tónlist sem fullnægir mér og kem yfirleitt heim með eina plötu á viku sem á að breyta lífi mínu. En Dom er löngu búinn að finna þá tónlist sem fullnægir honum.“ Það hlýtur að vera erfitt að samrcema einkalífið starfi sem krefst stöðugra ferðalaga. „Það er rétt, en það er kannski nokkuð sem ég hef lært að gera í gegnum árin. DOM T. „Það er kannski svolítil klisja en flestir plötusnúöar eru ástfangnir af tónlistinni." Ég er búin að ferðast vegna vinnu minnar í tíu ár. Þetta var samt erfiðara með Sykur- molunum því núna ræð ég hvenær ég fer. Núna get ég hagað þessu þannig að það samræmist betur fjölskyldu- lífinu, sem var ekki hægt með Sykurmolunum, því þar voru sex einkalíf. Þetta er samt þannig vinna að það er voðalega erfitt að skipuleggja of mikið, maður verður að spila þetta eftir eyranu. Mað- ur veit aldrei hvað maður gerir í næstu viku.“ Þið Dom hittust í Disney- landi í LA. Óvenjulegur stað- ur til að hitta sinn heittelsk- aða. Tveir útlendingar á far- aldsfœti. „Þetta var á þeim tíma þegar við vorum að hljóð- blanda síðustu Sykurmola- plötuna. Ég var eins og venjulega í einhverri kross- ferð að leita að einhverju sem ég hefði aldrei heyrt áð- ur og var að komast inn í klúbbmenninguna í LA, sem var mjög skapandi og spenn- andi á þeim tíma. Eitt skiptið bauð einn plötusnúðurinn okkur öllum í Disneyland og þar hittumst við Dom.“ Konan betri í að bíöa eftir kariinum Þið Dom voruð í langlínu- sambandi lengi vel, var það ekki? „Jú, ég gæti auðveldlega skrifað bók um svoleiðis sambönd. Það getur verið rosalega erfitt, en við búum saman núna þannig að það er ekki lengur vandamál. Það er nú bara þannig með öll þessi sambönd mín, þar sem ég hef verið að flakka um heiminn í þessi tíu ár. Það getur verið erfitt og ég held að hvað þetta varðar sé þetta eina skiptið sem ég get kvart- að undan því að vera kona. 1 öll hin skiptin sem femínist- arnir eru á bömmer er ég fín og ekki með nein vandamál yfir því að vera kona, því mér finnst það forréttindi að fá að vera kona. En konur eru einhvern veginn betri í að bíða eftir körlunum sínum heima. Það er einhvers konar sjóarauppeldi í þessu, karl- arnir fara á sjóinn og þegar þeir koma heim eru konurn- ar ennþá að bíða. Það er ekki eins einfalt þegar konan fer, ef hún er í svona starfi eins og ég er í.“ Næsta plata, hvencer og hvernig? „Ég hefði gert hana í mars ef þessi plata hefði ekki orðið svona vinsæl.“ Hvernig heldurðu að það gangi að halda íslenskum áhrifum inni í tónlistinni? Það verður vœntanlega erfið- ara á ncestu árum þegar þú ertsvofjarri landinu. „Ég var ofsalega hrædd um þetta þegar ég flutti fýrst, bæði út af skólanum hjá Sindra og tónlistinni. En það er nú þannig að þegar maður er erlendis þá er maður meiri Islendingur en hér heima.^ Það tala allir við mann sem íslending og það er sífellt verið að spyrja mann um harðfiskinn og Esjuna og senda manni hangilæri að heiman. Maður er eins og rauður punktur innan um helling af bláum. Heimþráin er líka svo sterk. Ég á örugg- lega eftir að semja hundrað lög um hana.