Pressan - 20.01.1994, Page 4

Pressan - 20.01.1994, Page 4
Tímamótadómur yfir bruggurum hitti ekki á tímamótamennina sjálfa „Ætla að hengja okkur ö< tll vlðvörunar" - segir Valentínus Baldvinsson, sem var tekinn fyrir að brugga fyrir brúðkaupsveislu sína „Þetta er náttúrulega miklu þyngri dómur en tíðkast hefur og er greinilegt að dæma á okkur öðr- um til viðvörunar,“ sagði Valent- ínus Baldvinsson, einn þriggja manna sem dæmdir voru fyrir bruggun í Héraðsdómi Reykjavík- ur í síðustu viku. Þessi dómar eru stefnumarkandi að því leyti að dómarinn ákvað að nýta refsi- rammann til hins ýtrasta og hlutu þeir allir fangelsisvist fýrir það sem í raun mætti kalla minniháttar bruggun. Hefur PRESSAN heim- ildir fyrir því að verjandi mann- anna og saksóknari hafi verið búnir að komast að samkomulagi um sátt í málinu sem var í stíl við þá meðferð sem þessi mál hafa fengið undanfarið, en dómarinn, Pétur Guðgeirsson héraðsdómari, hafn- að því. Pétur mun hins vegar hafa gefið í skyn að rétt væri að áfrýja málinu til Hæstaréttar til að fá staðfestingu æðsta dómstigsins á þeirri stefhubreytingu sem úr dómunum mætti lesa. Hafa sak- borningamir ákveðið að áfrýja. Þeir Valentinus, Einar Éinars- son og Valur B. Bragason voru samstarfsmenn í þessu máli, enda bæði mægðir og vináttutengsl á milli þeirra, eins og Valentínus orðaði það. Þremenningamir geta tæpast talist neinir englar ef litið er á sakaferil þeirra, en bruggstarf- semi þeirra virðist heldur ekki vera neitt í líkingu við þá iðnaðarstarf- semi sem dómunum er bersýnilega ættlað að höggva á. Þrátt fyrir að lögreglan segi að bruggarar hafi séð sína sæng upp reidda með dómn- um má efast um að hann nái til al- veg réttra manna. Valentínus er sem gefur að skilja ekkert mjög hrifinn af niðurstöð- unni: „Auðvitað emm við ekki kát- ir með þetta, en ekki er útséð um niðurstöðu þar sem þetta mál fer til Hæstaréttar," sagði Valentínus. Hann sagði að í viðræðum við menn hefði hann heyrt þá skoðun að þó að dómskerfið ætlaði að færa þetta úr 50 til 60 þúsund króna sekt í fengelsisdóm þá hefði verið rétt að skilorðsbinda dóminn í upphafi. „Erum fórnarlömb vanda sem lögreglan hefur búið til“ „Menn hafa þá tækifæri til að fá vita að hverju þeir ganga áður en þeir ffemja glæpinn. Þessu má líkja við það að menn taka ekki séns á að fara yfir á rauðu Ijósi ef þeir eiga von á sex mánaða fangelsi en þú gerir það fýrir áttaþúsundkall! Annars er búið að gera þetta að miklu fjölmiðlafári. Það er eins og það sé komið krakk á götuna eða eitthvað þaðan af verra,“ sagði Val- entínus. Sú skoðun kom greinilega ffam hjá honum að lögreglan ætti einnig nokkra sök á því hvemig komið væri með því að magna upp tilbúið ástand í bruggstarfsemi. „Margir — þar á meðal ég — telja að lögreglan hafi búið þennan vanda til, búið til mikið af brugg- urum með því að gefa út yfirlýsing- ar í fjölmiðlum um að menn hafi „Margir — þar á meðal ég — telja að lögreglan hafi búið þennan vanda til, bú- ið til mikið af brugg- urum með því að gefa út yfirlýsingar í fjöl- miðlum.“ hundmð þúsunda króna eða jafn- vel milljónir á mánuði. Þetta æsir auðvitað upp í mönnum í atvinnu- leysinu.“ Eti það getur etiginn þrœtt fyrir að aukning hefur orðið í bruggun og sölustarfsemi henni tengdri? „Jú, það em allir sammála um að þetta er komið út í iðnaðarstarf- semi á ýmsum stöðum. Þetta er vandamál, því er ég alveg sammála. En stundum hengja menn bakara fyrir smið. Við vitum að bærinn er fljótandi í þessu og eðlilegt að menn vilji taka á málinu. Það er hins vegar kjánalega að þessu stað- ið og menn hafa kallað þetta yfir sig, — vilja bjarga sjálfúm sér úr skítnum og ætla að hengja tvo, þtjá öðmm til viðvörunar.“ Valentínus segir að starfsemi sín hafi takmarkast við ffamleiðslu fýr- ir eigin brúðkaupsveislu, eins og kemur ffam í dómnum. Á hann hefúr talist sönnuð ffamleiðsla á um 710 lítmm af gambra og 150 lítrum af sterku áfengi, en ekld sannaðist sala á neinu af því. Fyrir þetta fékk hann fjögurra mánaða fangelsi óskilorðsbundið, upptöku á öllum tækjum og 300.000 króna sekL Einar var enn smærri í snið- um; á hann sannaðist aðeins ffam- leiðsla á 70 lítrum af sterku áfengi. Fyrir það fékk hann um einn og hálfan rnánuð í fangelsi auk þess sem hann hafði rofið skilorð reynslulausnar þannig að fangelsis- vist hans verður sex mánuðir. Val- ur var með 