Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Síða 4
VII.
SKOLI sýslumaður hefur vafalaust
búizt við, að smiðurinn í Fremra-
Skógskoti myndi bugast við dauða-
dóminn, sem hann kvað upp yfir
honum á Sauðafelli. Að minnsta kosti
hefur hann ekki gert sér í hugar-
lund, að eftirleikurinn yrði með þeim
hætti, sem síðar kom fram. Sýslu-
manninn á Skarði hefur áreiðanlega
ekki rennt grun í, að svo gæti farið,
að hann hefði ekki í fullu tré við
hinn dauðadæmda smið og myntfals-
ara.
En Jón Andrésson var ekki af baki
dottinn. Honum var leyft að fara
ferða sinna, þegar dómur hafði ver-
ið sagður upp á Sauðafelli, og fór
hann þegar næsta dag til fundar
við Jón Sveinsson og sagði honum
tíðindin. Hvort sem þeir ræddu leng-
ur eða skemur um atferli sýslumanns
á Sauðafellsþingi, þá skrifaði Jón
Sveinsson Castenskjöld stiftamtmanni
þá samdægurs í umboði nafna síns
og undir hans nafni og kærði Skúla
Magnússon fyrir rangsleitni í dóm-
arasessi og lét fylgja með skjal það,
er hann hafði gert afturreka. Var
bréfið allskorinort og hispurslaust að
sýslumanni fært:
„Vegna ekki einasta þess, að mér
sem sigtuðum fyrir falska peninga-
myntun var við mótvitnayfirheyrslu
fyrir rétti á Sauðafelli enginn tals-
maður settur, heldur hins, að hér
innlagðri begeringu minni af 2um
þessa ágústs næstliðnum, fyrir rétt-
inn framlagðrj á Sauðafelli, var ei
fullnægt, jafnvel þó sú sama væri
öllum nefnds réttar þénurum auglýst,
og ekki svo mikið, að ég fengi hana
af dómaranum til bókar færða, þó ég
þess margan gang óskaði, hvers ég
beiddi þingvitnin minnug að vera,
en sá umgangsmáti, sem við mig brúk
aður verið hefur í þessari sök, mundi
yðar hávelborinheitum sýnast gagn-
stæðum lögum, dirfist ég því hér með
auðmjúklegast að innflýja til yðar
hávelborinheita um náðugasta ásjá
og aðstoð til, á móti framangreindri
réttarneitun, í laganna krafti að fá
minni begeringu af 2um þessa mán-
aðar fram komið“.
Skúli mun fljótt hafa haft spurn-
ir af tilteknum þeirra nafnanna í
Náhlíðinni og hugsað þeim þegjandi
þörfina. Ekkj er þó getið athafna
hans að sinni, en skammt var þess
að bíða, að hann yrði þess áskynja,
hve alvarlegt glappaskot hann hafði
gert sig sekan um.
Myntfölsunarmálið kom fyrir lands
yfirrétt snemma í októbermánuði, því
að Jón hafði einnig áfrýjað héraðs-
dóminum, og þótti yfirdómurunum
málarekstri Skúla í flestu áfátt. Dóms
skjölin báru ekki með því, að fastléga
hefði verið á Jón gengið við yfir-
heyrslur, spurningar dómarans þóttu
ógreinilegar og vitnisburðir annarra
höfðu ekki verið lesnir fyrir sak-
borninginn. Ekki sást, að eigur hans
hefðu verið kannaðar, sumir þeirra
peninga, sem grunsamlegir þóttu,
höfðu ekki verið innkallaðir, og eng-
ar löglegar sönnur höfðu verið færð-
ar á það, að peningar þeir, sem born-
ir höfðu verið í réttinn, væru hinir
sömu og Jón hafði látið af liendi.
