Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Qupperneq 16
MIKHAILZOSHCENKO:
PELAGEYA
Pelageya var fákunnandi kona.
Hún kunni ekki einu stnni að skrifa
nafnið sitt.
En eiginmaður Pelageyu var
ábyrgur, sovézkur verkamaður. Og
þótt hann væri einföld sál utan af
landsbyggðinni, hafði hann lært
allt á fimm ára ferli í borginni. Og
hann kunni ekki aðeins að skrifa
nafnig sitt, já, guð má raunar vita
hvað hann kunni ekki! Og hann
skammagist sfn ákaflega fyrir, að
konan hans skyldi vera ólæs.
„Heyrðu mig, Pelageyushka, þú
ættir nú að minnsta kosti að læra
að skrifa nafnig þitt“, sagði hann
við Pelageyu. „Nafnið okkar er svo
fjarska auðvelt, tvö atkvæði —
Kuch-kin. En þú getur ekki . . . það
er hneykslanlegt".
En hún Pelageya bandaði frá sér
hendinni og svaraði:
„Ég held það yrði mér ekki til
góðs, ívan Nikolayevich. Ég er tek-
in að reskjast. Ég á erfitt með að
beygja fingurna. Til hvers ætti ég
að læra Iestur eða draga upp bók-
síafi? Það er hyggilegra að leyfa
hinum yngri að læra. Ég kemst af
svona, það sem ég á eftir ólifað í
þessum heimi“.
Eiginmaður Pelageyu var óskap-
lega önnum kafinn, og hann gat
ekkj langt undan voru heljarstórar
ísborgir á sveimi, en milli þeirra
sást hér og hvar til fiskibáta. Sögðu
bátsverjar okkur, að vorið og sumar-
ið hefði fram að þessu verið eindæma
kalt, en nú væri ögn að svía. Þótti
okkur furðu gegna, hve allt var hér
með norðursvip, þótt við ættum að
heita staddir á miðevrópskum breidd
argráðum. Og innan stundar vorum
við komnir til Lance-aux-Meadows.
Lítil timburbryggja, fáein hús við
sjó, klappir og stórgrýti í fjöru, fá-
einir menn á bryggju og einn þeirra
sendur af Ingstad til að taka á móti
okkur. Uppgraftarsvæðið er aðeins
15-mínútna gang frá þessu litla þorpi,
og- þangað var okkur nú fylgt. Var nú
veður lygnt og allt svásara þegar á
land var komið. Fögnuðu Ingstads-
hjónin okkur vel, og vorum við loks
komnir á leiðarenda, viku eftir að við
lögð.um af stað frá Reykjavík. Var
þá klukkan tvö hinn 17. júlí.
'Og mun í næsta kafla nokkuð sagt
frá þorpinu Lance-aux-Meadows og
lífinu þar.
lærir að lesa
ekki eytt miklum tíma í konu sína.
Hann hristi því höfuðið — Æ, ó,
Pelageya. Og síðan þagði hann.
En einn góðan veðurdag kom
fvan Nikholayevich þrátt fyrir allt
heim með bók.'
„Hérna, Polya“, segir hann, „er
nýjasta útgáfan af stafrófskverinu,
samið eftir nýjustu aðferðum. Ég
skal sýna þér sjálfur“.
En Pelageya brosti við, tók staf-
rófskverið, fletti því og faldi það í
skúffu — látum það liggja þama,
kannski kæmi það afkomendum
þeirra ag notum.
En svo gerðist það dag einn, að
Pelageya þurfti að gera við jakk-
ann hans ívans Nikolayevichs, erm-
arnar voru svo slitnar. Pelageya sett-
ist við borðið. Hún tók fram nál.
Síðan ýtti hún hönd sinni inn undir
fóðrið. Þá skrjáfaði í einhverju.
„Ef til vill peningar?" hugsaði
Pelageya.
Hún gætti ag — það var bréf.
Svona líka ljómandi snyrtilegt og
fallegt umslag, litlir, fíngerðir bók-
stafir, og hún fann ilmvatnslykt af
blaðinu. Pelageyu varð ekki um sel.
