Pressan - 20.01.1994, Page 12

Pressan - 20.01.1994, Page 12
Geimverur í Brussel 1 K '0S0' BRÉF FRÁ BRUSSEL i 1 MAGNÚS __ A r| ÓLAFSSSOIM ■ Islendingar gera sér sennilega ekki alltaf grein fyrir stærðar- hlutföllunum hér í Brussel. Tökum dæmi úr kolaiðnaðinum: Nýjustu tölur sýna, að styrkir Evr- ópubandalagsins til þessarar at- vinnugreinar nema meira en 400 milljörðum íslenskra króna á ári eða nálægt heildarútgjöldum ís- lenska ríkisins í heil fjögur ár. Þeir hljóta því að vera fjölmargir, sem hafa atvinnu sína af kolanámu- greftri — eða hvað? Nei, reyndar ekki. Þeir eru ekki nema 144.000, sem er nálægt fjöldanum á íslenska vinnumarkaðinum. Einföld deOing gefúr okkur, að meðalstyrkurinn frá Brussel á hvern vinnandi mann í kolagreftri er nálægt 3 milljónum íslenskra króna — skattfrjálsar — og eru þá sölutekjurnar ótaldar. Það þætti ekki slorlegt að reka fýr- irtæki á Islandi á slíkum kjörum. íslendingar gera sér e.t.v. ekki heldur grein fyrir þeim flóknu við- fangsefhum, sem embættismanna- stéttin í Brussel þarf að takast á við. Tökum dæmi frá Evrópuþinginu: Á morgun, föstudaginn 21. janúar, mun þingið fjalla um háalvarlega skýrslu um geimverur, skráningu á þeim og meðhöndlun. Þar er lagt til að komið verði á laggirnar sér- stakri stofnun á Italíu — með fjár- magni ffá Brussel — til að stunda geimverutalningar fýrir Evrópu- bandalagið. Tillagan er vel studd af vönduðum sönnunargögnum og vafalaust verður henni vel tekið. Verði tillagan samþykkt opnast sennilega möguleikar fyrir snjalla íslendinga að beita sér fyrir stofnun öflugs útibús á Snæfellsjökli, því hvar er betra að telja geimverur en þar sem þær boða komu sína — og milljónir munu streyma á nesið ffá kjötkötíunum héðan. Ástæða þess, að ég nefni þessi tvö dæmi um viðfangsefni í Brus- sel, er einföld: Þetta er einmitt það, sem samningurinn um evrópska efnahagssvæðið (EES) fjallar EKKI um. Hann fjallar ekki um, að ís- lenskir skattborgarar taki þátt í umdeilanlegum fjárveitingum til kolaverkefha í Þýskalandi eða til geimverutalningarstöðva á ftalíu. Frelsishugtakið hefur tvær hliðar EES fjallar um allt annað og meira: Samningurinn fjallar urn hvort okkur íslendingum sé leyft, eða ekki, að stunda atvinnu okkar og viðskipti hvar og hvernig sem okkur sýnist, en þó með sann- gjörnum kröfum um heiðarleika og vandaða viðskiptahætti. Með EES er hindrunum rutt í burtu, múrar felldir og landamæri opnuð fyrir fólk, fjármuni, vörur og þjón- ustu. Með EES er verið að gera okkur kleiff að eiga samskipti við aðra Evrópubúa á einfaldan og skýran hátt, og auðga þannig bæði menningar- og viðskiptalíf okkar. Með samningnum komum við einnig til með að auðgast í verald- legum skilningi — um það hefur aldrei verið deilt, enda annað úti- lokað hjá þjóð sem á allt sitt undir erlendum viðskiptum. Meðan sumir hagnast koma hins vegar aðrir til með að tapa þótt heildar- summan sé jákvæð. Hvemig hver og einn fer út úr þessu dæmi er þó lítið hægt að segja um svo skömmu effir að samningurinn tók gildi. Við verðum einfaldlega að bíða og sjá þróunina á næstu misserum. Það ætti að gefa okkur góðan byr, að íslensk fýrirtæki (og samtök þeirra) hafa verið einstaklega iðin við að átta sig á breytingunum, taka þátt í að móta þær og setja sig í stellingar til að notfæra sér þær. Við getum því lagt af stað inn í EES með nokkurri bjartsýni. Samningurinn um EES gefúr okkkur hinar almennu leikreglur. Hann gefur okkur frelsi til að haga málum okkar eftir eigin geðþótta — án stöðugra afskipta misgóðra stjórnvalda. En hugtakið frelsi hef- ur tvær hliðar: Við viljum frelsi fýr- ir okkur sjálf, en á sama tíma vilj- um við ekki að frelsi annarra bitni á okkur. Þess vegna þurfum við ekki aðeins frelsi til að lifa