Pressan - 20.01.1994, Síða 17

Pressan - 20.01.1994, Síða 17
Arthur Morthens er fulltrúi Birtingararms Alþýðu- bandalagsins á sameiginleg- um lista minnihlutans íyrir borgar- stjórnarkosningamar í vor og skip- ar vaentanlega fimmta sæti listans. Ekki eru þó allir á því að svo verði, hvorki innan flokksins né í röðum annarra flokka sem standa að list- anum. Þannig mun Guðrún Ág- ústsdóttir, sem væntanlega skipar annað sæti listans, ekki hrifin af hugmyndinni og vill ekki sam- þykkja „eignarrétt" Birtingar- manna á því. Er nú farið að ræða hugsanlegt prófkjör þar sem reynt yrði að fella Arthúr af lista Alþýðu- bandalagsins. Þá fer gamalkunnur slagur af stað, því Birtingarmenn hyggjast þá bjóða ffam gegn Guð- rúnu og munu ekki sætta sig við eiginmann hennar, Svavar Gests- son, fyrir næstu þingkosningar. Vegna andstöðunnar við Arthur, ekki síst í öðrum flokkum, hefúr óformlega verið rætt að setja Kjart- an Valgarðsson, formann Birting- ar, í firnmta sætið. Ef af yrði gæti svo farið að bræður sætu saman í borgarstjóm á næsta kjörtímabili, því Bolli Valgarðsson hefur boðið sig fram í níunda sætið fýrir hönd Alþýðuflokksins... Inýjasta hefti' Sportveiðiblaðsins er viðtal við Össur Skarphéð- insson umhverfisráðherra, þar sem hann ræðir um þá ákvörðun sína að stytta rjúpnaveiðitímabilið fýrir skotveiðimönnum. Veiði- menn sækja að sjálfsögðu fast að ráðherranum, sem lætur hvergi bil- bug á sér finna. f viðtalinu gefur ráðherrann þvert á móti til kynna að það komi vel til greina að alfriða rjúpuna um tíma fyrir öllum veið- um. Skotveiðimenn sjálfir hafa haldið því ffam að ffiðun rjúpunn- ar að hluta til þjóni engum tUgangi og þannig svarar ráðherrann fýrir sig, boðar bara alfriðun... Flestir hafa tekið eftir útþenslu þeirra DV-manna Harðar Einarssonar og Sveins R. Eyj- ólfssonar á prentmarkaðinum, en þegar þeir verða búnir að koma Isafoldarprentsmiðjunni fýrir í Hampiðjuhúsinu hafa þeir yfir þremur öflugum prentvélum að ráða. Engin þeirra dugar þó til að prenta DV, sem áffam verður prentað í prentsmiðju Morgun- blaðsins. Þetta telja DV-menn þó enga ffamtíðarlausn og er nokkuð síðan þeir fóru að skoða nýjar prentvélar. Er gert ráð fýrir að inn- an eins til tveggja ára verði keypt vél sem geti prentað DV og henni komið fýrir í Hampiðjuhúsinu, sem þar með yrði helsta prent- smiðja landsins... eir sem fýigjast með prófkjöri sjálfstæðismanna í Hafhar- firði hafa gaman af ffamboði Gissurar Guðmundssonar, rann- sóknarlögregluþjóns og óvinar bruggara númer eitt í Hafharfirði. Þar sem mikið er bruggað í Firðin- um telja menn að atkvæði bruggara geti skipt miklu. Menn eru hins vegar ekki ákveðnir í hvaða af- stöðu þeir taka til Gissurar. Það gæti verið sætt að refsa honum með því að kjósa hann ekki, en klókt að kjósa hann og losna þar með við hann inn í pólitíkina. Bruggarar í Hafharfirði eiga því í senn völina og kvölina... Fleiri mál en Hafskipsmálið dragast á langinn í meðferð skiptaréttar. Nú hefúr Við- ar Már Matthíasson hæstaréttar- lögmaður auglýst skiptafund í þrotabúi vörumarkaðarins Vík- urbæjar á morgun, föstudag. Víkurbær var tekinn til gjald- þrotaskipta hjá skiptaráðanda í Keflavík 2. september árið 1985 eða fýrir nærri átta og hálfu ári. Það hefúr því tekið nokkurn tíma að ljúka skiptum, en ekki er ljóst hver verða afdrif krafha... Vegna mynd- birtingar Rétt er að taka ffam, til að forðast misskilning vegna mynd- birtingar á forsíðu blaðsins í síð- ustu viku, að umrædd mynd var ekki af ævintýramanninum unga sem fféttin fjallaði um. Myndin kom úr myndasafni blaðsins og telji einhverjir sig hafa þekkt við- komandi á myndinni, sem var brengluð með aðstoð tölvu, ber ekki að draga þá ályktun að hann tengist málinu á einn eða neinn hátt. Hundarækt- andinn far- inn frá Mora> stöðum HEILSU NÝBÝLAVEGI24 LINDIN SÍM146460 ••• 0 5 tíma nudd hjá menntuðum nuddurum. 0 10 ttma Ijós ífrábærum Ijósabekkjum. 0 2 mánuðir í líkamsræktfyrir kyrrsetufólk og byrjendur Sérstakur stuÖningur Jyrir þá, sem vilja leggja af 0 Alltpettafyrir kr. 7.7Ö0,-. 0 Kjörorð okkar er vöðvabólga ogstress, bless. Sími 46460 V/ertu með í hópi ÞEIRRA BESTU! Vegna fféttar í síðasta blaði um kæru á hendur hundarækt- anda vilja húsráðendur á Mora- stöðum í Kjós taka ffam að um- rædd kona tengist þeim ekki og sé ekki heimilisföst á Morastöð- um. Hún hafi haft þar skamma viðdvöl, en sé nú flutt í Garðabæ með starfsemi sína. Frá upphafi hafa veröbréfasjóöir í umsjón Kaupþings hf. ávallt veriö í hópi bestu ávöxtunarleiöa á fjármagnsmarkaönum. Einingabréfin og Skammtímabréfin er hœgt aö innleysa hvenœr sem er. Til þess aö losna viö kostnaö* þarf aö tilkynna innlausn á Einingabréfum 1, 2 og 3 meö 2ja mánaöa fyrirvara. Skammtímabréfin eru laus án * SPARISJÓDIRNIR ^BÚNADARBANKINN Hlín ekki leikhússtjóri Vegna smáfféttar í síðustu PRESSU vill Viðar Eggertsson, leikhússtjóri á Akureyri, koma því á ffamfæri að Hlín Agnars- dóttir sé ekki leikhússtjóri heldur „fulltrúi leikhússtjóra" meðan Viðar sinnir leikstjóraverkefni í Þjóðleikhúsinu. Viðar er beðinn velvirðingar á þessum mistökum — það var ekki ætlunin að ræna hann titlinum. kostnaöar eftir 30 daga frá kaupdegi. Einingabréf henta vel í reglulegan sparnaö. Bréfin fást hjá eftirtöldum aöilum: Kaupþingi hf., Kaupþingi Noröurlands hf., Sparisjóöunum og Búnaöarbanka Islands. * Mismunur á kaup- og sölugengi. KAUPÞING HF Löggilt verbbréfafyrirtœki Kringlunni 5, st'mi 689080 l eigu Húnaöarbanka ístands og spari.ydðanua *?-V ■ AMTÍÐARÖRYGGI í FJÁRMÁLUM.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.