Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Qupperneq 7

Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Qupperneq 7
vakti afbrýðisemi sem húsmaður í Árnesi í Trékyllis- vík, vitnar Daði Níelsson grái, sem þá var í Steingrímsfirði“. Sagnir, svipaðar þessu, hafa lifað á vörum fólks í Húnaþingi. Þrátt fyrir þetta verður ekki haft fyrir satt, að Erlendur Guðmundsson hafi gerzt banamaður Ólafs Benedikts sonar og strokið síðan úr héraði. Vit- anlega verður ekki fyrir það synjað, að slíkt hafi getað átt sér stað. Það hefði ekki verið neitt einsdæmi. En jafnvel vitnisburður Daða Níelssonar verður léttur á metunum, svo afdrátt arlaus, sem hann er, því að manntal Árnesprestakalls frá árinu 1832 er enn til, og þar getur einskis manns, sem nefnist Guðmundur Erlendsson, hvoi'ki í Árnesi né annars staðar. Að sönnu kynni Daða að hafa misminnt, livaða ár þessi húsmaður var í Ár- nesi. En ekki er hann þar heldur að finna næsta ár á eftir né tvö næstu ár á undan, og ekki bregður fyrir neinum Guðmundi Erlendssyni frá því að Erlendur á Torfalæk hvaif og fram til ársins 1816. Loks er enginn maður, sem svo heitir, skráður þang að kominn árin 1816—1828. Líklegt er því, að hér sé málum blandað. Hinir æruverðugu sagnarit- arar vir'ðast hafa fallið í þá freistni, að vilja helzt hafa það, sem ævintýra- legast var. En skýringar á því, hvaða mynd sagnirnar um Erlend Guð- mundsson tóku á sig í alþýðu munni, kann ef til vill að vera að leita í at- burðum, sem urðu á Torfalæk, hálf- um öðrum áratug eftir hvarf hans: II. Þessu næst er frá þvi að segja, að Guðrún Skúladóttir bjó um skeið ekkja á Torfalæk eftir hvarf Erlends Guðmundssonar, unz til bús með henni réðst Ólafur Ingimundarson, stúdent. Hafði hann lokið prófi í Hólaskóla og verið síðan um alllangt skeið í þjónustu ýmissa fyrirmanna. Gekk hann að eiga Guðrúnu haustið 1809, enda þótt hún væri nálega tutt- ugu árum eldri. Þá var alsiða, að jafn vel ungir menn ynnu það til bús og staðfestu að kvænast öldruðum ekkj- um og þótti hyggindi, en læging eng- in. Aldur'hnignir ekklar giftust aftur á móti iðulega ungum stúlkum með atbeina foreldra, er vildu sjá þeim farborða efnalega. Guðrún Skúladóttir entist allvel. þótt ekki næði hún háum aldri. Hún dó á útmánuðum 1824, og var þá dótt urdóttir hennar og fósturbarn þeirra Ólafs, Guðrún Arnbjörnsdóttir’ frá Ósi, um skeið bústýra hans. Um þessar mundir var séra Hail- ciór Ámundason prestur á Melstað í Miðfirði. Hann var sonur Ámunda Jónssonar í Syðra-Langholti 1 Hruna- mannahreppi, hins nafntogaða smiðs og eins bezta málara sinnar aldar, þess hins sama og vefari var í innrétt ingunum í Reykjavík og forðaði þar manntjóni í stórbruna árið 1764, þeg- ar eldur kom á hvassviðrisnóttu. Séra Halldór var tvíkvæntur og átti margt barna. Meðal dæti'a hans af fyrra hjónabandi var ein, er Ástríður hét, komin hátt á þrítugsaldur og hafði ekki verið manni gefin. Séra Halldór hafði fyrr meir verið sóknarprestur Ólafs á Torfalæk. Nú samdist svo, að Ástríður' gerðist bú- stýra Ólafs. Vera kann, að fleiri ráð- um hafi verið ráðið um framtíð henn- ar, því ^ð Ólafur var dável efnaður og átti halfan Torfalæk, en þá hefur dráttur orðið á efndum. Sýnist svo, sem allt hafi farið skaplega fram á Tor'falæk um sinn og bústýran ekki með öllu varnað Ólafi Ingimundar- syni þess lífsmunaðar, sem hún gat látið í té. En með því, að hann var nú kominn fast að sextugu og tekinn að gerast brjóstveill, sleppti hann hluta jarðarinnar ári síðar en Ástríður kom til hans. Hét sá Ögmundur Ögmunds- son, er þá kom þangað, og kona hans Ástríður Ólafsdóttir, bóndadóttir fr'á Valadal á Vatnsskarði. Næsta ár á eftir fétok gamall vinnumaður Ólafs, Jóhannes Jónsson, einnig nokkur jarð arafnot á Torfalæk, svo að þar var nú þríbýli. Svo var háttað híbýlum, að afþiljað hús, sem kallaðist, var í öðrum enda baðstofunnar, og munu þau Ólafur og ráðslcona hans hafa' hafzt þar við, en pnnað fólk í baðstofu og á lofti yfir henni. Virðast húsakynni hafa verió allgóð á Torfalæk á mælikvarða þeirrar tíðar, en líklega nokkuð þröngsetin, þegar þríbýli var komið þar, þótt vinnufólk væri fátt, ekki sízt þar sem báðir nýju ábúendurnir áttu börn. Ekki er þó annars getið en samkomulag hafi verið þolanlegt. III. Nú víkur sögunni austur í Langa- dal. Ástriður Ólafsdóttir átti bróður, sem Björn hét og hafði alið nálega allan aldur sinn í Húnaþingi frá ell- efu ára aldri, þótt Skagfirðingur væri að uppruna. Hann var á fertugsaldri, kvæntur maður og átti að konu Guð- rúnu Guðmundsdóttur frá Móbergi, náfrænku Erlends þess, er forðum hvarf frá Torfalæk. Bjó hann um skeið í Hvammi í Langadal, en hafði nú flutt bú sitt að Holtastöðum. Björn var burðamaður mikill, skapríkur og óvæginn í -deilum og hafði þá stundum heiftarlega í heit- íngum við andstæðinga sína. En at- höfn fylgdi ekki orðum að sama skapi, og sáttfús var hann eftir á, þótt í odda hefði skorizt. Var hann kallað- ur hrekkjalaus, og jafnaðarlega mun Gömul bæjarhús á Torfalæk í byrjun aldarinnar TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÖ 31

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.