Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 19
Á ÞESSUM slóðum voru þelr Flóamenn aS velkfast með rekstra sína haustið 1937, þegar þeir hrepptu óveðrið. Það tekur af gamanið i vonzkuveðrum é fjöllum uppi, sérstaklega ef menn eru ekki búnir sem skyldl. héldumst við þarna lengi við. Bæði var, að fég gat ekki hamið sig fyrir illviðrinu, og svo var þokan orðin það svört, að við sáum ekki í kring um hópinn og áttum á hættu að tapa einhverju af fénu. Var því ekki um annag að gera en leggja af staS og reyna að ná að Kolviðarhóli. Brátt fréttum við það, að félagar okkar með hinn reksturinn væru ekki meg þjóðveginum. Vissum við þá, að þeir mundu hafa farig gamla veginn. Nokkuð vorum við uggandi um þá, því að þama eru götur óglöggar, og þetta ungir menn og ókunnir öllum staðháttum. Veðrig herti, er á daginn leið, og þegar vig komum niður í Hveradali, var komið ofviðri, og úr'koman eftir því. Féð bókstaflega hrakti, og regn- ig lamdist gegnum hlífðarföt okkar, svo að við urðum holdvotir. Varð mér nú oft hugsað til peysunnar, sem ég sendi heim, og óskaði þess, að hún væri komin. Sannaðist hér á mér gamli málshátturinn, „að enginn kann sig í góðu veðri heiman að búa.“ Hét ég sjálfum mér því, að aldrei skyldi ég fara fjallvegi oftar, hvorki gang- andi né ríðandi, öðru vísi en vel bú- inn. Þegar vig komum á Vellina fyrir neðan Kolviðarhól, létum við fég inn í girðingu. Sáum við, að þar var rekst- ur í annarri girðingu, og töldum víst, ag þar væru félagar okkar komnir. Var ekki laust við, að við öfunduðum þá af því að vera komnir inn í hlýtt hús, en við áttum eftir ag berjast á móti veðrinu alllangan spöl. En heldur brá okkur illa í brún, er við komum inn á Kolviðarhóli. Voru það þá ekki félagar okkar, sem þarna voru komnir, heldur voru þetta aðrir rekstrarmenn austan úr Flóa. Höfðu þeir farig gamla veginn og ekkert orðið varir við félaga okkar. Var nú einsýnt, að eitthvað hafði komig fyrir þá, og þótti nú útlitið ekki gott. Veðrig var eins og því hefur verið lýst, niðdimm þoka grúfði yfir öllu. Byrjað var að bregða birtu, og brátt myndi koldimm haust- nóttin leggjast yfir. Þegar vig vorum að ræða þetta, kom hópur ríðandi manna til bæjar. Voru þetta snialar úr Ölfusinu, og hugðust þeir gista á Kolviðarhóli um nóttina. En fjallskilafélag þeirra var einmitt eitt þeirra, sem frestað hafði smölun þetta haust. Að sjálfsögðu voru Ölfusingar þaulkunnugir á þess um slóðum, enda var þetta þeirra af- réttur. Töldu þeir ekki viðlit að hefja leit í þessu veðn undir myrkrið, nema þá með sérstökum útbúnaði, svo sem kastljósum og þokulúðrum. Varg það að ráði ag leita til Slysavarnafélagsins og biðja það um aðstoð. En um það leyti, sem fulldimmt er orðið, er barið ag dyrum á Kolviðar- hóli. Og er lokið var upp, koma inn úr dyrunum fjórir menn, holdvotir og veðurbarðir. Voru þarna komnir fjórir af félögum okkar, og sögðu þeir sínar farir ekki sléttar. Um morgun- inn, þegar þeir komu upp Kamba, var óveðrig ekki skollið á. Ákváðu þeir því að fara gamla veginn. En ekki höfðu þeir lengj farið, er niða- dimm þokan skall á þá. Munu þeir strax hafa lent of norðarlega, en eins og áður segir, voru þetta allt ungir menn og ókunnugir gamla veginum. Þegar á daginn leið, komu þeir í dal nokkurn, sem þeir könnuðust ekki við. Var það þá að ráði, ag tveir færu að leita hins rétta vegar, en hinir fjórir skyldu gæta fjárins. Liðu nú svo nokkrar klukkustundir, að ekki komu þeir aftur, er veginn áttu að finna. Kom þar loks, að hinir yfirgáfu féð líka og vildu freista þess að kom- T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 1003

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.