Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 16
Gamall maður með mólaup á baki. vissu þar af góðu hleðslugrjótí. Og þá var það iðulega borið eins og annað. Stóra steina, sem á annað borð voru manntækir, báru þeir á beru bakinu, en þá, sem smærri voru, í svonefndum grjótlaup, sem um margt líktist raunar barkrókum þeim, sem notaðir voru hérlendis. Hinar fornu hleðslur í færeyskum byggðum sýna, að þar er margan steininn bú- ið að bera. Og þeir fluttu líka jarðveg í laup- um. Hversu stórkostlegur sá moldar burður hefur stundum verið, má marka af því, að tveir þriðju þeirrar moldar, sem er í kirkjugarðinum í Halldórsvík á Straumey, er borin þangað í laupum úr haganum, hundr að metra leið, að sönnu undan brekku. Þeir, sem það gerðu, hafa sannarlega unnið til þess að hvíla hóg lega í grafreit byggðar sinnar. Það var orð gert á því, að föt slitn uðu iila við laupaburðinn, einkum á öxlum, herðum og lendum. Og fór ekki heldur hjá því, að mennirnir sjálfir bæru merki þessa strits, þegar aldur færðist yfir þá. Margir fengu hnúta á bakið, þar sem laupurinn lá á þeim, og stundum sáust hvítir lokk ar í hári manna, þar sem burðarfetill inn hvíldi á liöfðinu. Þó er það skoð un þeirra, sem gerzt vita, að þessi burður hafi ekki valdið neinu því, sem unnt sé að nefna atvinnusjúk- dóm, en auðgert hafi verið að oftaka sig vig burðinn, svo sem við alla þá erfiðisvinnu, sem sótt er af hlífðar- lausu kappi. Stundum bar líka við, að menn meiddust illa, ef þeim skrik aði fótur í hálku undir þungum laupi, og jafnan var börnum og unglingum tekinn strangur vari fyrir þvi að hrekkja mann undir byrði, gera hon um hverft við eða hanga á byrði hans. Iðulega reif af mönnum á bakinu og lendum, þegar mikið var borið, og var þá notað lendabelti til hlífðar — hlíf, sem í var haft hey eða ull. En á því var ekki þörf, nema þegar menn báru mykjumó eða þara dag eftir dag. Menn bognuðu ekki eða kýttust und ir laupum. Það var þvert á móti tal- ið, að hann rétti úr þeim mönnum, sem voru lotnir, og getur verið, að fetillinn á enninu hafi stuðlað að því. Að minnsta kosti er það staðreynd, að gamlir menn, sem alla ævi höfðu að staðaldri borið þungar byrðar með þessum hætti voru oft beinir i baki og héldu undravel reisn sinni. Sjálfsagt þótti að hirða laupana vel Þegar mykjuburði var lokig á vorin, voru þeir lagðir í bleyti í læk eða sjávarlón og látið í þá grjót, svo að þeir flytu ekki brott, og þar að auki tjóðraðir við bakkannn. Eftir einn eða tvo daga voru þeir síðan þvegnir vandlega og skafið af rimum og stuðlum, ef skarnið sat fast á þeim. Við þvottinn var venja að nota sand og slý og höfð þvaga til þess að nudda þá með. Sápa var ekki notuð á laupa. Á sama hátt voru þvegnir laupar, sem notaðir voru til fiskburðar og ann- ars þess, sem óhreinkaði þá. En mörg- um var þó illa við, að svo langt væri gengið, að fisklyktin af þeim hyrfi, á meðan róið var. Gamali hringjarinn í Viðareiði, kóngs- bóndi og einn bezti bjargmaður Fær- eyja á manndómsárunum. Það ber ekki á því, að hann hafi bognað undan öllum þeim iaupaburði, sem tiðkaðist um hans daga. 1000 T í M I N N SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.