Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 13
brír færeyskir burðarlaupar — alíf safngrlpir í þjóðminjasafninu í Þórshöfn. enninu, ef byrðin var ekki talsvert þung. Og það voru ekki karlmennirnir einir, sem báru þannig byrðar langa vegu. Konur gengu ekki síður undir laupi, enda alsiða á seinni tímum, eftir að veiðar undir Grænlandi og íslandi hófust, að karlmennimir væru ekki heima nema hluta úr ár- jnu Þó voru laupar kvenna heldur minni en hinir venjulegu burðarlaup ar. Bömin vöndust líka snemma laupaburði, einkum drengirnir. — Handa þeim voru smíðaðir litlir laupar við þeirra hæfi, og sums stað- ar voru drengir ekki orðnir nema íimm eða sex ára, þegar þeir eignuð- ust laup. Oftast þótti samt ekki taka því ag leggja þeim byrðarnar á herð ar fyrr en á níu eða tíu ára aldri. Svo samgróinn var laupurinn fær- eysku þjóðlífi, að hann var notaður sem mál. Væri nefndur burðarlaup- ur, vissu allri, hversu mikið rúmtak það var, rétt eins og smálest, rnetri og lítri eða pottur eru hugtök, sem allir skilja nú á dögum. Það var býsna margt, sem borið var i laupum. Færeyingar sveifluðu þeim á axlir sér flesta daga ársins. Menn báru farangur og vaming yfir fjöll og firnindi. Börn voru færð til skírn- ar í laupum,' og mæður og feður báru lítt gangfært ungviði með þeim hætti langa vegu, þegar farið var í heimsókn til kunningja í öðrum byggðarlögum. Sjúkt fólk var einnig flutt í laupum, og var þá gert gat á botninn og sett þar í fótafjöl, svo að sjúklingarnir gátu setið sem í sæti. En mest voru þó lauparnir notaðir vig teðslu, móburð, þaraburð og afla- burð. Laupar, sem notaðir voru við mykjuburð, voru svipaðir gömlu mykjukláfunum íslenzku. Það var hægt að hleypa úr þeim. Taðburður hófst, þegar kom fram á vorið. Fyrst var borið á akurreinina, síðan á kartöfluskákina. Því átti í síð- asta lagi vera lokið á krossmessu. Og það var sums staðar býsna drjúgur spöiurinn með áburðinn, jafnvel ná- lega tveir kílómetrar. En þar hefur verið sérstaklega landþröngt heima fyrir og orðið ag sælast eftir ræktan legum blettum ,hvar sem þá var að fmna. Víðast var miklu skemmra að fara, og stundum aðeins steinsnar að kalla. Heyið var bundið í bagga á sumr- inu og borið þannig heim, þótt talið væri í það í iaupum, þegar menn gerðu sér grein fyrir því, hve mikill heyfengur þeirra var. En að vetrin- TÍHINN - SUNNUDAGSBLAÐ 997

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.