Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 18

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 18
fKRISTINN HELGASON: ÓVEÐURSHLJÓMKVIÐA Á HELLISHEIÐI Líklega er sauðkindin það húsdýr á íslandi.s em mestra vinsælda hefur notið, og ber þar einkum tvennt til. f fyrsta lagi eru hinar margvíslegu afurðir, sem hún gefur af sér. Má ætla, að hún ætti drýgstan þátt í að halda lífinu i íslenzku þjóðinnj á hörmungartímum hennar, því að ekki var nóg með, að það væri hinn góm- sætasti matur, sem hún gaf af sér, heldur var það tillin í skjólgóðan fatn- að og skinnið í skóna, og hver er sá, sem fer út í skammdegiskulda og þykir ekki gott að skýla sér með úlpu. fóðraðrj með :.slenzkri lambsgæru. Og mörg gerast ævintýrin í sam- bandi við sauðkindina. Já. hversu mikil er ekki tilhlökkunin hiá börn- unum, þegar sauðburðurinn hefst? Og kemur þá ekkj barnið upp í mörg- um fullorðnum manninum líka? Þá má ekki glevma stnalamennskunum og kannski ertt það fjallferðir. bæði vor og haust. sem varpa mestum ljóma á ævintýrið Sjálfar réttirnar eru samt hápunkt- ur ævintýrisins Þær ganga næst sjálfri jólahátíðinni hjá mörgum börn um og unglingum, já, og hjá mörgum fullorðnum líka. En þegar réttirnar eru afstaðnar. hefst alvara lífsins Hversu oft hef- ur ekki verið horft tárvotum augum á eftir fallegri lífgimbur. erfiðleik- arnir að koma sláturfénu á markað- inn, fyrst að reka bað í marga daga. kannski um fiallvegi. standa svo yf- ir bví við kaupstaðinn, þar ti! kaup m^nninum þóknaðist að katina það. Tímarnir breytast Nú er slátur fénu ekið á bílum Nú er það ör fárra klukkustunda akstur, sem áður var marga daga rekstur Nú taka sláturhús við fénu, sláturhús, sem bændurnir eiga sjálfir, og nú þarf ekki að bíða eftir, að kaupmaðurinn vilji kaupa. Það er hætt við, að nútímamaður- inn, umkringdur öllum nútímaþæg- indum, gleymi þeim svaðilförum, er oft voru farnar að áliðnu hausti. Því skal rifjuð hér upp ein slík ferð með sláturfé austan úr Flóa til Reykja- víkur. Var hún farin fyrir 25 árum. ☆ Sumarið 1937 var með eindæmum votviðrasamt hér sunnan lands. Mátti segja, að hreint neyðarástand ríkti með heyskapinn í ágústlok. En í byrj- un september brá til norðanáttar, og var þá heyskapurinn sóttur af miklu kappi. Fór svo, að sumar sveitir frest- uðu fjallferð til þess að tefja sig ekki frá heyskapnum. Þetta gerðu þó Flóamenn ekki, og var því réttað á venjulegum tíma. Komu til þeirra boð frá Sláturfélagi Suðurlands, sem vildi fá féð úr Flóanum sem fyrst til slátrunar, þar eð dráttur var á suð- urrekstri úr öðrum sveitum. Bændum úr Hraungerðishreppi var ætlað að slátra fé sínu föstudaginn 1. október. Urðu þeir því að leggja af stað mánudaginn 27. september, því að fjóra daga var verið að reka féð austur úr Hraungerðishreppi til Reykjavíkur. Rann nú mánudagurinn upp bjartur og fagur. Féð var rekið saman, og reyndust þetta vera tólf hundruð. Var þessu skipt í tvo rekstra, og skyldu sex menn vera með hvorn rekstur. Gerðist nú ekkert markvert þennan dag, nema smáatvik, sem kom fyrir mig og verður mér lengi minn isstætt. Snemma dags lenti ég í eltingaleik við nokkur lömb, sem voru staðráðin í að selja mér frelsi sitt dýru verði. Var þetta til þess, að mér hitnaði mjög. Fletti ég mig klæðum, fór úr peysunnj og sendi hana heim með þeim ummælum, a?j óþarft væri að vera í henni í svona góðu veðri. Hægt og rólega seig féð á undan okkur vestur Ölfusið. Þegar líða tók KRISTINN HELGASON á daginn, matti sjá kolmórauðan blikuklósiga læðast upp á suðvestur- loftið. Boðaði það, að veðrabrigði væru í nánd. Um kvöldið tók annar hópurinn gistingu í Gljúfurholti, en hinn í Vorsabæ í Ölfusi. Morguninn eftir, þegar komið var á fætur, var sjáanlegt, að veðrið var breytt. Loft var alskýjað og kominn suðaustankaldi. Var nú lagt af stað og ekki stanzað fyrr en i Hveragerði. Drukkum við þar kaffi og lögðum svo upp Kamba, Ekki höfðum við lengi farið, er tók að rigna, og er við komum upp í miðja Kamba, var komið suðaustan rok, slagveður og blindþoka.Áþessum árum var oft venja að fara með fjár- rekstra gamla veginn og koma Gamla- skarð niður á Kolviðarhól. Var þetta hæði gert af því, að þetta var styttri leið, og einnig var stefnt að því að forðast umferðina á veginum. Ekki þótti okkur þó ráðlegt a?j yfirgefa þjóðveginn í þessu veðri, og mjökuð- umst við hægt upp á Kambabrún. Ailt.af hertj veðrið, eftir því sem of- aT dró. Rétt fyrir vestan Kambabrún eru svonefnd Hurðarásvötn. Ætluðum við að á fénu þar því að bæði þurfti það að hvílast og bíta. Settumst við niður og fórum að borða. en heldur var það kaldrrnalegt borðhald. Ekki Hér segir frá hrakningum, er fjárrekstrarmenn úr Flóanum lentu í meí fé sitt á HelIisheíSi, begar sá háttur var hafður á a$ reka sláhirfénaílinn yfir heií- ina til Reykiavíkur. ?>á gátu slæm haustveíiur or'Si'S rekstrarmönnum erfi'S vifiureignar og stundum minnk- aí hiIi<S milli lífs oo dauða. 1002 T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.