Pressan


Pressan - 20.01.1994, Qupperneq 26

Pressan - 20.01.1994, Qupperneq 26
Hlj óðform FIIMNBOGI PÉTURSSON KJARVALSSTÖÐUM í stuttu máli: Finnboga tekst enn á ný vel upp með flottu hljóð- verki þar sem formið fær að hljóma. Finnbogi Pétursson bætir við enn einu glæsilegu hljóðverki með „Móttöku“, sem er til sýnis og áhlustunar í ganginum milli salanna á Kjarvalsstöðum. Mönnum hefur gefist misvel að sýna á þessum stað í húsinu, en Finnbogi leysir úr þessu á einkar hugvitssamlegan hátt, þannig að það er einna líkast því að gangur- inn hafi verið hannaður með verk Finnboga í huga. Á langveggnum gegnt gluggun- um er fjórtán plaströrum raðað lá- rétt, m.ö.o. sjö rörum raðað hverju ofan á annað og aðskilin með vissu millibili eftir mismunandi hlutföll- um. Útkoman verður tvær raðir af panflautum eða orgelpípum sem snúa hvor að annarri. Við endann á rörunum eru hátalarar sem eru tengdir við forritara. Hljóðgjafinn er stuttbylgjumóttakari sem er leiddur inn í forritarann, hann sendir síðan stutt hljóðmerki til há- talaranna, eftir vissri forskrift. Út úr rörunum berast hljóðpúlsar sem hafa mismunandi tónhæð eftir lengd rörsins. Raðirnar skiptast á um að gefa ffá sér hljóðmunstur sem er tvítekið í hvorri röð um sig. Verk Finnboga eru sett saman úr einföldum þáttum, skipulegri upp- röðun, reglubundnum slætti eða sveiflu og taktfastri tíðni, þar sem saman fara bæði form og hljóð. Inn í þetta reglubundna kerfi inn- leiðir hann gjarnan einhverja ófýr- irsjáanlega óreglu. Það sem hefur gert verk hans sérstök er hvernig honum hefur tekist að gefa hljóði sýnilegt form og nota hljódformið sem myndrænan þátt í uppbygg- ingu verkanna. Á Bórealis-sýning- unni í Listasafni íslands f fyrra var hann með þijá pendúla sem sveifl- uðust misjafnlega hratt; neðan í hverjum pendúl hékk hátalari sem sveiflaðist yfir hljóðnema á gólfinu sem var tengdur í hring við hátal- arann, þannig að í hvert sinn sem hátalarinn var nákvæmlega yfir hljóðnemanum myndaðist „feed- back“ og hátalarinn gaf ffá sér hljóð. Það er einn kostur á þessum verkum að þau eru ekki óþarflega flókin. Finnbogi vinnur með mjög einföld hljóðmerki, hann gengur út ffá grunneiningu hljóðbylgjunnar. Orðið „bylgja“ er ekki bundið við hljóð og þegar við gerum okkur í hugarlund eða útskýrum hugtakið sjáum við fyrir okkur mynd eða form; þetta notfærði Finnbogi sér í verkinu „Hring“ sem var sýnt í Ný- listasafninu 1991, en þar mynduðu hljóðbylgjur vatnsbylgjur. „Sínus- bylgja“, sem er ákveðin tegund af hljóðbylgju, er einnig skilgreind á grafiskan hátt, og svokölluð „kassa- bylgja“, sem Finnbogi hefúr einnig notað, er svo kölluð vegna þess að hún er köntuð. Það er því veruleg ástæða til að taka hið sjónræna eðli hljóðsins alvarlega og Finnboga hefúr með hugviti og verkviti tekist að skapa verk þar sem við sjáum hljóð og heyrum myndir. „Móttaka" er margþættara en rnörg fyrri verka Finnboga — hljóðið sem kemur ffá stuttbylgju- tækinu, munstur forritarans og lengd röranna — það fellur ekki saman í eins augljósa heild og hon- um hefúr áður tekist að skapa. Það jaðrar einnig við að vera nokkurs konar „hljóðfæra-skúlptúr“, sem er pæling sem getur hæglega leitt í aðrar áttir. En öll hönnun og út- færsla á verkinu er flott og ber vitni um agaða og vel ígrundaða vinnu. Sagan flýgur Y N D L I S T GUIMIMAR ÁRIMASOIM MAGIMÚS PÁLSSON NÝLISTASAFNINU í stuttu máli: Góð sýning þar sem hárfínt fegurðarskyn Magnúsar nýtur sín. Magnús Pálsson viðurkenn- ir engin mörk milli list- greina. Þótt vissulega megi kalla hann