Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
  • Qaammatit siuliiOctober 1962Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Qupperneq 20

Tíminn Sunnudagsblað - 07.10.1962, Qupperneq 20
KALVIN miðaldanna og opna mönnum sýn til nýrra átta, er vel þess virði að kynn- ast viðhorfum þeirra nánar. Erasmus var helzti fulltrúi húman- ismans, svö sem nefnt hefur verið hér að framan. Hið trúarlega mark- mið hans var að hreinsa kenningar Krists af fordómum kirkjunnar, og sá Kristur, sem hann álítur, að hann muni finna með því, er Kristur guð- spjallanna, sem hefur hinn sammann lega boðskap að flytja. Þess vegna álítur hann, verður hin fyrsta við- leitni kristninnar að vera sú, að hindra strið manna í millum. Hann hvetur til alþjóðlegrar sameiningar og bendir á hið heimskulega í þjóð- ernislegum deilum. Það á að hans áliti að vera markmið manna, að beita kristindómnum til þess að gera hugmyndina um friðsælt samfélag allra manna að veruleika, og hann á alltaf að taka hið sam-evrópíska fram yfir hið staðbundna og þjóð- ernislega. Miklu markmiði er ekki hægt að ná með því að gera fordóma- fullar kröfur til trúarinnar, en með sameiginlegri hjálp allra manna, sé ef til vill mögulegt að finna sannleik- ann, sem enginn maður hefur fyrir fram einkarétt á. Sjálfur reyndi Erasmus að finna þennan sannleika með því að rannsaka rit kristninnar og auka þekkinguna á fornmálunum, sérstaklega grísku. Erasmus hafði þá skoðun, að hug- myndir humanismans myndu smátt og smátt gegnsýra kirkjuna fnna» frá. En opinber andstaða við kirkj- una yrði aðeins til þess, að það mynd uðust tvær andstæðar fylkingar, sem aðallega yrði stjórnað af ofstækis- mönnum, og þar með væri humanism- inn úr sögunni. Af þessum orsökum varð Erasmus æ aridstæðari Marteini Lúther, sem hafði sagt skilið við páfakirkjuna, enda þótt hann hafi í byrjun verið fylgjandi miklum hluta af gagnrýnj Lúthers á páfakirkjunni- Erasmus- vildi um fram allt halda friðinn, svo að húmanisminn næði útbreiðslu. Það er aðeins í yfirborðslegum skilningi, sem viss sameinkenni eru með gagnrýni Erasmusar og Lúthers á rómversku kirkjunni. Þeir eru í rauninni mjög ólíkir persónuleikar, og hafa ekki möguleika til þess að vera hvor öðrum hvatning. Erasmus er eiginlega ekki mjög trúaður í venjulegum skilningi þess orðs. Þa® sem gerir það að verkum, að hann játast kristindóminum ,er það, að 1 kenningum hans telur hann, að búi mestir möguleikar á þvi að skapa friðsamlegt líf meðal manna. Lúther er aftur á. móti greinilega fulltrúi trúarinnar. í hans augum er kristindómurinn spurning um frels" un mannsins og náð guðs. Maðurinn Framhald á 742. síðu. MARTEINN LÚTHER 740 TÍMINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1670-2158
Language:
Volumes:
13
Issues:
556
Published:
1962-1974
Available till:
03.03.1974
Locations:
Keyword:
Description:
Fylgirit Tímans
Main publication:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar: 31. tölublað (07.10.1962)
https://timarit.is/issue/255591

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

31. tölublað (07.10.1962)

Iliuutsit: