Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 22
LAUPAR - Framhald af 1000. síðu. Þegar laupar tóku að slitna og bila, var mikil stund lögð á að dytta að þeim. Voru þá oft settir hólkar úr horni á stuðulendana, og sumir gerðu þaff, þótt ekki væru þeir farnir að láta á sjá. Rimar voru spengdar á marga vegu og samskeytí styrkt með svipuðum ráðum. Á milli þess, sem lauparnir voru notaðir, voru þeir geymdir í útihús- um, hjöllum, byrgjum og kjöllurum eða fjósum, þegar naut lágu úti. Hin- ir smærri laupar voru látnir í hina stærri, svo aff allt rúmaðist sem bezt, jafnvei þótt nóg rými væri. Þar kom til greina snyrtilegur frágangur. Úti máttu þeir ekki vera; því að þá veðr uðust þeir meira en góðu hófi gegndi, þar að auki var þeim hætt við að fjúka i stormum og stórviðrum Það var auðvitag misjafnt, hve lengi lauparnir entust. Það valt á því, hve vandað var til smíðarinnar í upphafi, hvernig þeir höfðu verið not aðir og hve vel þeim var haldið vig. En það eru til mjög gamlir laupar í Færeyjum. Á Viðareiði við Hvanna sund er tii torflaupur manns, sem þar hóf búskap árið 1777. 1 sömu byggð er annar laupur mjög forn, sem enginn veit aldur á. Elzti laup urinn í Gjógv er hundrað ára og er enn notaður. í Húsavík er hundrað og fimmtíu ára gamall lár. Á Norffur- eyri við Borðeyjarvík er hundrað og fimmtíu ára gamall loklaupur, sem hætt var þá fyrst að nota, er bílveg- ur kom til Klakksvíkur, og í Gásadal er áttatíu ára gamall laupur. Annars var talið', að góður Iaupur entist vana lega fjörutíu ár. Samt eru til margir fimmtíu til sjötíu ára gamlir laupar, sem enn eru notaðir. ef svo ber undir. Nú er blómaskeið laupanna iiðið, og í .mörgum færeyskum bæjum er vaxið upp fólk, sem varla hefur séð mann með jaup á baki. En samt á þetta foma búsgagn mikil ítök í hug um Færeyinganna. En nú er laupur- inn farinn að sveipast gliti fjarlægð- arinnar, eins og margt annað, sem gamalt er og horfið úr daglegu lífi. Skáldin færeysku minnast hans oft í ljóðum, þegar þau bregffa upp mynd um úr iífinu í byggðunum. „Ég var bert piltur, hann var vangagráur hann fór á seiðaberg vig ieyp á baki'* segir Hans A. Djurhuus í ljóðaflokkn um u m Argus. Og ann eru smíðaðir laupar í Fær- eyjum — „Ieypar“ eins og þeir heita á þariendu máli. En það eru agnar- litlir laupar, sem ætlaffir eru sem bréfakörfur og aðallega seldir ferða- mönnum, sem koma til eyjanna, líkt og hvalbeinsmenin, sem þar blasa við í búðargluggum, þegar gengið er inn hafnargötuna í Þórshöfn. En úr hinu daglega lífi Færeyinga eru lauparnir víðast horfnir. Annars staðar eru þeir að syngja sitt síðasta vers. (Heimild: Fróðskaparrit — Föroyski leypurinn eftir Jóhannes av Skarði). Úr ævi vinnukonu - Framhald af 995. síðu. átthögum sínum til Austfjarða. Ti\ Reykjavíkur fluttist hann síðar, og þar dó hann um nírætt. Hann var heilsugóður alla sína ævi, nema sið- ustu árin var hann blindur. Eg kom til hans nokkrum sinnum á síðastu árum hans. Hann var hress og fylgdist með öllu og tapaði ekki Flutt af 1001. síðu Jón á Eiði og arfi hans entu skeið lífdaga. En vísa eftir Hjálmar Jónsson á Skildi í Helgafellssveit er á þessa leið: Ljóðapistil lesa má, Ijúfan missti ég smiðinn. Þar voru ristar rúnir á, rofnaði kistuhliðin. Meðal barna Jóns á Eiði var Ólaf- ur, sem kenndur var við Hrísa i Helgafellssveit, mikill þjóðhagí Bróðir hans, Sigurður, bjó á Arnar- stöðum og Saurum í Helgafellssveit. Þegar föðurbróðir minn, Guðbrandur verzlunarmaður Þorkelsson í Ólafs vík, sýslaði við það um síðustu afda- mót að finna upp róðrarvél í báta, ráðfærði hann sig við tvo nafnkunna hugvitsmenn og smiði.úr innsveitum. Annar þeirra var Hrísa-Ólafur. Litlu síðar fluttist Ólafur til Reykjavíkur, og þar varð hann þjóð kunnur maður, Reykvíkingar nefndu hann Óla galdra, og var það dregið af hugviti hans og snilli við vélsmíð- ar margs konar Þekking manna á því sviði var nauffalítil, og margt það, sem Óiyur frá Hrísum gerði, var hrein ráðgáta og þótti ganga göldrum næst Þaðan var viðurnefni hans runnið. Eðlislæg snilligáfa gerði honurn fært að leysa það af Laijsit 41» krossgátu minni fram til hins síffasta. En oft minntist hann á veru sína í Hlíð, hvað sér hefði liðið þar vel og hvað hann hefði fengig mikið veganesti hjá Vil- borgu. Hún hefði kennt sér að hugsa og greina sorann frá hinu góða. En eitt sagði hann, að sér hefði aldrei tekizt að uppræta af göllum sínum. Það var hefnigirnin, og kenndi hann það vinnukonunum, sem voru á bæ þeim, sem hann dvaldist á fyrstu árin sín allt fram að fermingu. Sumar af þeim, einkum þó ein, hefðu alltaf verið að jagast í sér og gera lítið úr sér á allan hátt. Og þá hefði komiff í sig þrjózka að hefna sín á einhvern hátt á öllum þeim, sem gerðu aff óþörfu á hluta hans. Þetta er nú aðeins eitt dæmi. En þeir voru fleiri, sem höfðu svipaða sögu að segja En Vilborg vann öll sín verk í kyrrþey og vildi sem minnst láta á þeim bera. hendi, er öðrum var um megn, jafn- vel þótt þeir kynnu til smíða. Hér lýkur Bjarni Kjartansson sögu sinni, og það er ekki fyrr en sagan er á enda, að hann tekur tappa úr bauknum og fær sér korn í nefið. Honum hefur verið það næg nautn að rifja upp minningar sínar um þessa miklu smiði — óskmegi þeirr- ar íþróttar, sem hann hefur sjálfur helgað ævislarf sitt. Bómversk áhöld — Flutt af 987. síðu. hamarshausinn. Hún er rösklega tuttugu sentimetra löng og rneð þverrákum allt upp að þeim stað, þar sem skaftið hefur setið á tang anum. Á honum eru fjögur göt, sitt á hverri hlið. Þetta verkfæri er frá fyrri hluta annarrar aldar. Eftirhreytur um Jón völund 1006 T I !W I N N SUNNUDAGSBl.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.