Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Side 6

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Side 6
Hann lagSi á flótta undan gosinu, en dauSinn var fljótari og elti hann uppi, og hann féll á grúfu og stóS ekki upp aftur. Þegar Vesúvícs hellti úr skálum reiði sinnar Þ. 24. ág. ácið 79 eftir Krists burð var átján ára gamall rómverskur stúdent staddur í borginni Misene- um, sem stóð yzt á nesi, sem skagaði út í Napólíflóa. Miseneum var hafn- arborg, sem Ágústinus keisari hafði á sínum tíma gert að bækistöð róm- verska flotans. Ungi maðurinn hét Plíníus, kall- aður Plíníus hinn yngri til aðgrein- ingar frá móðurbróður hans og fóst- urföður, Plíníus eldra. Plíníus eldri var yfirmaður rómverska flotans í Miseneum og systir hans og sonur hennar áttu samastað á heimili hans. Plíníus eldri var fulltrúi þeirra ó- sérplægnu, rómversku embættis- manna, sem í senn voru hershöfð- ingjar og menntaðir rithöfundar. Hann hafði sýnt hæfni sína sem her- stjórnandi í herferðum í skógum Uermaníu og orðstír hans sem vís- ndamanns var svo mikill, að hann v'ar kallaður lærðasti maður síns tíma. Með ótrúlegum dugnaði og elju hafði hann samið jötuneflt verk, eins konar fjölfræðibók, sem nefnd hefur verið „Náttúrusaga". Er hún enn varðveitt og þykir með merk- ustu heimildarritum fornra tíma. Á því herrans ári 79 e.Kr. var hann enn önnum kafinn við að vinna að þessu mikla verki. Upp frá botni Napólíflóa stendur eldfjallið Vesúvíus og ber keilu þess við himin. Á þessum tímum höfðu margar blómlegar borgir risið upp við rætur þess, sem voru umluktar akurlendi á alla vegu og vínrækt- argörðum. Næst rótmm Vesúvíusar stóðu borgirnar Pompej og Hercu- laneum. Pompej var blómleg verzi- unarborg, verzlaði einkum með iðn- aðarvarning, handunna muni og ný- silfur. Mönnum hefur talizt til, að ibúafjöldi hennar hafi verið sem næst tuttugu þúsundum. Systurborg hennar, Herculaneum, var ekki eins mikil athafnaborg, og hefur íbúa- fjöldi hennar sennilega verið ná- lægt fimm þúsundum. Hin dásam- lega og fagra strandlengja hafði hænt að sér marga Rómverja og sumarhýsi þeirra stóðú við botn fló- ans. Sextán árum áður eða árið 63 e. Kr. — að sumra áliti 62 e.Kr., hafði Vesúvíus minnt íbúa þessara borga á jötunkraft sinn eftir að hafa sofið Þymirósarsvefni um langt árabil: Voldugur jarðskjálfti hafði skyndi- lega átt sér stað, og jafnaði hann fjölda bygginga við jörðu og eyðilagði vatnsleiðslukerfið. Flóðbylgja, sem fylgdi í kjölfar jarðskjálftans, olli miklum skemmdum á mannvirkjum. Síðan varð hlé á ásókninni og menn önduðu léttar. Með miklum dugnaði tókst borgarbúum að endurreisa byggingar eða byggja ný hús í stað þeirra, sem hrunið höfðu til grunna. Þannig var ástandið, þegar hinar miklu náttúruhamfarir hófust, sem gert hafa Pompej og Herculaneim Bronskanna, eftir að búiS er að þvo af henni átján aldir. 78 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.