“ Þorsteinn Högni Gunnarsson in að vera boðið að prófa að sitja fýrir hjá tískuriti á borð við ítalska Vogue. Og jafn- framt að fatta að þetta er ekkert fýrir mig. Maður get- ur ekki daðrað við svona hluti af einhverri alvöru. Mér finnst ffábært þegar leikarar syngja og það væri frábært að fá Örnólf Thorlacius til að gera plötu. Hún yrði örugg- lega frábær en það yrði aldrei kannski með hundrað kjóla og ég mátti velja þrjá. Ég fatt- aði að það að vera módel er eins og að vera leikkona. Þótt fólki finnist starfið vera voðalega heimskulegt þá njóta fyTÍrsætur fyllstu virð- ingar hjá mér. Að geta farið í hvaða gervi sem er og látið það líta vel út er ekkert grín. Þetta eru svo margar ólíkar stemmningar; maður er IX, cover sior ’< toiör> ekki bara sœtar Ijóskur. „Ég á svolítið erfitt með að átta mig á því þar sem ég hef búið á Bretlandi og aðallega fylgst með því þar. En ég væri að ljúga ef ég segði að ég hefði ekki orðið vör við að það væri búið að setja mig I einhvern bás með Kate Moss, þótt ég sé nú alls engin mjóna. Þetta var kannski svolítil aulaheppni hjá mér. Ég hef verið í því síðan á unglingsárunum að raða saman fötum á einhvern hátt sem mér finnst fýndið eða spennandi; að vera í allt of stórum fötum eða allt of lid- um og blanda saman bæði gömlum hlutum og nýjum. Þetta hef ég alltaf gert og ekki þótt neitt sérstakt, en síðan gerðist það á þessu ári að þetta dæmi komst allt í einu í tísku. Það var ekki lengur í tísku að líta út eins og Joan wmssaw Björk í sviðsljósi fjölmiöla: Veitir oft meira en tuttugu viö- töl á dag. meira en daður því hjarta hans er ekH í þessu. Það er eins hjá mér með leiklistina og fyrirsætustarfið. Þegar maður fær svona tækifæri þá segir maður ekki nei því maður er forvitinn, mann langar að prófa einu sinni og sjá hvernig þetta er til að geta bætt einni línu í lífsreynslu- bókina. Að þessu leyti hef ég séð eitthvað nýtt síðan við töluðum saman síðast. En það breytir því elcki að tón- listin er þar sem hjarta mitt er og þá er best að vera bara í því. En ég hef gert marga tískuþætti undanfarið þar sem ég hef mætt í eigin föt- um. Þessir tveir þættir með Vogue og Rolling Stone voru þannig að ég fékk risabunka af fötum sem voru valin fýrir mig og ég átti síðan að velja endanlega úr því. Það var ro- salega erfitt. Þeir komu THE CUROPI <««: Jamiroqu EuropaRs glanour n football rsi !*l<goalST the ..Mijbjro fashion : I ; Croatia 2 ‘ i reports fro» Greta Garbo í einni mynd og í næstu lítill pönkari og í næstu eitthvað annað. Ég er bara svo þrjósk að ég vil bara vera Björk og algjör frekja. Þannig að ég hef ekki það sem þarf til að vera módel.“ Björk súpermódel? En það var mikil ásókn úr tískuheiminum í að fá þig í tökur og sýningar. Svo virðist sem þú hafir fallið algjörlega inn í þá stemmningu sem hef- ur verið á síðasta ári, sem gengur út á að fá fyrirscetur sem hafa sterkan karakter, eru Collins með dragtir og axla- púða. Það er kannski eitt prósent kvenna með hinn fullkomna vöxt en allur hinn vöxturinn er líka fallegur og maður á ekki að reyna að breyta sér með axlapúðum, brjóstahöldurum og háhæl- uðum skóm í eitthvað sem maður er ekki.“ Þú hefur ekki verið mjög bjartsýn á stöðu poppsins í gegnum tíðina. Hefur sú af- staða eitthvað breyst? „Það eru hljómsveitir eins og Underworld sem mér finnst ffábærar en í það heila

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.