Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 20

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 20
ast til byggða. Mun það hafa verið tilviljun ein, að þeir hittu á skarðið fyrír ofan Kolviðarhól. Sáu þeir þá bjarma af ljósi, sem mun hafa verið bOl að koma neðan Svínahraun, og þannig komust þeir heim að Kolvið- arhóli. Eftir lýsingunni að dæma töldu kunnugir menn úr Ölfusinu, að fjár- reksturinn hefði verið yfirgefinn i svokölluðum Innstadal, smádalverpi, sem gengur þarna inn í Henglafjöll- jn. Er það allangt fyrir norðan Gamla- skarð, en ómögulegt er að komast með fjárrekstur af heiðinni niður að Kol- viðarhóli nema í gegnum skarðið'. Komu nú skátar úr Reykjavík um kvöldið og hófu leit að hinum týndu mönnum. Um fjörutíu manns gisti Kolviðarhól þessa il’viðrisnótt, og var öllum búin hin bezta gisting. Gest- gjafinn, frú Valgerður Þórðard., var heldur enginn viðvaningur að taka á móti hröktum ferðamönnum og hlúa að þeim. Og þegar við vorum háttað- ir í góð rúm i hlýju herbergi, heyrð- um við, að úíi geisaði sama óveðr- ið. Regnið lamdi rúðurnar, vindurinn gnauð'aði í þakskegginu. það ýlfraði í símastrengjunum og allt þetta mynd- aði óhugnanleea óveðurshljómkviðu, sem lét illa í eymm okkar, því að auðvitað dvaldist nugurinn hjá félög- um okkar. K-mnski börðust þeir nú tvísýnni baráttu við tryllt náttúruöfl einhvers staðer up < á reginfjöllum. Undir morgunin" heyrðum við, að ' eðrið gekk niður Snerist vindur þá ti) suðvesturs, og þegar við komum á fætur í grárri morgunskímunni, sánm við, að þokunni var létt. Varð það nú að ráði. að ég færi með ein- um Ölfusingnum á undan til að reyna að finna féð. Valgerður á Hólnum lánaði mér hest og riðum við nú greitt áf stað. Ekki höfðum við lengi farið, er við hittum skátana, sem voru að leita alla nóttina. Staðfestu þeir, að féð væri þar, sem Ölfusing- arnir héldu það vera En mannanna höfðu þeir ekki orðið varir. Héldum við nú rakleitt þangað, sem féð var. En er þangað kom sáum við tvo menn koma gangandi að fénu. Voru þarna komnfr hinir týndn félagar, heilir á hóft. Sjaidan hef ég orðið fegnari að hitta menn heldur en þennan hráslagalega ' ans’t.morgun þarna uppi í Hengla riol1um. Sagðist þeim svo frá, að ekkj '"'fði þeim tekizt að átta sig í þok- ’>nni og illviðrinu daginn áður. Sáu '>eir því þann kost vænstan að Ieita sér skjóls og láta fyrirberast um nótt- ■na En ffl mun nóttin hafa verið, þótt þeir hefðu ekki mörg orð þar um Vii var féð rekið niður að Kolvið- 0g tirðum við að rétta þar, bess að margt fé úrölfusinuvar saman við okkar fé. Þegar því var lokið var setzt að veizluborði hjá Bergsteinn Kristjánsson safnaöi ÍFYNDNI OG FLÓNSKA Valgerði á Hólnum. Mikill var nú mun urinn að sitja í hinum fínu veizlu- sölum á Kolviðarhóli í stað þess að éta úti í illviðiinu á Kambabrún dag- inn áður. Lögðum við svo af stað nið- ur að Lögbergi, og gekk okkur afar illa, því að bæði var féð orðið hrakið og svo gekk á með suðvestan éljum. Komumst við ekki niður að Lögbergí fyrr en í kolamyrkri. Var okkur tekið þar sem miklum virktum af húsfreyj- unni þar, Guðfinnu Karlsdóttur. Sjaldan hef ég orðið fegnari að hátta heldur en kvöldið það, og líkt mun hugarástand þeirra hafa verið, sem ekki höfðu annað húsaskjól nótt ina áður en lítill hellisskúta á fjöll- um uppi. Oaginn eftir rákum við svo féð til Reykjavíkur, og þar með voru örlög þess ráðin. Mörg spor hafa verið gengin á eft- ir sláturfé vestur yfir Hellisheiði, en tíminn hefur skeflt yfir flest þeirra. Þessi ristu þó dýpra en mörg önnur, og þess vegna hafa þau veriö rakin hér. ÁRIÐ 1914 voru sagðar þær fréttir úr stríðinu, að Þjóðverjar hefðu fall- byssur, sem drægju nær hundrað kílómetra. Þetta þótti Gvendi sem öðrum mikil tíðindi og sagði þau kunningja sínum, er hann hitti á förnum vegi að kvöldi dags. — Þetta finnst mér ekki svo mikið, sagði kunningi hans, en líttu bara á hvernig þeir eru búnir að fara með tunglið, og benti honum á mánann. — Þeir hafa nærri skotið það niður. Af þessu varð Gvendur mjög á- byggjufullur, rölti heim til sín og sagði fréttirnar. Þegar langt var lið- ið á nótt, varð kona hans þess vör, að hann lá vakandi í rúminu. Hún sagði: — Hvað er þetta maður, getur þú ekki sofið? Gvendur stundi þungan: — Ja, Fríða, ég get ekki hugsað um annað en þetta með tunglið. 1004 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.