Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 3
■ ■ ■ ■■ ■ ■ ■ ■ .................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. ........... ............................................ .............................................••:••••• Skip sigldu upp Tempsá, og þar hafa bátar verið notaðir til flutn- inga. Það er því ekki óeðlilegt, að bátshaki er meðal þess, sem fund- izt hefur á bökkum Tempsár. Hann er ríflega sextán sentimetra lang- ur, og sjálft hakið er átta senti- metra langt. Á honum voru leifar af tréskafti. Hann er frá fyrstu áratugum annarrar aldar. Saxöxi með skalla fannst á bökk um Tempsár. Axarblaðið er fimm- tán sentimetra lengt, en skallinn er rúmir fimm sentimetrar frá auga. Ásamt skaröxinni fundust róm- verskir peningar frá fyrri hluta fyrstu aldar, og er talið, að sjálf sé hún frá síðari helmingi'aldar- innar. Hún er nokkuð frábrugðiu sams konar verkfærum, sem varð- veitt eru í söfnum í Norðurálfu. Hamarshausinn, sem er tíu senti metra langur, fannst í votum mó í grennd viff gamlan og leðjubor- inn lækjarfarveg, ekki langt frá Tempsá. Hausinn er tíu sentimetra langur, og var í auganu bútur af skaftinu. Hinum forna smið, sem notaði þennan hamar síðastur manna, hefur orðið það, sem enn er stundum gert, þegar hamarshaus fer að losna á skafti: Hann hefur rekið naglagaur niffur me(> skaft- inu, svo að hausinn tylldi betur. Jámkarl, meitill og þjöl er ineðal hinna fundnu muna. Jám- karlinn er allmikill gripur, nálega sjötíu sentimetra langur. Róm- verskir peningar, sem með honum fundust, benda til fyrstu aldar. — Hann hefur varðveitzt mjög vel, og hefur hið nýtízkulegasta snið. Meitillinn fannst í leðju á Temps árbökkum. Hann er tæplega tutt- ugu og fjórir sentimetrar á lengd, og á honum sitja enn leifar af tré- skafti, sem á honum hefur verið. Breidd hans er tæpir tveir senti- metrar. Hann er frá byrjun ann- arrar aldar. Þjölin fannst á sama stað og Flutt á 1006. sí5u. T í M I N N — SUNNUDAGSBI.-*" 987

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.