Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 5
„EG ER smeykur um, að jólin séu fyrirfram skemmd fyrir mörgum börnum, jafnvel í sumum tilfellum eyðilögð, af þvi að gluggasýningar og aðrar auglýsingar og margs kyns fyrirgangur annar spenni taugar þeirra, eftirvaentingu, óskir og kröfur fram úr öllu hófi, og hátíðln sjálf verði í hugum þeirra misheppnaður endalinútur í öllu þessu æsilega sjónarspili". Hin eiginlega þýðing jólanna er „fögnuðurinn mikli“, sem jólaguð- spjallið talar um: „Yður er frelsari fæddur, Kristur Drottinn". Hátíðin er fædd af þeirri vitund, að þarna sé um staðreynd að ræða, sem mest hafi orðið í sögunni og mestu skipti af öllu fyrir hvern einstakan mann. Það er gjörtæk trúarleg reynsla á bak við hana að upphafi vega og kjarn- inn í henni alla tíð. Umbúðirnar virð- ast óneitanlega vera orðnar nokkuð yfir sig vaxnar og kjarninn að sama skapi djúpt sokkinn undir yfirborðið. — Hvað finnst yður einkenna mest jólahald manna nú? — Eg er ekki nógu kunnugur til þess að geta svarað þessu, sfzt svo að svarið gæti átt við þjóðina í heild. Hér í Reykjavík eru dagarnir og vik- urnar fyrir jól með augljósum ein- kennum, mikil mannaferð, asi og annríki á öllum. Á aðfangadagskvöld færist kyrrð yfir bæinn. Mikill fjöldi fólks sækir aftansöng í kirkjunum, þær eru allar yfirfullar, að vísu er það aðeins brot bæjarbúa, sem sækir kirkjur þetta kvöld, því að þær rúma ekki nema brot þeirra. 1 fleiri fara þá f kirkju en endranær. þegar frá er talinn páskadagsmorg- unn. Þetta er eitt af því, sem ein- kennir jólin hér í Reykjavík. Úr hverju húsi berst bjarmi af jólaljós- um og úr mörgum ómar af jólasálm- um og blessuð börnin, sem maður sér, eru fjarska glöð á svipinn. Ég býst við, ag jólahaldig sé nokkuð sitt með hverju móti á heimilum, það fer eftir heimilislífi að öðru leyti og lífsafstöðu. Ég er dálítið hræddur um, að jólahaldið — eins og margt háttalag endranær líka — gæti virzt benda til þess, að spurningin gamla sé gleymd: Er ekki lífið meira en fæðan og líkaminn meiri en klæðnaðurinn? — Sumir hafa kallað jólin hátíð kaupmannanna. Hvernig snertir þessi skilgreining yður sem trúmann? — Það er gamall og góður siðr að leitast við að veita öðrum gleði á jólunum. Sá siður er vaxinn af eðli og anda hátíðarinnar, en hann hefur nú sogazt út í stórstraum viðskipta- lífsins og tekur þar á sig skrípa- myndir. Gífurlegu fjármagni er ausið í það að vekja þarfir, kröfur, óskir hjá börnum og fullorðnum, ekki sízt börnum, skapa og viðhalda gjafa- tízku og ginna menn út í óhóflegt bruðl, sem engan getur glatt í raun og veru, sízt af öllu börn. Ég er smeykur um ag jólin séu fyrirfram skemmd fyrir mörgum börnum, jafnvel í sumum tilfellum éyðilögð, af því að gluggasýningar og aðrar auglýsingar og margs kyns fyrirgang- ur annar spenni taugar þeirra, eftir- væntingu, óskir og kröfur fram ú- öllu hófi og hátíðin sjálf verði í hug- um þeirra misheppnaður endahnútur í þessu æsilega sjónarspili. Mörgum finnst, að verið sé að gera jólin að stórkostlegri blótveizlu fyrir Mamm- on. En meðal. annars, sem þessu fylg- ir, er það, að jólavertíðin er orðin helzta stoð okkar og stytta í því æru- sama rykti að vera mesta bókaþjóð í heimi. Kannski er ofvöxtur jólaviðskipt- anna gelgjufyrirbæri, eitt af mörg- um, sem fylgir því stökki, sem við höfum tekið frá fábrotnu, fátæku þjóðfélagi yfir 1 þetta, sem við n búum við og enginn okkar vildi skipta á og hina, sem við, miðak fólkið, ólumst upp við. Jólin höfðu í fyrri daga mátt til þess að lyfta Flutt á 1005. síðu T í M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 989

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.