„Svo sannarlega", hugsaði hún,
„er hann ívan Nikholayevich að fara
á bak við mig. Skiptist hann á ástar-
bréfum við virðulegar frúr og hlær
að mér, gömlu, fákunnandi flóninu.“
Pelageya leit á umslagið, dró örk-
ina fram, breiddi hana út — hún
gat ekki lesið eða skilið þetta.
f fyrsta skipti á ævinni var
Pelageya niðurdregin vegna þess,
ag hún var ólæs.
„Jafnvel þótt“, hugsaði hún, „þetta
bréf sé ekki til mín, verð ég að vita,
hvað stendur í því. Kannski ger-
breytist líf mitt vegna þess, og ég
verð að fara upp í sveit og þræla
eins og bændurnir.
Pelageya fór að gráta, og það
rifjaðist nú upp fyrir henni, að
ívan Nikholayevich hafði breytzt
upp á síðkastið — eins og til dæmis
hvað hann hugsaði mikig um yfir-
skeggið og þvoði sér oftar um hend-
urnar en áður. Þarna sat Pelageya
og grét eins og hjarta hennar væri
að springa — hún sat og horfði á
bréfið, en hún gat ekki lesig það.
Og hún gat ekki fengjð af sér að
sýna það neinum óviðkomandi
manni.
Seinna faldi Pelageya bréfið f
skápnum, saumaði jakkann og fór
að bíða eftir ívan Nikholayevich.
Og þegar hann kom, lét Pelageya
eins og ekkert væri. Hún skrafaði
meira að segja glaðlega við eigin-
mann sinn og gaf honum þag jafn-
vel i skyn, að hún hefði ekkert a
móti því að læra örlítið — hún væri
orðin dauðleið á ag vera fáfróð
fákunnandi kona. ívan Nikholaye-
vich gladdist mjög að heyra þetta-
„Ágætt“, sagði hann. „Ég skal
kenna þér sjálfur".
„Kenndu mér þá“, sagði Pelageya.
Og hún horfði rannsakandi á vel-
hirt yfirskeggig á ívan Nikholaye-
vich.
Dag eftir dag, í tvo mánuði sam-
fleytt, lærði Pelageya að lesa. Hún
•myndaði þolinmóð orðin, atkvæði
fyrir atkvæði, skrifaði bókstafina
vandvirknislega og lærði setningar
utan að. Og á hverju kvöldi tók hún
bréfið fram úr skúffunni og reyndi
að ráða í hina leyndardómsfulln
þýðingu þess.
En það var ákaflega erfitt.
Á þriðja mánuði var hún Peia-
geya þó farin að stauta. Morgun
einn, þegar ívan Nikholayevich var
farinn í vinnuna, tók Pelageya bré -
ið úr skúffunni og hóf að lesa Þa®’
Það var erfitt fyrir hana að kom-
ast fram úr smágerðri skriftinni, en
ilmvatnskeimurinn af bréfinu nrV'
aði hana.
Bréfið var stílað til ívans Nikhola
yevichs.
Pelageya las:
„Kæri félagi Kuchkin!
Ég sendi þér héma stafrófskverið,
sem þú baðst mig um. Ég hygS, ®
innan tveggja til þriggja mána a
verði kona þín orðin stautandi. Lo
aðu mér því ag sjá um, að svo ver i-
Leggðu ríkt á við hana og Ser®g_
henni glögga grein fyrir þeirri sta^
reynd, að það er skömm að því a
vera fávís kona.
Vig keppumst nú af öllum ki'ó
um við að uppræta fáfræðina l,m
gervallt Ríkið, en einhvern vegii1
gleymum við stundum okkar n n
ustu. Stattu þig nú vel, ívan N*
holayevich.
Með kommúnistakveðju,
Marya Blokhi'na“.
Pelageya las þetta bréf tvisvar
sinnum, döpur í bragði. Einhver
veginn hafði leyndardómurinn 111 is^
töfra sína. Og áður en varði, var l,u
farin að hágráta.
Jólianna Kristjónsdóttir þýd^”
T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
736