Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 7

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 7
iö fram gagnvart þcim mönnum, sem voru brautryðjendur flugsins á sín- um tíma. — í Rússlandi var það maður að nafni Tsjolkovskij, sem varð samnefnari þessara vangaveltna og hugmynda. Konstantin Tsjolko- vskij, eins og hann hét fullu nafni, — fæddist árið 1858 og lifði fram til ársins 1935. Hann var kennari í eðlisfræði og stærðfræði í Kaluga í Rússlandi árið 1882, og hinn þekkti eðlisfræðingur Mendelejev sá svo um, að hann var gerður meðlimur í fé- lagi eðlis- og efnafræðinga í St. Pét- ursborg. Hann ritaði um eldflaugar og tæknivandamá.l þeim að lútandi allt sitt líf og var sennilega fyrstur manna til þess að gera sér ljóst, Ihvað þyngdarhlutfallið milli brennslu efnisins og eldflaugarinnar sjálfrar hefur mikla þýðingu. Með hinni eðlis fræðilegu þekkingu sinni komst hann að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt væri að nota fljótandi eldsneyti, þeg- ar menn vildu hafa þyngdarhlutföll- in mikil. — Nú á tímum eru aðallega til tvær gerðir eldflauga: þær, sem knúnar eru föstu eldsneyti og hhiar, sem knúnar eru fljótandi eldsneyti. Hinar gömlu púðuréldflaugar höfðu vitanlega fast eldsneyti. Eldsneytið sjálft inniheldur bæði efni, sem kemur af stað bruna, og efni, sem brennur, svo sem sprengi- efni ávallt gerir. Þessu er oft þannig fyrir komið, að löng púðurstöng eða stöng úr öðru brennsluefni brennur frá öðrum enda og gasið, sem við iþað myndast, streymir út úr flaug- inni að aftanverðu. í eldflaug, sem knúin er fljótandi eldsneyti, er kveikiefnið og sjálft brennið aðskilin, og er hvort í sínu rúmi í eldflaug- inni. Kveikiefnið getur verið sait- péturssýra eða fljótandi súrefni, en það, sem brenna skal, „brennið", er oft alkóhól eða eitthvað kolhýdrat, svo sem parafín eða annað svipað því. Þessi efni blandast svo í brennslu- rúminu, og þar myndast hátt hita- stig. Síðan er bara að opna „reykn- um“ leið út úr afturenda eldflaugar- innar um þar til gert op. Eldflaug af þessu tagi er náttúrlega mjög flókin að gerð, þar eru geymar, kranar, dælur og alls konar tæki önnur, og auðvitað verður að sjá til þess, að vökvarnir blandist í brennslurúminu í réttu hlutfalli á réttum tíma. Verði einhver mistök i því sambandi, getur hæglega farið svo, að eldflaugin springi í loft upp, eins og ótal dæmi sanna, eða þá, að nægilegt hitastig myndist ekki. Víkjum nú aftur að Tsjolkovskij: Við 1. mai hátíðahöldin 1933 talaði hann í útvarpið í Kaluga, þá 75 ára gamall og sagði meðal annars: „í fjörutíu á.r hef ég unnið að tilraunum varðandi lögmál eld- flauafræðinnar, og ég ehf sannað, að ferðir til Marz muni vera mögu- Á MYNDUNUM tvelm hér á síðunni sést gervihnöttur, sem búlð er að skjóta á loft. Á efrl myndinn! sést, þegar hliðarstykkl kastast af hnettinum. Þau falla til jarðar, en þriðja þrep eldflaugarinnar knýr gervlhnöttinn áfram. Á neðrl myndinni hefur gervihnötturinn losað sig við eldflaugina, 09 „skóflu"-blöðin, sem taka eiga við geislun frá sóiu, eru útdregin. — Neðst á myndinnl er jörðin í óra- fjarlægð. legar í náinni framtíð. Það er erfitt að segja nákvæmlega fyrir um, hve- nær það mun verða, en ég er sann- færður um, að geimskip munu í framtíðinni geta ferðazt milli plán- etanna.“ — En hversu margir voru þeir, sem veittu þessum orðum verð- skuldaða athygli, þegar þau voru ■sögð? Árið 1935 lagðist hann banaleguna, og hann gaf kommúnistaflokknum og sovézku ríkisstjórninni alla út- T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 991

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.