Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 18.03.1962, Page 13
við laugaxnar í Keykjavík. Þangað lögðu þvottakoiiur úr bænum leið sína áratugum saman með þvottinn á bakinu. Oft var haldið af stað klukkan fimm eða sex að morgni og ekki komið aftur fyrr en átta eða níu að kvöldi. Sumar konur stunduðu þessa vinnu svo að þær tóku af kenn ingarnafn. Kona, sem hét Soffía Ól- afsdóttir, var jafnan nefnd Lauga- Soffía. Bana-slys gátu orðið í lauga- ferðum. Eitt sinn bar það við, að vinnukona var á heimleið að kvöld- lagi með þvottinn í bala, bundinn á bak sér. Hún gekk út á snjóbrú á Fúlutjarnarlæk, seim var í nokkrum vexti. En snjórinn brast undan fótum hennar, stúl'kan steyptist í lækinn þvottinn heini á bakinu að loknum löngum vinnudegi. 4. Notkun viðar'ösku í þvott, sem mjög var tíokuð á Norðurlöndum, var ærið fyrirhafnarsöm. Af henni var gerð- ur svokallaður öskulútur, og efni það í honum, sem leysti upp óhreinindi, var pottaska, kalíumkarbónat. Viðar- aska var fengin með því að svíða eða- brenna ýmsar tegundir viðar og jurta, sem mikið var í af pottösku. Aska, sem hentaði, var hirt úr eldstæðinu og látin í tunnur eða byttur, og sums staðar var í eldhúshorni sérstakt ösku skot eða öskustó, er hún var látin í. TABÓLIN [>G ÞVOTTAEFNI Á FYRRI TÍÐ með balann á bakinu og drukknaði þar. Stundum urðu líka slys af öðru tagi í þessum laugax'ferðum. Skömmu fyrir aldamótin síðustu hlutu þar tvær konur slík brunasár með fárra missera millibili, að þær biðu bana af. Varð þeim fótaskortur, svo að þær féllu í laugarnar. Önnur þeirra var Lauga-Soffía. Líkt og Þormóður Kolbrúnarskáld, sem dó yrkjandi yf- ir örina, er hann kippti sér úr hjarta- stað, féll Lauga-Soffía í valinn með klappið í hönd og balann við hlið sér árið 1894. Fleiri þvottakonur urðu þar1 fyrir slysum af svipuðu tagi, þótt það drægi þær ekki til dauða. Eftir seinna banaslysið var loks farið að tala um að reisa þyrfti grindur við laugarnar til þess að forða slysum. Vorið 1891 voru framfarirnar orðn- ar slíkar, að Björn Kristjánsson, kaupmaður, fékk fjórhjóla vagn til landsins. Var beitt fyrir hann tveim hestum, og átti meðal annars að nota hann til þess að aka þvotti í laugarn- ar. Nokkuð var gert að því fyrst í stað, en þegar fram í sótti, undu Keyk víkingar betur gamla laginu. Mönnum þótti kostnaðarminna að láta konur sínar eða vinnukonur ber'a þvottinn, svo sem lengi hafði tíðkazt. Vinnu- konurnar kærðu sig ekki heldur um vagninn, þegar til lengdar lét. í laug unurn voru þær nefnilega sjálfum sér ráðandi. Þær höfðu venjulega með sér kaffi og matarbita, og þar var iðu- lega glatt á hjalla og margt skrafað. Ef vagninn var’ látinn sækja þvottinn, urðu þær að vera búnar til heimferð- ar á ákveðnum tíma, og þær kusu heldur að ráða sér sjálfar þvottadag- inn á enda, þótt þær yrðu þá að bera Þvottakonur í Kaupmannahöfn gengu jafnvel milli húsa til þess að sníkja ösku hjá fyrirfólki, eftir að það var farið að nota sápu. Lúturinn var gerður með ýmsum hætti. Stundum var askan sett í poka og soðin í vatni, unz af fékkst lútur til þvotta. Stundum var öskupokinn látinn í körfu og sjóðandi vatni hellt yfir hann æ ofan í æ. Oftast virðist þvotturinn þó hafa verið látinn í bala með gati á og eins konar rist yfir. Efst var breiður, grófur léreftsdúkur eða strigapjatla, sem öskunni var dreift yfir, og síðan var sjóðandi vatni úr stórum potti hellt yfir allt saman og lögurinn látinn síast úr balanum í fötu, er hellt var úr í pottinn, jafn- óðum og hún fylltist. Þannig var hald ið