Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 17

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 17
IEftirhreytur um Jón And- résson og niðja hans Bjarni Kjarunsson situr vig borð- ið í litlú stofunni sinnj og handleik- ur baukinn. Uppi á veggnum hanga myndir af Hrútafelli undir Eyjafjöll- um og Flatey á Breiðafirði með Silf- urgarðinum fræga. Uti fyrir steypist haustregnið niður i húsasundin við Laugaveginn. Bjarni hefur varla slitið hugann frá forkunnarfögiu langspili, sem hann hefur í smíðum í vinnustofu sinni niðri í kjallaranum, og hann fitlar drjúga stund við baukinn, á meðán það seytlar í bugann, er honum var forðum sagt um smiðinn mikla, Jón Andrésson — cðru nafni Jón völund i Öxl. Og þegar hann hefur kannað hugarfylgsni sin, reynast þeir ófáir, sem miðluðu honum fróðleik um þennan fágæta mann — fólk, sem sjálft þekkti hann og mundi. Hann nafngreinir þetta fólk: Sonarsyni Jóns Andréssonar, Einar og Jón, Svein Þórðarson, Elinóru Jónsdóttur, stofu- þernu kaupmannshjónanna á Búðum, Kjartan Þorkelsson, föður sinn, og Guð'laug Grímsson írá Knerri. Og þegar hann hefur raðað minnniga- brotunum saman í huga sér, hefur hann frásögn sína: — Um þær mundir, er Jón völundur var kominn að Öxl, var Sveinn Guð- mundsson kaupmaður á Búðum, en séra Sveinn Níelsson prestur á Stað- arstað. Séra Sveinn var silfursmiður á borð við það, er þekktist meðal al- þýðu, en lét ekki minna yfir því en réttmætt var, því að hann var maður grabbinn um sumt. Jón í Öxl var slík- ur listasmiður, þó einkum á málma, að þar komust ekki aðrir jafnfætis. Sveinn kaupmaður var athafna- maður mikill og hafði almannahylli, og mörgum þeim, sem stóðu höllum fæti, var hann hin mesta hjálpar- hella. Jón Andrésson kom bláfátækur að Öxl og var þar á ofan drykk- felldur, svo að þröngt var oft í búi lijá karli. Lifði hann að verulegu leyti á íramfæri Sveins við smíðar og annað. Svein Guðmundsson var gleðimað- ur mikill og skartmaður. Séra Sveinn Níelsson var ráðríkur og vildi láta aðra sitja og standa sem honum þóknaðist. Voru stpndum væringar með þeim nöfnum, því ag presti þótti Sveinn kaupmaður stundum skipta sér af því, er hann vildi sjálfur ráða, auk þess sem hann færði kaup- manni það til lýta, að hann væri gal gopi meiri en hóf væri að. Til Jóns í Öxl þótti séra . Sveini næsta lítið til koma, og ekki hélt hann smíða- iþrótt hans á loft. Sögu þá, sem hér fer á eftir, sögðu Elinóra, er stofuþerna var á Búðum, og Guðlaugur Grímsson frá Knerri. Gerðist hún á áruúum 1850 til 1860. Svo var mál meg vexti, að Sveinn Guðmundsson sigldi oft á haustin til Kaupmannahafnar, svo sem var vandi margra kaupmanna. Hélt hann sig þá hið bezta og horfði ekki í kostnað. Kom hann nú eitt sinn að máli við Jón völund í Öxl og bað hann að smíða handa sér silfurfesti við úr sitt og vanda svo til verksins sem hann frekast gæti. Lét hann Jóni x té silfur og lofaði honum góðri hugnun fyrir verkið. Um svipað leyti vakti hann einnig máls á því við séra Svein, að hann hygði á siglingu næsla haust, og þætti sér verst, að hann ætti ekkert, sem boðlegt væri, við úrið sitt. Lét prestur þess þá kost, að hann smíðaði handa honum festi, og tók kaupmaður því vel, — segir, að hann skuli ráða allri gerð. Ekki grunaði prest, að þetta var allt með prettum gert. Líður svo fram undir haust. Þá var það eitt