Tíminn Sunnudagsblað - 04.03.1962, Qupperneq 18
FJODGR DOSTÓJEVSKí:
JÓLATRÉ OG
BRÚÐKAUP
Fyiír skömmu sá ég brúðkaups-
vígslu fara fram Nei, annars.
Ég ætla frekar að segja ykkur frá
jólatréi. Brúðkaupið var glæsilegt og
hafði mikil áhrif á mig, en jólatrés-
skemmtunin þó meiri Eg hef
ekki hugmynd um, hvernig það at-
vikaðist, að ég minntist jólatrésins,
þegar ég sá brúðkaupsvígsluna.
Það eru einmitt fimm ár síðan ég
var á barnadansleik, sem haidinn var
á gamlaárskvöldi Gestgjafinn var
þekktur maður í fjármálaheiminum
og hafði sín sambönd, kunningsskap
og aðstöðu, svo að sú hugsun vai'ð
áleitin, að þetta barnaball væri aðeins
yfirskin, tii þess að tækifærið, sem
foreldrar barnanna fengu til þess að
ræða hugðarcfni sin og mikilsvarð-
andi málefni, iiti út sem einber, sak-
laus tilviljun. Ég tilheyrði ekki þessu
fólki og hafði ekki þörf fyrir það og
f-yddi þess vegna kvöldinu mestmegn-
is í einrúmi.
í samkvæminu var annar maður,
sem var — að því er virtist — hvorki
í fjölskyldutengslum eða öðrum
teugslum við samkvæmisfólkið, en .
hafði eins og ég, rekizt inn í þetta
fjölskylduboð. Hann vakti athygli
mina, hár og grannur, fágaður og
glæsilegur. Það var auðséð á honum,
að honum fannst hann ekki eiga
heima í samkvæminu: Þegar hann dró
sig í hlé í eitthvert hornið dó brosið
á vörum hans og hann hnyklaði auga-
brýnnar. Að undanskildum gest-
gjafanum þekkti hann ekki nokkra
sálu. Látbragð hans bar með sér, hve
mjög honum leiddist. Þó bar hann
sig vel og reyndi í síðustu lög að leika
hlutverk hins glaðværa. Seinna komst
ég að raun um. að hann var utan-
bæjarmaður og hafði/ komið til höf-
uðstaðarins i eigin erindagjörðum,
sem voru honum mikilsverðar. Hann
hafði afhent gestgjafanum meðmæli
með sér. Gestgjafinn hafði híns veg-
ar ekki tekið hann undir verndar-
væng sinn en hafði þó fyrir siða sak-
ir boðið honum á barnaballið. Honum
voru ekki boðnir vindlar, það var
ekki spilað við hann og enginn gaf sig
á ta) við hann. Til þess að hafa eitt-
hvað á milli handanna, gekk aum-
ingja maðurinn um gólf allt kvöldið
og strauk á sér vangaskeggið, sem
var vissulega mjög fallegt. En hann
strauk það með svo mikilli ástúð, að
maður fékk ósjálfrátt á tilfinnbig-
una, að fyrst hefði vangaskeggið orð-
ið til og síðan maðurinn til þess að
strjúka það. Fyrir utan þessa mann-
veru, sem með þessum hætti tók þátt
í samkvæmi gestgjafa okkar, þar sem
fimm fönguleg börn voru höfuðprýð-
in, veitti ég athygli öðrum herra-
manni, sem var gjörólíkur hinum
fyrmefnda. Það var hefðarmaður og
nafn hans var Júlían Mastakovitsj.
Það lá í augum uppi, að hann var
heiðursgestur og hafði sömu aðstöðu
gagnvart gestgjafanum og gestgjaf-
inn gagnvart manninum, sem gekk
um og strauk vangaskeggið. Gest-
gjafinn og kona hans umföðmuðu
hann ástúð og umhyggju, buðu hon-
um drykkjarföng, slógu honum gull-
hamra, hjöluðu við hann og kynntu
auðmjúklega gestina fyrir honum, en
sjálfur var hann ekki kynntur fyrir
neinum. — Ég tók eftir, að það kom
tárblik í augu gestgjafans, þegar Júlí-
an Mastakovitsj lýsti því yfir, að hann
hefði aldrei eytt tima sínum með jafn
skemmtilegum hætti. Mér fannst ná-
vist þessa manns þvinga mig, og þeg-
ar ég hafði horft nægju mína á börnin
gekk ég inn í lítinn garðskála, sem
var mannlaus, og kom mér fyrir í
vetrargarði húsmóðurinnar, sem náði
yfir nær helniing skálans.
Börnin höfðu verið furðulega eðli-
leg og ærslafengin, þrátt fyrir allar
áminningar kennslukvenna og mæðra,
og alls ekki gert sér far um að líkj-
ast fullorðna fólkinu. A augabragði
hafði þeim tekizt að hrifsa allt sæl-
gæti úr pokunum á jólatrénu og þeg-
ar unnizt tími til þess að eyðileggja
helminginn af leikföngunum, meira
að segja áður en þau vissu hver átti
að fá hvað. Sérstaklega hreifst ég af
hrokkinhærðun dreng, sem sífellt
miðaði Ieikbyssunni sinni á mig og
hótaði að skjóta mig.
Mesta og almenna aðdáun vakti þó
systir hans, lítil stúlka, tíu eða eílefu
ára gömul. Hún var fíngerð og ynd-
isleg eins og ástarengill, föl, og svip-
urinn hljóður og hugsandi, augun til-
finningarík og dálítið útstæð. Börnin
höfðu sært hana með einhverjum
hætti og þess vegna leitaði hún skjóls
í þessum afskekkta skála, þar sem ég
sat, og byijaði að leika við brúðuna
sína. Gestirnir höfðu sagt með mik-
illi vírðíngu, að faðir hennar væri
mjög ríkur vinsali og einhver þeirra
hafði sagt, að þegrr hefðu vecið lagð-
ar á vöxtu þrjú hundruð þúsund rúbl-
ur, sem skyldu verða heimanmundur
hennar. Þegar ég sneri mér við til
þess að horfa á þá sem ræddu um
þetta, kom ég auga á Júlían Masta-
kovitsj, sem hallaði höfðinu undir
flatt og- hlustaði með eftirtekt á
slúðrið. Fyrir mitt leyti komst ég
heldur ekki hjá því að dást að vizku
gestgjafans, þegar hann útbýtti gjöf-
unum meðal barnanna. Stúlkan með
þrjú hundruð þúsundin fékk rán-
dýra brúðu, og síðan fékk hvert barn
sína gjöf, sem samsvaraði að verð-
mætum metorðum þeim, sem hinir
hamingjusömu foreldrar barnanna
höfðu hlotið í þjóðfélaginu. Sá sem
fékk síðustu gjöfina, var drengur, á
að gizka tíu ára. Hann var lítill og
magur, rauðhærður og freknóttur,
klæddur tötralegri nankinstreyju.
Gjöfin var lítil bók með ævintýrum,
sem fjölluðu um dásemd náttúrunn-
ar, dyggðartár og svipað, án mynda,
— ekki einu sinni með titilmynd.
Drengurinn, sem var sonur fátækrar
ekkju, kennslukonu hússins, — var
óttasleginn og feiminn. Þegar hann
hafði fengið gjöf sína, gekk hann um
og horfði lör.gunaraugum á gjafir
hinna barnanna: Hann langaði ósegj-
anlega mikið að leika sér við hin
börnin, en þorði það ekki. Það var
auðséð, að hann þekkti sín takmörk.
Ég nýt þess að horfa á börn, sjá,
hvernig einstaklingurinn vaknar í
þeim og kemur í ljós. Ég tók eftir
því, að leikföng hinna barnanna
seiddu rauðhærða drenginn að sér —
sérstaklega brúðuleikhúsið — hann
deplaði kyndugur augunum framan
í börnin og byrjaði að grínast við
þau og gaf eplið sitt feitum þorpara,
sem var búinn að fylla vasaklútinn
sinn af sælgæti Hann lagðist meira
að segja svo lágt, til þess að hann
yrði ekki rekinn frá brúðuleikhúsinu,
að leyfa einu af minni börnunum að
ríða klofvega á baki sér. En rétt á
eftir gekk lítill stráktyrðill að hon-
um og lamdi hann sundur og saman.
Hann þorði ekki að gráta. Og þegar
móðir hans, kennslukonán, kom. og
skipaði honum að trufla ekki hin
börnin, læddisl hann burtu og gekk
inn í skálann, þar sem stúlkan og ég
voru. Hún leyfði honum að setjast
við hliðina á sér og von bráðar voru
þau niðursokkir við að leika sér með
dýrmæta brúðuna.
Ég hafði setið nær hálfa stund í
vetrargarðinum, hlustað með öðru
eyranu á samtalið milli rauðhærða
drengsins og stúlkunnar með þrjú
hundruð þúsund rúblna heimanmund-
inn, sem eingöngu snerist um brúð-
una, og var að því kominn að sofna,
er Júlían Mastakovitsj gekk sk.vndi
lega inn í skálann. Hann hafði notað
tækífærið og læðzt út úr samkomu-
salnum, þegar hávaðinn var sem
mestur í börnunum. Frá felustað mín-
urn hafði ég séð harm skörrmu áður
í áköfum samræðum við hinn ríka
föður stúlkunnar, sem hann sá nú í
42
T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