myndlistarmann hefúr hann verið ötull andstæðing- ur aðskilnaðarstefnu milli mynd- listariðkenda og annarra Iista- manna. Hann hefur unnið talsvert með leikurum, sbr. uppfærslu á „Sprengdri hljóðhimnu" í Þjóð- leikhúsinu 1991, og með hljómlist- armönnum í hljóðverki fyrir út- varp, „Freyfaxa“. Það hefur ein- kennt þau verkefni sem Magnús hefur sett sér að hann hefur notið aðstoðar bæði lærðra og leikra við uppsetningar á verkum sínum. Það sama er upp á teningnum á sýn- ingu Magnúsar í Nýlistasafninu, sem ber heitið „Varla...“. Hún kemur í eðlilegu framhaldi af sýn- ingu sem Magnús hélt fýrir réttu ári í Gallerí einn einn. Þar var nef- tóbaki hrúgað í horn með trúðsleg- um nefjum í kring, en úr hátölur- um bárust raddir sem fluttu texta og ýmis búkhljóð sem Magnús hafði sett saman. Þar hafði hann úrvalshóp leikara sér til fulltingis. Það hljómar undarlega að segja um mann á hans aldri að hann taki ffamförum, en Magnús bætir um betur með hverri sýningu og þessi er ffamúrskarandi. Hún býður upp á margt af því besta sem sérkennir myndlist hans, hárfínt fegurðar- skyn og lúmskt skopskyn. Neftóbak lék stórt hlutverk á síð- ustu sýningu, en á þessari er það sápa og sterka sápulykt leggur um sali Nýlistasafnsins. Magnús hefur I mörg ár safnað notuðum sápum og þessum sápustykkjum, sem eru áreiðanlega fleiri hundruð af ýms- um stærðum og litum, er raðað saman á lágum strigaklæddum borðum til að mynda orð. Á borði í gryfjunni stendur skrifað orðið „Atlantis“, í forsal er nafnið „Djengis Khan“, og í SÚM-salnum eru tvö borð, annað með orðinu „Etán“, sem er nafn á írskri álfa- drottningu, og á hinu stendur „Langbrok“, sbr. Hallgerður lang- brók (en Magnús er þeirrar skoð- unar að „langbrok“ sé rétt stafsetn- ing og þýði ekki síðbuxur, heldur sítt gullið hár). 1 kringum borðin eru staðsettir fjórir hátalarar og úr hverjum um sig kemur rödd. Raddirnar íjórar þylja þulu sem Magnús hefúr sett saman úr ýmsum textum sem tengjast orðunum. Þulan um Atl- antis er fengin úr Ódysseifskviðu og raddirnar söngla seiðandi röddu um horfinn heim og unaðsreit. Við opnunina fluttu leikararnir Arnar Jónsson, Guðrún Stephensen, Jó- hanna Jónas og Jón Stefán Krist- jánsson, undir stjórn Kristbjargar Kjeld, þulurnar og gerðu það af- skaplega vel. Á meðan á sýning- unni stendur er spiluð upptaka. Það er mun áhrifaríkara að hafa leikarana fýrir ffaman sig og hljómburðurinn í safninu er ekki' upp á það besta. Hljóðin í forsaln- um og gryfjunni vilja renna saman. En hljómfallið og stemmningin sem raddirnar skapa skiptir meira máli en upplýsingagildi orðanna. 1 kringum hvert borð, í hverju „rjóðri“, eins og Magnús kallar þau, er verið að segja sögu, á bak við hvert orð um sig liggur saga. Það má jafnvel segja að hvert sápu- stykki búi yfir sögu, hvernig eig- andinn hefur handleikið það og mótað milli handanna og hvemig sápan hefur dreift sér um allan heim með skolvatninu á svipaðan hátt og saga sem sögð er dreifir sér og varðveitist í ýmsum myndum mann ffam af manni öldum sam- an. Flökkueðli sögunnar er undir- strikað með því að á sum sápu- stykkin eru grafin orð eða hend- ingar sem eiga heima í þulu sem tillreyrir öðru orði og öðru ijóðri. Þannig má kannski skilja orðsend- inguna sem Magnús hefúr skilið eftir á súlu í forsalnum: „Sagan flýgur í loftinu og tekur á sig maska.“ „Magnús bœtir um betur með hverri sýningu og þessi er framúrsharandi. “ 6B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 20. JANÚAR 1994

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.