áfram klukkustundum saman, oft jafnvel allan daginn, unz fenginn var æskilegur lútur. Á átjándu öld voru bændur á Hjalt landi, Orkneyjum, frlandi og Skot- landi teknir að nota pottösku úr þangi til sápugerðar. Um sama leyti voru norskir bændur farnir að drýgja tekj ur sínar með sölu á pottösku, sem þeir fengu úr viðarösku. Ýmsum stóð að sönnu stuggur af þessu, því að ótt- azt var, að reykurinn frá viðarbálinu spillti gróðri og fældi fiska af miðun um. Færðu menn það fram, máli sínu til stuðnings, að fiskur, sem borinn væri í fötu inn í daunillt eldhús, dæi fljótlega. Þeir, sem tekjur höfðu af pottöskuvinnslunni, vörðu sig með því, að varhugavert væri að jafna saman einni fötu og öllu Nor'egshafi. Upp úr miðri seytjándu öld virðist Vísi-Gísli liafa fengizt við að vinna pottösku hérlendis, og Eggert Ólafs- son og Bjarni Pálsson gerðu tilraun í þá átt. Danskur kaupmaður á Bás- endum, Dines Jesperreo, fékkst og við pottöskugerð á átjándu cW, en pottaska hans var dæmd ó«i>v'hæ.'; >' Kaupmannahöfn. Var svo e/F‘r gert, þar til á árunun krin?j-.>,' pn-. að þeir Benedikt G'-ö.'iriaX pd.'r, Sveinn Pálsson, læknir og óiáfwc ■ afsson á Kóngsbergi, tóku að ríu ; Lærdómslistafélageritið um ka>>. brennslu, sápugerð og brennslu þany.s og nytjun gamalla öskuhauga til potí- öskugerðar. En pottaska og kalk vac það, sem til sápugerðar þurfti, auk lýsis eða tólgar. Það var þó ekki neitt smávegis um stang, sem það kostaði að heyja sér sápu, á meðan óhæfilegt fjárbruðl þótti að kaupa hana í kaupstað. Kalks var hér helzt tiltækilegt að afla sér með því að brenna skeljar, og höfðu þessir postular sápunotkunar á ís- landi þar helzt fordæmi frá Hollandi, þar sem skeljakalk var talsvert notað Skyldu skeljarnar bornar saman ■ hrúgur og þar gerr að þeim eldur. Voru þær fullbrenndar, þegar þær voru orðnar hvítar og stökkar. Snark- aði þá í þeim, ef þeim var dýft í vatn. Vinnsla pottösku var miklú fyrir- hafnarsamari. Ólíklegt er, að hana hafi í r'auninni verið hægt að vinna úr gamalli haugaösku, enda skorti ekki nærtækt efni, þar sem þangið var. Skyldi þangið þvegið og þurrkað og borið síðan saman í hasfilega liauga. Þar var kveikt í því og það brælt og seytt. Logana áttu menn að tempra með því að berja þangið m-eð staurum. Hrært skyldi í öskunni, svs. að hún yrði sem jöfnust, og þótti hún því betri sem hún var ljósari. Æski- legra var þó að brenna þangið í gryfj um en á sléttri grund, og var þá bætt á jafnóðum og brann og askan að lokum byrgð, svo að glæður allar kulnuðu. Nú var hey látið á tunnubotn og bælt niður með steinum. Þar ofan á var þangaska látin, og síðan var aus- ið í tunnuna heitu vatni og hrært í. Þetta skyldi standa í tunnunni í einn eða tvo daga, en að þeim tíma liðn- um var tekinn úr tappi, sem var á botni tunnunnar og lögurinn, sem úr henni rann, hirtur. Hella rnátti á tunnuna oftar en einu sinni án þess -að skipta um ösku. Lögur sá, sem fékkst við þetta, var síaður, látinn í ketil og soðinn. Skyldi stöðugt hrært í katlinum, unz lögur- inn var gufaður upp, en lútarsaltið eða pottaskan sat eftir. Væri vandað til vinnubragða, átti að hella hreinu vatni á lútarsaltið og sjóða það á ný á sama hátt og baka það að lokum yf- ir hægum eldsglæðum, svo að það lýstist og myldist betur. Þar með var fengin pottaska, sem mjög var notuð til sápugerðar, glergerðar og litunar. Nú var eftir' að sjóða sápuna, og var það ekki minna umstang. Þá T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ 85

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.