sinn, að séra Sveinn messaði á Bútj- um og hafði með sér festi þá, sem hann hafði smíðað. Að lokinni messu leiddi kaupmaður hann til stofu með mikilli blíðu, og var þar livert sæti skipað hinum betri bændum sóknar- innar. Þó var þar einn mislitur sauð- ur í hinum fríða flokki: Jón gamli í Öxl. Nú gerist það þarna í stofunni, að séra Sveinn dregur upp úrfestina, sem hann hafði smíðað handa nafna sínum. Var á henni viðhlítandi smíði og gætti eigi neinna stórlýta, en eng- an veginn neitt listamannshandbragð. Gengur nú festin manna á milli, og lofa allir gripinn svo fagurlega sem greind og orðfimi leyfði. Mun þó ekki hafa verið örgrannt um, að það væri meira af hræsni gert og fagur- gala en hjartans sannfæringu. Þegar menn höfðu skjallað séra Svein alllengi fyrir smíðisgripinn, vék Sveinn kaupmaður sér að Jóni í Öxl og segir: „Hvernig var það, Jón — var ég ekki einhvern tíma búinn ag biðja þig að krækja saman festi, sem ég ; gæti notað heima við?“ Allt var þetta með ráðum gert, og fer nú völundurinn í vasa sinn og . dregur þar upp festi sína. Var vafið utan um hana líknarbelg, er þá var siður að nota, þegar búiö var um ; silfurmuni. Rekur Jón gamli skænið utan af festinni, leggur hana síðan á borðig og lætur þau orð falla um leið, að betur geti hann ekki gert 1 en þetta. Var þetta hinn prýðilegasti gripur, og hékk við festina silfur- skjöldur með nafni kaupmanns. Sóknarbændur skoða nú einnig þe9sa festi, en enginn vill neitt um það segja, hvernig þeim virðist gripurinn. Þegar þannig hafði gengið ] í þegjandi þófi hæfilega lengi, vík- ur Sveinn Guðmundsson sér ag Jóm og segir: „Það verður þó ekki ofsögum af þér sagt, Jón — andskotinn hafi það, að þú getir nokkurt handtak gert án þess að dríta í það. Sjáðu nú festina pró- fastsins: Ilann hefur haft lilekkina • ofurlítið misjafna vegna tilbreyting- arinnar, en hjá þér er eins og þeir séu allir úr sama mótinu, svo að þar . sést enginn munur á. Og svo heturðu hengt hér við þessa silfurkringlu, og ekki veit ég, hvað hún á að þýða“. Mönnum varð nokkuð ónotalega við þessi orð kaupmanns, og séra Svein setti dreyrrauðan, því ■ að hann skildi þegar skensið. Ilina næstu messudaga þáði hann engar góðgerðir á Búðum, og fannst það á, ag honum þótti sér stórlega mis- boðið. Jón Andrésson andaðis, i3ö6 Ilygg ég hann grafinn að Knerri. Nokkra smíðisgripi Jóns, sem til voru fram yfir síðustu aldamót, bar fyrir augu mín. Eitt var gamall og slitinn Ijár, sem Guðlaugur Grímsson átli. Skrúflöð ryðgaða sá ég líka hjá einurn niðja Jóns og borðskrúfstykki. Ilafði hvort tveggja verið af hagleik gert í upphafi. Loks sá ég silfurskeið úr búi Þorleif læknis í Raufarhöfn í eigu Þórðar Jóhannssonar, Þórðar- sonar á Rauðkollsstöðum. Þótt hún væri snjáð orðin, var svo mikið eftir af skafti hennar, að ekki duldist, að þar hafði hagleiksmaður að unnið. Ég þekkti marga niðja Jóns, gott fólk, og enn er lifandi sonardóttir hans, Rannveig Magnúsdóttir á Álfta vatni í Staðarsveit. Einn sona Jóns var Jón á Eiði í Eyrarsveit, mikill smiður. Hann drukknaði á leið úr Stykkishólmi í Kolgrafarfjörð, rétt við land. Um þann atburð kváðu hagyrðingar þar vestra. Bjarni Guðmundsson í Rifi kvað: Það var neyð hjá lýðum lands ljóst við reiðarhaga Flutt á 1006. síðu. TÍMINN - SIJNNUDAGSBLAÐ 1001

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.