eins og við viljum, heldur einnig kerfi til að vernda þetta ffelsi til að fá að vera í friði fyrir öðrum. Tökum einfalt dæmi: íslenskur iðnaðarmaður, sem hefur leyfi til að starfa í Þýska- landi, hefði lítið við það frelsi að gera ef allir þarlendir starfsbræður hans fengju 500 kr. launauppbót ffá ríkinu fyrir hvem unninn tíma. Slík ríkisafskipti myndu skekkja samkeppnisaðstöðu okkar manns og væm brot á hinum almennu leikreglum um heiðarlega sam- keppni, enda gætu hinir innfæddu notað styrkinn til að undirbjóða fs- lendinginn. Andstaða byggð á misskiln- ingi Til að fylgjast með því að hinar almennu leikreglur séu virtar á EES og að ffelsishugtakinu sé ekki mis- þyrmt hefur verið komið á laggirn- ar sérstakri Eftirlitsstofnun EFTA (ESA). Á þeim bæ hafa menn feng- ið vald í hendurnar til að grípa inn í atburðarás, sem þeir telja að sé ekki í anda ffelsis, sanngimis og góðrar hegðunar. Þetta vald er það óvenjulegt og mikið, að ég tel rétt að menn sperri eyrun þegar nafn ESA ber á góma. í raun skiptir eng- in stofhun erlendis okkur íslend- inga meira máli en einmitt ESA. flún getur bannað eða leyft marg- víslegar aðgerðir bæði einstakra fyrirtækja sem og íslenska ríkisins, telji stofhunin slíka aðgerð í sam- ræmi eða ósamræmi við samning- inn um EES. Komist ESA að þeirri niðurstöðu, að kaup eins fýrirtækis á öðru þrengi um of að ffjálsri samkeppni á viðkomandi markaði getur stofhunin fýrirskipað að kaupin gangi til baka — og þeirri niðurstöðu verður að hlíta. Komist ESA að þeirri niðurstöðu, að vöru- gjald á heimilistæki sé ekki í anda samningsins um EES, þá verður fjárrnálaráðherra að leggja gjaldið niður. Þannig mætti lengi telja. Slíkt erlent vald hefur verið óþekkt á íslandi um langt árabil. Einmitt vegna þessa valds hafa menn sett sig á móti EES. En sú andstaða er þó byggð á alvarlegum misskilningi: Valdinu er ekki beitt til að skerða ffelsi, heldur einmitt hið gagnstæða, til að tryggja ffelsi. Á sama hátt og íslendingar ætlast til þess að þeir séu verndaðir á er- lendri grundu fýrir yfirgangi út- lendinga, þá verðum við að hlíta þeim reglum sem settar hafa verið, m.a. af okkur sjálfúm. Það er gjald- ið, sem við greiðum fýrir ffelsið og verndun þess. Samningurinn um EES fjallar þannig um raunverulegt ffelsi, en ekki óraunverulegar geimverur. ,yÁ morgun, föstudaginn 21. janúar. mun Evrópuþingið fjalla um háal- varlega skýrslu um geimverur, skráningu á þeim og meðhöndlun. Þar er lagt til að komið verði á laggirnar sérstakri stofnun á Ítalíu — meðfjármagni frá Brussel — til að stunda geimverutalningar fyrir Evrópubandalagið. “ s Oðaverðbólga í skákveröld S K Á K ILLUGI JÖKULSSON Skákstig eru farin að skipta æ meira máli í skákheiminum og þarf ekki að fara um það mörgum orð- um. Með mikilli fjölgun skákiðk- enda í veröldinni undanfarinn ára- tug hefur sterkum skákmönnum líka fjölgað mikið og orðið hefur vart eins konar verðbólgu í stigaút- reikningnum sem margir hafa áhyggjur af. Sú var tíðin að ungir og upprennandi skákmenn áttu sér ekkert æðra takmark, utan það að verða heimsmeistari, en að ná 2.600 stigum en þar með taldist viðkomandi skákmaður kominn í flokk hinna allra bestu, „ofurstór- meistarar“ voru þeir gjarnan kall- aðir sem höfðu að jafnaði 2.600 stig eða fleiri. 