144 lítra af gambra og þrjá og hálfan lítra af sterku áfengi. Fyrir það fékk hann tveggja mán- aða fangelsi og 70 þúsund króna sekt „Dómarinn tók vitlausa menn fýrir, enda var ekki um neina sölu að ræða í okkar tilviki. Hvar em mennimir sem selja unglingum — af hverju em þeir ekki dæmdir? Fyrir viku vom menn með mun stærri mál en við — af hverju vom þeir bara sektaðir?" sagði Valur. Valentínus tók ffam að þeir væm ekki með „pítsusendlaþjón- ustu“ með tilheyrandi boðsíma- kerfi, enda væm þeir ekki þeir tímamótamenn sem út úr dómn- um mætti lesa. „Dómarinn dæmdi ekki eftir sinni sannfæringu eða þekktum reglum, heldur em það almenningur og fjölmiðlar sem sjá um dóminn." Siguröur Már Jónsson Lðgreglan i Keflavfit Atta bruggverksmlðiur gerðar -a nysanu óri. scm er mwvl JjöJgur Iré Hvað finnst Regínu? Um laun bankastjóranna? „Þetta var vel undirbúin leiksýning hjá Davíð Oddssyni og Sverri Hermannssyni í sjónvarpinu. Mér líkaði vel það sem Davíð sagði, en það var ekki gert af hjartans sannfæringu. Sverrir var líka eitt bros, því hann veit að hann verður aldrei látinn fara. Þetta var vel undirbúið leikrit og Davíð og Sverrir eru bestu leikarar sem ísland hefur átt. Sverrir er stórvinur minn, en hann er mikill leikari og það er ekki allt satt sem hann segir. Bankastjórarnir eru allt of miklir einræðisherrar; þeir lána þeim sem þeir vilja og eiga að bera miklu meiri ábyrgð. Þegar þeir lána sama aðila tvisvar án þess að fá peningana inn aftur eiga þeir skilyrðislaust að fara frá. Það eiga sem flestir að hafa sem jöfnust laun, en kannski eiga bankastjórar að hafa eitthvað meiri tekjur. Þessi laun sem þeir hafa eru hins vegar svo óréttlát að það skapar mikinn óróa hjá þjóðinni." YFIRHE Yf Réttur fórnarlamba og aðstandenda enginn Hver er, gagnvart ríldnu, réttur fjölskyldu eða annarra aðstand- enda sem hæglega geta lent í mild- um hremmingum eftír framið af- brot, tU dæmis innbrot, að ekld sé talað um morð eða nauðgun? „Það er því miður ekki um neinn slíkan rétt að ræða. Enginn bóta- réttur eða neitt slíkL“ Eiga fómarlamb eða aðstand- endur þess rétt á lagalegri, sál- fræðilegri eða fjárhagslegri aðstoð fráríkinu? „Ekki er það nú. En hins vegar er uppi umræða um hvort þolendur í kynferðis- og nauðgunarmálum skuli eiga rétt á bótum úr ríkissjóði. Það er auðvitað réttur gagnvart sökunaut, — það er hægt að fara í bótamál gegn brotamanni. Ríkis- saksóknari er aðili sem fer með mál og kostnaður greiðist af ríkinu eða af sökunaut, ef hann er til þess dæmdur og eitthvað er af honum afhafa.“ Ef brotamaður er dæmdur til greiðslu bóta til fómarlambs eða fjölskyldu þess, en er ekki borgun- armaður fyrir henni, er rildnu í einhverju tilfelli skylt að borga brúsann fyrir brotamann? „Nei, það er það ekki. En það er verið að hyggja að þessu í sam- bandi við kynferðisafbrotin." Hver er réttur fómarlambs og fjölskyldu til upplýsinga um með- ferð „eigin máls“ fýrir dómi? „Menn eiga rétt á að fá að vita hvað hefúr orðið um kæru og hvemig máli hefúr lokið.“ Hafa menn rétt á að vita hvenær dómur verður kveðinn upp? „Ja, menn hafa að minnsta kosti rétt á að fa afrit af dómnum, ég skal ekki segja hvort fólk á rétt á að vera viðstatt dómsuppsögu.“ Nú er betrunarvist talin jákvæð — að brotamaður komi betri maður út úr refsivist en þegar hann fer inn. í því augnamiði leggur ríldð út fé til betrunar manninum, svo hann megi njóta skólagöngu og hugsanlega er hon- um hjálpað með atvinnu. Er ríkið að mismuna brotamanni og fóm- arlambi með þessum hætti, að teknu tilliti til lítillar aðstoðar sem það veitir fómarlambi? „Fómarlambið bíður þess nú kannski aldrei bætur hafi það orðið fýrir glæp sem varðar líf þess og heilsu. En ég veit ekki hvort hægt er að tala um mismunun milli brotaþola og afbrotamanns. Hins vegar hefúr staða brotaþola verið mjög til umræðu meðal refsiréttar- fræðinga á Norðurlöndum undan- farin ár, með það í huga að gera hana betri og draga meiri athygli að hlutskipti brotaþola. Við emm nokkuð á eftir í þessari umræðu. En á meðan ekki hefur verið dæmt Móðir stúlku sem var myrt fyrir fáeinum árum kom fram í viðtalsþætti á Stöð 2 í vikunni. Reiði hennar < glæps, vegna ónærgætinna og tillttslausra orða og athafna embættismanna og ekki síst vegna réttleysis þess frammi fyrir dómskerfinu. 4 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.