Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 4
★ Á morgun hefst jólahátíð á ís- landi. Klukkan sex að kvöldi eru flestir komnir í sparifötin sín — hið ytra tákn hátíðleikans- ÞaS er hins vegar erfitt að segja til um, hvað inni fyrir býr. Hugir manna eru misjafnir og breyti- Eegir, háðir lífi og reynslu, sem ýmist gefur eða tekur. Og boð- skapur jólanna kemur víða að luktum dyrum. — Þó er hann ætíð hinn sami, hvort sem hann á meðlæti að fagna eða ekki. í tilefni jólanna — hinnar mestu hátiðar kristinna manna — báðum við biskupinn yfir f- kndi, herra Sigurbjörn Einars- f n, að svara nokkrum spurning- um, sem við lögðum fyrir hann: — Hvernig voru jólin haldin há- tí'leg í föðurhúsum yðar? — Jólin heima, bæði hjá afa og örnmu, meðan ég var hjá þeim, og hjá pabba síðar, voru víst áþekk því, sem gerðist á bæjum í sveit fyrir 40—50 árum. Þau voru hljóðlát, til- breytnin að vísu veruleg, ef miðað er við það, sem fólk lét eftir sér I iAörgum finns t jólin veröu blótveizla fyrir mammon SPJALLAÐ VIÐ HERRA SIGURBJÖRN EINARSSON BISKUP endranær, en það var allt svo eðli- legt, ekkert tilstand, allt hið ytra var eins og vaxið út frá einhverju innra, ósýnilegu, hátíðinni sjálfri og tilefni hennar. Ég vandist húslestrum í upp- vexti mínum alla helga daga og á öllum kvöldum og þær stundir hafa skilið eftir óafmáanleg merki í huga mínum, þó að mér fyndust stundum lestrarnir nokkuð langir, en minnis- stæðastur er mér lesturinn á jóla- dagsmorgun, þegar maður vaknaði við jólaljósið, sem sofnað var út frá, jólasálmur var tekinn upp og bað- stofan fylltist af helgi. — Er bernskuskynjun yðar á jóla- hátíðinni enn þá ríkur þáttur í yður? — Barn, sem hefur lifað helgi, býr að þvi alla tíð. Sá hugblær, sem bernskujólin vöktu mér, er áreiðan- lega ríkur þáttur í þeim tilfinningum, sem eru og verða tengdar jólunum, ekki síður mikilvægur fyrir það, að hann er ofinn inn í trúarleg heiidar- áhrif, sem ég hlaut i bernsku. — Álítið þér, að hin eiginlega þýðing jólanna skipi mikið rúm 1 mönnum þessa dagana? — Það væri gagnstætt flestu, sem fyrir augu og eyru ber, að telja það. 988 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.