Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 10
hennar, sem var hálfu öðru ári eldri, voru fyrr sýndir stafir. Sagðist hún hafa stað'ið á bak við á meðan kennslan fór fram og séð á bókina o-g fylgzt með, en ekki fékk hún að taka þátt í lestrarnáminu fyrr en Þorvaldur var orðinn sjálfbjarga í lestrinum. Það leið ekki á löngu, að hann yrði læs, og þá kom röðin að henni. En þá kom það í ljós, að hún las eins vel og hann. Svo það þurfti aldrei að kenna henni að þekkja stafina eða að kveða að. En móðir þeirra var vandlát með það hvernig lesið var. Þau urðu að þekkja lestrarmerkin og nota þau við lesturinn, svo að lesturinn yrði skýr og áheyrilegur. Vilborg sagði, að þau hefðu haft stafsrófskver, prentað á Hólum. í því hefðu verið lestrarmerki og margar góðar leið- beiningar, bænir og fleira. Stafrófs- kver þetta sagðist hún hvergi hafa séð annars staðar. En þetta eintak, sem móðir þeirra átti, mun hafa lent hjá Þorvaldi bróður hennar, ásamt öðrum bókum, sem foreldrar þeirra áttu, og lítið voru annað en guðs- orðabækur frá Hólaprentsmiðju. Þegar Vilborg fór að Alviðru, sagði hún að móðir sín hefði mælzt til þess við Alviðruhjónin, að henni yrði kennt að skrifa. En úr því varð nú ekki. Hún hafði nú samt með sér fjaðrapenna, en hvorki blek né papp- ír. En nokkur skrifuð blöð hafði hún með sér frá móður sinni, og þau átti hún fram á clliár. Blöð þessi voru úr skrifaðri bók, ekki stórri, f Grallara- broti. Á þeim var settletur. Ég sá þessi blöð, en gat ekkert lesið af því, sem á þeim stóð. En rithöndin á þeim var góð. Þessi blöð átti hún að hafa fyrir forskrift. Eitthvað gat hún útvegað sér af pappírsblöðum og blekið, sem hún ætlaði að nota, var kálfsblóð. Svo ætlaði hún að fara að skrifa og byrjaði eitthvað á því. En þegar Helgi, húsbóndi hennar, komst að því, þá reyndist hann mót- fallinn því, að hún færi að setjast við skriftir. Það væri ekki fyrir stelp ur eða kvenfólk yfirleitt að eyða vinnutíma í þvílíkan hégóma, sem aldrei kæmi að gagni eða yrði að nokkru liði fyrir kvenfólk, sízt al- múgafólk. Þegar hún heyrði, að hús- bóndinn hafði þessa skoðun á skrift- arnámi, þá hætti hún orðalaust við að læra að skrifa. Fjaðrapennann, sem var úr arnarfjöður, pappírs- blöðin, sem hún var byrjuð að klóra á, eins og hún orðaði það, og blöðin með hendi afa síns, geymdi hún fram á elliár. En þá mun hún hafa brennt því öllu. Hún sagði, að á blöð- unum væri guðsorð, sem hún vildi ekki láta fótum troða. Húslestur var hún Látin lesa „árið um kring“, eins og það var orðað þá. Það var hugvekja á hvetju rúmhelgu kveldi frá veturnóttum til hvíta- sunnu og Jónsbókarlestur á helgi- dögum og sunnudögum. Sögubækur voru fáar til og lítið fengið að láni af þeim frá öðrum bæjum, svo að sögulestur var fremur lítill. Með Vil- borgu var í Alviðru vinnukona. Ekki man ég nafn hennar. Hún var það efnuð, að hún gat keypt lítið bókar- kver af bóksölumanni, sem var á ferð með bækur til sölu. í þessil kveri var Tólfsonakvæði eflir Guð- mund Bergþórsson, Vinaspegill og fleira. Þetta kver sagði hún, að sig hefði langað mikið til að fá að lesa og læra kvæðin utan að. En sú, sem átti kverið, vildi ekki svo mikið sem lofa henni að líta í það, hvað þá aö hún vildi lofa henni að lesa það á helgum dögum við og við. Við þeíta varð að sitja. Eigandinn bar því við, að hún hefði engan tíma til þess að lesa í því nema lítið eitt á sunnudög- um og hún hefði keypt bókina handa sjálfri sér, en ekki fyrir aðra. Nti var verkum þeirra svo skipað, ? Vilborg var í fjósinu, sem þýddi það að hún átti að gefa kúnum, bera ú) mykjuna í hauginn og vatna kúnum En vinnukonan, sem bókina átti, v látin mjólka eftir vöku á vetrum sem kallað var, klukkan níu. þurfti Vilborg ekki að fara út í fjó Verkum hennar var lokið, er kýrnar voru búnar að éta og drekka, sen var á áttunda tímanum. Vilborg vis hvar kverið var geymt. Sú, sem það, hafði það undir höfðalagi sínu Nu sætti Vilborg la-gi, hnupLaði kver- inu meðan eigandinn iar fjarverandi og las í því á meðan. En þess gætti hún, að láta það á sinn stað, áður en komið var inn frá mjöltum. Hún Úifljótsvatn í Grafnlngi. sagðist hafa haft það lag að Lesa kafla í hvert sinn tvisvar sinnum og þylja hann síðan í þriðja sinn utan bókar. Svo hefði hún rifjað upp næsta leskafla á undan og borið sam- an, hvort hún færi rétt með það, sem hún var búin að læra, og leiðrétt þá, ef hún fór ekki rétt með; Á dag- inn rifjaði hún upp allt frá byrjun, svo langt, sem kún kunni. Með þessu móti festist þetta svo í minni henn- ar, að hún kunni þessi kvæði í réttri röð alla sína ævi. Þó Vilborg lærði lítið í bóklegum fræðum í Alviðru, þá lærði hún margt, sem snerti dagleg störf og þénaði til sveítaverka á þeirri tíð. Hún var dýravinur, glögg á fé og smali góður. Meira náttúruð fyrir útistörf en innivinnu, þótt hún stund aði hana jafnframt. Hún spann til dæmis og prjónaði, en ekki lærði hún að vefa og lítið gerði hún að saumaskap, nema eitthvað af fatnaði á sjálfa sig. 1849 fór Vilborg vinnukona að Nesjum í Grafningi. Þá bjuggu í Nesjum Þorvatdur Helgason, frændi hennar, og Anna Gísladóttir frá VilL- ingavatni. Þorvaldur var síðari mað- ur hennar. Þar var hún samfleytt í tólf ár. í Nesjum var aðalstarfi henn- ar smalamennska vor og haust og heyvinna um sláttinn. Smalamennska þótti henni erfið í Nesjum. Land- ið mishæðótt og leitótt skóglendi og þegar ofar dró, fjöll og heiðar. En í þá daga var fénu smalað daglega frá réttum, þangað til það var tekið á gjöf, og talið daglega. Ef eitthvað vantaði, varð að finna það samdæg- urs, ef vel átti að vera. Það var al- mennur fastavani, þegar smalinn kom (Ljósmynd; Gísli Gestsson). 994 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.