2.700 stig hafði enginn nema í besta falli heimsmeistarinn og stigamet Fischers, 2.785, virtist óínáanlegt. Nú er hins vegar svo komið að Garrí Kasparov heims- meistari hefur hæst náð 2.815 stig- urn, Karpov hefur hæst komist í 2.760 (í júlí á síðasta ári) og á stiga- listanum sem gefinn var út um ára- mótin eru, auk Kasparovs, fimm skákmenn með 2.700 stig eða meira — Karpov 2.740, Anand 2.715, ívantjúk og Kramnik 2.710, Sjírov 2.705. Auk þeirra náði Gelf- and 2.700 stigum fýrir fáeinum misserum og Kamsky er aðeins feti ffá marki; hann hefur nú 2.695 stig. Fyrir tíu árum voru sautján skák- menn með 2.600 stig eða fleiri. Fyr- ir þremur og hálfu ári voru þeir 32. Nú eruþeir56. Höfundur skákstigakerfisins var Arpad Elo, ungverskur stærðffæð- ingur sem bjó í Bandaríkjunum. Hann lést fýrir skömmu og alveg ffam í rauðan dauðann varði hann kerfi sitt með kjaffi og klóm; hélt því sem sé ffam að í sjálffi reikn- ingsaðferðinni væri engin innbyggð „verðbólga“ — skýringin á geysi- legri fjölgun stigahárra skákmanna lægi einfaldlega í fjölgun skák- manna almennt og aukinni skák- iðkun. Strax og stigaháum skák- mönnum fjölgar að ráði draga þeir aðra skákmenn á eftir sér upp stigalistann af því þá er um fleiri stig að keppa, mót þeirra stiga- hæstu verða öflugri (tölulega séð, a.m.k.) og góður árangur tryggir mikla hækkun. Þá hefur hrun Sov- étríkjanna haft áhrif á Elo-skák- stigalistann eins og annað í heimi hér. Meðan aðeins fáum útvöldum skákmeisturum þar eystra var leyft að keppa á alþjóðlegum mótum voru heilir herskarar geysisterkra skákmanna stígalágir eða stigalaus- ir en strax og þeir fengu tækifæri til að tefla að ráði æddu þeir upp skákstigalistann. Af þeim 56 skák- mönnum sem hafa meira en 2.600 stig er 31 upprunninn í Sovétríkj- unum. Skák-stigin eru reiknuð út sam- kvæmt forsendum og formúlu sem Elo gaf sér eftir að hafa fýlgst með skákmótum í nokkra áratugi. Þau byggjast á þeim einfalda grunni að standi tiltekinn skákmaður sig bet- ur en ætla mætti, samkvæmt með- alstigum andstæðinganna, þá hækkar hann á stigum en lækkar ella. Elo bjó til töflu sem sýnir við hverju má búast; skákmaður sem hefur 20 stigum minna en meðal- stig andstæðinganna á að fá 47% vinninga gegn þeim en sá sem hef- ur 20 stigum meira 53%; ef 50 stig- um munar eru prósentutölurnar 43 og 57 og síðan koll af kolli. Ef 70 stigum munar eru prósenturnar 40 og 60; ef munurinn er 100 stig 35% og 65%. 150 stiga munur þýðir að sá stigalági þarf ekki nema 30% vinninga til að halda skákstigum sínum en sá stigahái á sama hátt 70% - annars glatar hann stigum. Ef 200 stigum munar er um að ræða 24% og 76%. Þetta skýrir hvers vegna mjög stigaháir skákmenn eru tregir til að tefla á mótum sem eru ff emur veik. Ef Garry Kasparov tefldi til dæmis við tíu sterkustu skákmenn íslend- inga (sem hafa að meðtaltali 2.497,5 stig) munar 302,5 stigi á honum og Islendingunum. Sam- kvæmt töflu Elos á Kasparov að hljóta 85% vinninga gegn svo „veikum“ andstæðingum. Hann má gera þrjú jafntefli en ef hann missir niður fleiri vinninga fer hann að tapa stígum. Ef við gerum nú ráð fýrir að fjórir íslenskir skák- menn næðu jöfnu gegn heims- meistaranum og einum tækist að sigra hann fengi Kasparov aðeins 70% vinningshlutfall, eða sjö vinn- inga. Hann átti samkvæmt töflu El- os að fá 8,5 vinninga (85%) og nú er raunverulega vinningatalan dregin ffá þeirri áætíuðu og síðan margfaldað með 10 — svona: 8,5 - 7,0 = 1,5 *10 = 15. Kasparov hefúr tapað 15 stigum á viðureigninni. Athugið að í þessu dæmi skiptir engu máli hvort Kasparov tapaði fýrir stigahæsta íslendingnum (Jó- hanni Hjartarsyni með 2.595 stig) eða þeim stigalægsta (Helga Áss Grétarssyni með 2.390). Það eru heildarárangur og meðalstig sem gilda, ekki úrslit í einstökum skák- um. Mjög gróf þumalputtaregla hljóðar raunar svo að hver hálfur vinningur sem er umffam (eða vantar upp á) áætíaðan árangur þýði 5 stíg í plús eða mínus, hversu margar skákir sem tefldar eru á til- teknu móti. Garry Kasparov gæti leyft sér að gera jafntefli við þrjá af tíu stiga hæstu skákmönnum íslands. Síðan færi hann að tapa stigum í stórum stíl. 12 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.