Pressan - 03.03.1994, Qupperneq 7
Rauðakrosshúsið:
„Því miður“
„Þetta er áttatíu ára gamalt hús á þremur hæðum og herbergin eru
uppi á efstu hæðinni, þannig að húsnæðið er þeim annmörkum háð að
því miður getum við ekki tekið á móti slíkum gestum nema í stofu, sem
er á fyrstu hæðinni,“ segir Ólöf Helga Þór, forstöðumaður Rauðakross-
hússins, sem rekur neyðarathvarf fyrir börn og unglinga.
Hvað geriðþið ef unglingur í hjólastól kemur og biður um vist?
„Stiginn upp á loft er það erfiður að það er í raun ekki hægt að bera
manneskju upp í honum, en það er hægt að búa um viðkomandi á
dýnu á gólfi yfir blánóttina í stofji. En það er engin aðstaða og salernið
er allt of lítið. Fatlaðir eða fólk í hjólastól getur ekki dvalið hjá okkur í
langan tíma. Því miður er húsnæðið þeim annmörkum sett.“
Hvaða ráð gefið þið í svona tilvikum?
„Það sem við getum gert í svona tilvikum er að benda viðkomandi
unglingi á félagsmálayfirvöld í viðkomandi bæjarfélagi og á svæðis-
stjóm fatlaðra. Það er það eina sem við getum gert.“
SÖLUBÖRN / FORRÁÐAMENN
NÚ ER RÉTTITÍMINN TIL AÐ SELJA PRESSUNA!
EKKIBARA VEGNA ÞESS AÐ HÆGT ER AÐ HAFA
GOTT UPP ÚR ÞVÍ, HELDUR LÍKA VEGNA ÞESS AÐ:
Hjálpræðisherinn:
„Því miður“
„Því miður er þetta hús það gamalt að hér er ekki aðstaða til að taka á
móti fólki í hjólastól,“ segir Daníel Óskarsson, deildarstjóri Hjálpræð-
ishersins á íslandi.
„Við verðum að taka tillit til þess að þetta er hús frá 1916 og byggt
með háum og mjóum tröppum, þannig að það hentar ekki vel fyrir
hjólastóla, það var byggt áður en það kom til.“
Hvað gerið þið ef stúlka í hjólastól kemur og biður um gistingu?
„í sambandi við gistingu mundum við ekki geta sinnt henni af því að
það eru ekki lyftur í húsinu. Þetta er gamalt hús og þröngt þannig að
það væri ekki forsvaranlegt, hennar vegna. Ég veit ekki hvert ætti að
vísa henni, líklega á Rauðakrosshúsið."
Félagsmálastjóri Garðabæjar:
Rannsakað ofan í
kjölinn
„Ég var að koma af fundi með svæðisstjórninni sem var að ræða
hennar mál rétt einu sinni,“ sagði Sigfús Johnsen, félagsmálastjóri í
Garðabæ, þegar blaðið leitaði til hans.
Getur það staðist að henni sé alls staðar vísaðfrá?
„Nei, þetta er nú ekki svona. Þessi elska á óskaplega bágt, það er eng-
in spuming. Hún er með miklu meiri tilsjón en nokkur annar hér á
Reykjanessvæðinu og hún rekst bara ákaflega illa og hallmæhr heimili
sínu mikið. Það er búið að vinna mjög mikið í hennar málum. Hins
vegar má vel vera rétt að úrlausnaratriði, nákvæmlega fyrir þessa stúlku,
séu ekkert galopin, en ffam að þessu hefur nú þótt eðlilegt að hún væri
heima hjá sér. Þau eiga hér elskulegt og fallegt heimili foreldrar hennar
og hafa sinnt henni ákaflega vel, að því er við teljum. Við höfum gert
allt sem í okkar valdi stendur til að koma henni áfram. Á fundinum áð-
an var ég að knýja á um það hvort hægt væri að taka hana inn á eitt-
hvert sambýli.“
Hvað með ásakanir hennar gagnvart foreldrum sínutn og að neyðarat-
hvörfin taki ekki við henni?
„Þetta er nú það sára sem þessir foreldrar þurfa að horfa upp á. Þetta
er alls ekki rétt að bætumar séu teknar af henni og illa farið með hana
þama heima. Sem betur fer er það alrangt hjá blessaðri stelpunni.“
Hún ergreinilega með talsverða áverka, hverniggetið þið kannað sann-
leiksgildi þess?
„Samband hennar við mig hefur nú verið það beint að hún hlyti að
hafa sagt mér eitthvað um þetta mál. En ég er tilbúinn að láta rannsaka
það alveg niður í kjölinn ef einhverjar dylgjur em um það að pabbi
hennar berji hana. Þá hgg ég ekkert á því.“
Þór Þórarinsson, framkvæmdastjóri Svæðis-
skrifstofu Reykjaness:
Athvörfin verða að
taka við henni lögum
samkvæmt
„I hennar tilviki er verið að reyna með mjög ákveðnum hætti að út-
vega henni þær aðstæður sem hún getur sætt Sig við,“ segir Þór Þórar-
insson, framkvæmdastjóri Svæðisskrifstofu Reykjaness í málefnum fatl-
aðra.
Nú eru á annað hundrað manns á biðlista eftir sambýli fyrir fatlaða.
„Hún býr við mjög erfiðar aðstæður og við horfum á það. Það kallar
á að hún fái forgang, en það em mjög margir sem hafa forgang, því
miður.“
Hún er á götunni og neitar aðfara heim. Neyðarathvörf taka ekki við
henni. Eru til einhver tímabundin neyðarúrrœði?
„Ég get ekki svarað þessu að öðru leyti en því að við emm með
ákveðin úrræði hér, þessa sértæku þjónustu fyrir fatlaða. Við erum
ákveðnum takmörkunum háð. Hins vegar er það lagaskylda þessa al-
menna kerfis að veita fötluðum þjónustu jafnt sem ófötluðum. Ég vil fá
að heyra rökin hjá þessum athvörfum, önnur en að það sé ekki hægt að
lyfta konunni upp úr hjólastólnum og færa stólinn. Þetta liggur í hlut-
arins eðli. í þessu landi gilda lög þar sem fólk á að eiga jafhan rétt til
þjónustu og mér þætti gaman að heyra þessi rök.“
PRESSAN EFNIRTIL
SAMKEPPNII^H
BLAÐBURÐARBÖRNIN FÁ:
♦
POPP OG PEPSÍ ÞEGAR ÞAU SKILA AF SÉR
LEIKTÆKJAKORT EÐA BÍÓMIÐA
FYRIR EINN KVÖRTUNARLAUSAN
UTANLANDSFERÐ FYRIR TVO
PIZZUR
GOS SÆLGÆTIBÍÓMIÐAR
LEIKTÆKJAKORT
ÖLL NY SÖLUBÖRN FÁ:
BLÖÐIN SEND HEIM
HÚFURBOLIPENNA
POPP OG PEPSÍ ALLTAF ÞEGAR
ÞAU SKILA AF SÉR
ÞRJÚ ÞAU SÖLUHÆSTU í MÁNUÐI
FÁPIZZUROG KÓK
FYRIR SÖLU Á 100 BLÖÐUM FÁST
LEIKTÆKJAKORT EÐA BÍÓMIÐAR
RÚSÍNAN í PYLSUENDANUM ER SVO UTANLANDSFERÐ
FYRIR TVO MEÐ ALISIAGUST — TIL LEGOLANDS.
FIMMTUDAGURINN 3. MARS 1994 PRESSAN 7