Heimilisfólk í Fremra-Skógskoti hafði
alls ekki verið yfirheyrt, að sakborn-
ingnum einum undanskildum, og hið
sama var að segja um margt við-
skiptavina, sem þó var vitað, að höfðu
haft með .höndum tortryggilega pen-
inga. Þótt sumum vitnanna bæri ekki
haustið 1817. En það kom fljótt i
ljós, að hann stefndi geiri sínum aö
þeim nöfnum, Jóni Andréssyni ng
Jóni Sveinssyni, en ekki sýslumann-
inum. Ekki varð að sönnu fram hja
því komizt, að þingvitnin könnuðus^
við hnippingar sakborningsins °°
sýslumannsins á Sauðafellsþingi l,m
sumarið, enda gekkst Skúli viff Þvb a
hann hefði gert kröfu Jóns um fres
afturreka. Á hinn bóginn komu franl
tvö afrit af skjali Jóns í héraði, °S
var á þeim nokkur orðamunur,
Benedikt á Staðarfelli dró í efa, a°
eintak það, sem sent hafði verið stift-
amtmanni, væri hið sama og Jón var
með á Sauðafelli. Gerði Sigurður
mikla rekistefnu út af því, hvar re
arkrafan hefði verið skrifuð og
fast og lengi eftir því að gera Jón
saga um það atriði. Þingvitnin minn,
ust þess ekki heldur, að skjalið h°f 1
verið lesið upphá.tt á SauðafellsþinS1’
og kallaði setudómarinn það ósann
indi í bréfi Jóns til stiftamtmanns,
„ að seðillinn hafi réttarins þjónun
auglýstur verið“. Sama dóm hlaut s
SÍÐARI FRÁSÖGUÞÁTTUR UM
saman, hafði ekkj hirt um að sam-
prófa þau.
„Það eð nú alls engin gild eða á-
reiðanleg lagaröksemd eða eigin játn-
ing þess ákærffa, er í málinu fram
komin, nægileg til að sakfella hann
til þess í undirréttardómi tiltekna
gífurlega straffs á æru, lífi og góssi
eða mál þetta löglega upplýst og með
höndlað í héraði, ber þann yfir Jóni
Andréssyni þ. 2. ágúst út gengna und-
irréttardóm sem marklausan að álíta,
en málinu aftur vísað til nýrrar upp-
tektar frá rótum, löglegrar vitna-
leiðslu, meðferðar og dóms á kostnað
undirdómarans og meðdómsmanna“.
Jafnframt var Skúla gert skylt aff
hreinsa sig að lögum af sakargiftum
þeim, sem Jón Andrésson bar á hann
í bréfinu til stiftamtmanns.
Þremur vikum síðar fól Stefán
amtmaður Stephensen Sigurði Guð-
laugssyni, sem um langt skeið hafði
verið settur sýslumaður í Snæfells-
nessýslu, að dæma í réttarneitunar-
málinu. Jafnframt var hann einnig
skipaður setudómari í myntfölsunar-
málinu.
VIII.
Sigurður Guðlaugsson hóf rannsókn
sína á réttarneitun Skúla síðla um
frásögn Jóns í bréfinu, að honui
hefði ekki verið settur neinn vC1j_
andi við mótvitnaleiðslurnar. Kva_.
Sigurður honum hefði verið
hver verjandinn á fætur öðrum, Þ
þeir skoruðust undan því að fyl&’
þeirsi skipun. .
Sigurður kvað þó ekki dóm t ÞeSS^
máli fyrr en komið var langt fra,n r
vor 1818, því að Skúli sýslumaður v
sagður lasinn og dró á langinn
leggja fram sín gögn. Um miðjan al
ílmánuð hafði hann þó skrifað val
arskjal sitt. Sakaði hann Jón An .0g
son mjög um heimsku og hvatvísi
krafðist þess, að þeir nafnar, n'
og Jón Sveinsson, báðir væru sclít
ir fyrir tiltæki þeirra.
Síffan ályktaði Sigurður, að ^æra
Jóns væri „ei alleina ólögbevtf
heldur ósönn . . . og eigi því eT°vnj
koma sýslumanni Skúla Magnussy
til minnstu hindrunar í hans enin. „jS
isskyldu eður nokkurs konar hne
upp á gott nafn og rykti, heldut
með álítast aldeilis dauð og naa ^
laus“. En hvað sektirnar varðaðb ”vd
kann þetta sýslumannsins tipp'1*5
ekki að þessu sinni hér að ^°nia lir
réttarins umdæmis, þar ^v0^rða
framannefndra manna eru né
GSBLA®
724
T í M I N N — SUNNUDA*