Pressan - 20.01.1994, Síða 16
Hannes Holmsteinn á fundi með götubörnum í Ríó: „Ég sé að þið eigið bágt, en ef þið
lesið betri hagfræðibækur mun hagur ykkar batna til lengri tíma litið," sagði Hann-
es meðal annars á fundinum.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson kannar lífskjör götu-
barna í Ríó
„Athyglisvert hve
margir hafa það
skítt“
Rio de Janeiro, 19. janúar.
Dr. Hannes Hólmsteinn Giss-
urarson lektor hefur undanfar-
dvalið í borginni Rio de Ja-
neiro í Brasilíu til að kanna hag
götubarna þar.
„Þetta er auðvitað gamla sag-
an um framboð og eftirspurn.
Framboð á götubörnum í Ríó er
einfaldlega of mikið til að verð-
ið á þeim geti hækkað,“ sagði
Hannes á fundi með þarlendum
hagfræðingum.
I samtali við blaðamann
GULU PRESSUNNAR kom hins
vegar fram að Hannes undrað-
ist hve skítt hörnin höfðu það.
„Ég heiði skilið ástandið ef
börnin væru í Rússlandi, þá
gæti maður einfaldlega kennt
kommúnismanum um. Þarna
eru hlutirnir flóknari. Svona til
að lina þjáningarnar reyndi ég
að kenna þeim nýjustu styrkja-
fræðina, en ég er hræddur um
að það dugi skammt,“ sagði
doktorinn.
Þessi kona greip í
tómt á bílskúrstom-
bólu Hreins Lottsson-
ar. „Það eru bara
námsbækurnar hans
eftir og ég þarf lítið á
þeim að halda," sagði
Jóhanna Jónsdóttir.
Örtröð fyrir framan heimili Hreins Loftssonar hrl.
Var með bílskúrstombólu
um helgina
Reykjavík, 19. janúar.
„Mér er sama hvað hann sel-
ur, ég vil kaupa það,“ öskraði
fimmtugur heildsali upp úr ör-
tröðinni sem skapaðist við
Jjeimili Hreins Loilssonar
hæstaréttariögmanns um helg-
ina þegar hann hélt bílskúrs-
tombólu heima hjá sér.
„Það var rnjög ánægjulegt að
greina viðbrögð fólks og það
eina sem ég sakna var að sjá
ekki Halla í Andra. Ég heiði
gjarnan viljað selja honum ým-
islegt úr minni eigu,“ sagði
Hreinn.
Skoðanakönnun GP meðal bankastarfsmanna
Langflestir sakna
- hafa ekkert að gera a vaxtabótadögum
Sverrir Hermannsson tekur við launaávísun sinni. „Há laun eru böl."
Bankastjórarnir reyndust vera á bankastjóralaunum
„Tek nauðugur þátt
í þessum hildarleik“
- segir Sverrir Hermannsson bankastjóri
Reykjavík, 19. janúar.
„Ég segi það sannast að þessi
háu laun eru ekkert nema böl.
Ég yrði þeirri slund fegnastur
sem þau væru frá okkur tekin,
enda tek ég nauðugur þátt í
þessum hildarleik," sagði
Sverrir Hermannsson banka-
stjóri, en nú hefur komið í ljós
að bankastjórar landsins eru á
bankastjóralaunum. Þessi
könnun sýnir, svo ekki verður
um villst, að laun greidd
bankastjórum hafa runnið til
þeirra í raun og veru en ekki
annað.
„Laun bankastjóra virðast
hafa tilhneigingu til að hækka
eftir því sem bankarnir tapa
meiru. Það væri vissulega gam-
an ef þetta ætti við um laun
okkar ráðherranna,“ sagði Sig-
hvatur Björgvinsson viðskipta-
málaráðherra.
Eyþór að þvo nágrannakonunni, Sesselju.
Náungakærleikur fyrirfinnst enn hér á landi
Hjálpsamur
náungi þvær
nágrannakonu
sinni
„Það er gott til þess að vita að
Henimi Gunn er ekki búinn að
drepa allan náungakærleik hér
á landi,“ sagði Guttormur Em-
ilsson, íbúi í Engihjalla, en
hann sagði fréttaritara GULU
PRESSUNNAR frá hjálpsömum
nágranna. Svo virðist sem Ey-
þór Andrésson, nágranni Gutt-
orms, taki að sér að þvo konu
hans, Sesselju.
„Nei, nei, það er ekkert að
henni en hún liefur alla tíð ver-
ið nokkuð sérhlífin," sagði
Guttormur. „Mér finnst bara
gaman að þessu sagði,“ Eyþór.
16 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994