Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 8
reikninga sína í þeirri bjargföstu trú, að það yrði haldig áfram á þeirri braut, sem hann hafði markað. Stalín s.iálfur veitti gjafabréfinu viðtöku og sendi símskeyti til hins deyjandi vísindamanns: „Til hins lærða visindamanns, fé- laga Konstantín Tsjolkovskij, Kaluga. — Mínar beztu þakkir fyrir bréfið og gjöf yðar til flokksins og ríkis- stjórnarinnar. Ég óska yður góðs bata og enn frekari árangurs í starfi yðar. Með hjartanlegri kveðju. J. Stalín.“ Hvað sem um Stalín hefur verið sagt, er auðséð, að hann hefur kunn- að að meta þessa gjöf hins aldna vísindamanns, enda var varla hægt annað, þar sem hann hafði eytt allri ævi sinni í þágu vísindanna og Sovét- ríkjanna. Tsjblkovskij andaðist fáum dögum síðar, og á gröf hans stendur fábrot- inn legsteinn. Á hann eru grafin þessi orð: „Maðurinn mun ekki verða hlekkjaður við jörðina um alla fram- tíð.“ Ríkisstjórn Sovétrikjanna lét gera frímerki honum til heiðurs árið 1957, þegar gervitunglin tóku að snúast umhverfis jörðu. Það er ekki að efa, að aðrir rúss- néskir vísindamenn tóku við, þar sem Tsjolkovskij hætti. Ríkisstjórnin tók að sýna þessum málum mikinn á- huga strax árið' 1934 á opinberum vett vangi, svo að vitað er, að þegar síð- ari heimsstyrjöldin brauzt út, voru Sovétríkin komin langt á leið með að smíða eldflaugarvopn. Og þegar stríðinu lauk, fengu Rússar óvænta aðstoð. Árið 1932 var íulltrúi þýzku ríkis- stjórnarinnar viðstaddur sýningu, sem áhugamenn um eldflaugar héldu í Beriín. Það var þýzkur herforingi að nafni Dornberger og aðstoðarmað- ur hans, sem stóðu fyrir sýningunni. Aðstoðarmaðurinn hét Wernher von Braun, og átti síðar eftir að koma mikið við sögu í smíði eldflaugna- vopna og verða heimsfrægur fyrir störf sín á því sviði. í Versalasamn- ingunum voru ströng ákvæði um, hvaða vopn Þjóðverjum væri leyfi- legt að eiga, en eldflaugar voru ekki bannaðar, því að árið 1920 hafði eng- inn gert rá.ð fyrir, að þær ættu eftir að verða áhrifamestu og hættulegustu vopn framtíðarinnar, svo að þýzka rík isstjórnin hafi frjálsar hendur á því sviði. Árið 1935 tók hún til að byggja stórt tilraunasvæði fyrir eld- flaugar við Peenemiinde við Eystra- salt. Þegar bygging þessarar stöðvar stóð sem hæst, höfðu 18000 manns atvinnu við framkvæmdirnar. Og þarna urðu hinar hættulegu flaugar V-1 og V-2 til. V-2 var skotið á loft í fyrsta sinn 3. október 1942. Hitler kom til Reenemúnde í júní 1843 og gaf skipun um að hefja stórfram- leiðslu á þessum vopnum. Hann vildi fá hvorki meira né minna en 30000 V-2 á mánuði! Enskar sprengjuflugvélar gerðu miklar loftárásir á Peenemunde 17 ágúst það sama ár, og gerði þag sitt til þess að tefja framleiðslu þessara múgvopna. Samt sem áður tókst Þjóð verjum að framleiða þau til notkun- ar í stríðinu: Alls var skotið 4300 eldflaugum af þessari gerð á Eng- land og 2100 á Antwerpen. í rauninni var ástandið miklu alvarlegra en Bandamenn gerðu sér grein fyrir meðan á stríðinu stóð. Hefðu þessar stóru eldflaugar v.erið tilbúnar fyrr, hefði það ef tU vill getað snúið rás heimsstyrjaldarinnar Þjóðverjum í vil. Framkvæmdunum í Peenemúnde miðaði það vel, að þar var langt kom ið smíði tveggja þrepa eldflaugar, sem átti að geta flutt sprengjur yfir Atlantshafið. .En brátt leið að lokum stríðsins og Rússar nálguðust Peenemúnde. Þá flýði von Braun, Dornberger og 180 aðrir eldflaugasérfræðingar vestur yfir til Bandaríkjamanna, en Rússar tóku höndum 4000 menn, sem unnið höfðu að eldflaugarannsóknum. — Þeirra á meðai voru bæði vísinda- menn, verkfræðingar og verkafólk. Og síðan hafa bæði Bandaríkjamenn og Rússar reynt að nýta þetta fólk til fullnustu. Rússar báru mest úr býtum, því að í þeirra hlut kom verksmiðjan öll eins og hún lagði sig og mikill fjöldi hálfgerð'ra og fulligerðra eldflauga Þeir gátu því hafið framleiðslu þess ara vopna mjög fljótlega, enda leið ekki á löngu, þar til þeir voru farnir að gera tilraunir með V-2. Þetta hef- ur meðal annars verið orsökin til þess forskots, sem Rússar hafa haft fram til þessa í smíði eldflauga. Því má hins vegar ekki gleyma. að Banda ríkjamenn hafa á sínum snærum marga af færustu sérfræðingum Þjóð- verja í eldflaugasmíði. En hvað sem allri samkeppni líður milli þessara stórvelda, sem segja má, að hafi nú um sinn haldið ör- lögum mapnkynsins í höndum sér með vígbúnaði sínum, verður það áreiðanlega einhver mesti viðburð- ur í sögu mannkynsins, þegar einhver maður af einhverju þjóðerni leggur af stað út í geiminn til annarra stjarna í geimskipi, sem sennilega verður knúið sömu lögmálum og brautryðjendur eldfiaugavísindanna fundu endur fyrir löngu. ÞETTA er líkan af Venus-farinu, sem Rússar sendu út í gelminn 12. febrúar 1961, er. því rniður rofnaðl sambandið við það, þegar það var um 7—8 kílómetra frá jörðu. Nú er bandarísk eldflaug á leið til Venusar. 992 T í M I N_N. — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.