Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 12
MEÐ LAUP Á BAKI FRAM Á ELLIÁR FÆREYSK BURÐARTÆKNI SÚ VAR TÍÐIN, að mcisar, laúpar, kláfar og hrip voru þarfaiþing á ís- lenzkum sveitaheimilum. Það var eitt af sérkennum vetrarins að sjá menn ganga frá heygarði eða hlöðu með laup á baki í fénaðarhús, seM stóðu á dreif víðs vegar um túnið. K' ölds og morgna var látið í meisana handa kúnum til næsta máls, og átti hver þeirra sinn meis. Á vorin var ullarreyfum stungið í meisa, sem voru hentugir til aðgreiningar, ef margir voru eigendur, og þegar ullin var þvegin við bæjarlækinn, var meis lagður á hliðina á barma þvælispotts ins, fært upp í hann og steypt úr hon- um í pollinn, þar sem ullin var skol- uð. Fyrr meir var mór reiddur heim í hripum og mykja á völl í kláfum. Þessi húsgögn, sem nú munu víðast nálega úr sögunni, gegndu því marg háttuðu hlutverki. Eitt var þó það land, þar sem laup- urinn var enn mikilvægari en á ís- landi. Það var í Færeyjum. Þar er undirlendi lítið, og þar hefur fólkið frá öndverðu búið í þorpum eða hverf um við víkur og voga milli hárra fjalla. Sums staðar er mikill hluti túnanna í snarbröttum brekkum, og á sami maður ef til vill margar smá- skákir á víð og dreif. Þessar skákir hafa farig smáminnkandi við síendur- tekin arfaskipti, og frá upphafi vega mun ræktað land hafa verið af mjög skornum skammti. Færeyingar hafa því aldrei verið hestmargir. Það hef- ur mjög víða farið saman, að ekki var afgangs fóður handa hestum og landi ;:vo háttað, að þeim varð ekki vig komið, nema að litlu leyti. Færeyingar báru því flest á sjálfum sér, áður en vegir og bifreiðar komu til sögunnar. Þeir báru nauðsynjar sínar byggða á milli, þegar ekki hent aði að fara á bátum, þeir báru afla- feng sinn heim úr vör, þeir báru elds-. neyti heim úr haganum og áburðinn á hinar brattlendu og dreifðu tún- skákir sínar. Og þeir báru flest í laupum. Laupurinn var förunautur Færeyingsins, áður en hin nýja öld gekk í garð, líkt og skjóðan fylgdi hinum íslenzka göngumanni. Burðarlauparnir færeysku voru ekki neinir skrautmunir, en þeir voru samt oft hinir laglegustu smíðis- gripir í öllu sínu yfirlætisleysi, allt haglega telgt og vandlega fellt sam- an, traust og einfalt. Þeir voru við það miðaðir að hvíla á baki manna, og aldalöng reynsla hafði kennt lands mönnum að gera þá svo úr garði, að þeir væru í senn léttir og sterkir. — Stærð og gerð var þó mismunandi, eftir því til hvaða nota laupurinn var ætlaður, og rimar misþéttar, en stuðl arnir ávallt svipaðir. Botn sumra var eins úr garði gerður og á íslenzku hripi, svo að hleypa mátti úr þeim, á sumum var önnur hliðin lukt, og til voru litlir laupar með kilpum og höldu, svo að halda mátti á þeim í hendinni. Loks voru lokað'ir laupar, áþekkir töskum, enda notaðir til þess að geyma í farangur á ferðalög- um Slíka laupa áttu prestar og lækn- ar. Burðarúlum laupanna var brugðið um stuðlana neðan við efstu rimina, og var endum þéirra hnýtt í fetil, sem oft var látinn hvíla á enninu um hársræturnar, þegar menn voru á gangi undir burði, því að þá gátu þeir borið fyrir sig hendurnar, ef þeim skrikaði fótur á torfærum leið- um .Væru menn með tóman laup, drógu þeir þó að jafnaði fetilinn nið- ur á bringuna og krosslögðu hendur yfir hann, þvf að hann tolldi illa á iaflpMHMppi n ■' "" rVA'1 " .I Bóndi kemur heim með torflaup sinn og hefur í hann lá'tið eins og verða máttí. 996 T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.