Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 9
ÞÆTTIR IÍR ÆVISÚGU GAMAILAR VINNUKONU1SUNNLENZKRISVEIT Vilborg Guðmundsdóttir fæddist í. Hlíð í Grafningi 5. september 1829. Foreldrar hennar voru Guðmundur Þorvaldsson frá Alviðru og Guðrún Vigfúsdóttir, prests á Snæfoksstöð- um. Móðir Guðrúnar hét Vilborg Freysteinsdóttir. Hún andaðist í Hlíð hjá dóttur sinni og tengdasyni árið 1826, 77 ára. Foreldraf Vilborgar fluttu að Hlí<5 og byrjuðu þar búskap 1822, og þar bjuggu þau í sextán ár. Fyrstu árin gekk þeim vel, hvað efnahag snerti, en sumarið 1930 veiktist Guðmund- ur og var óvinnufær mest allan slátt- inn 'lveitungarnir hjálpuðu honum að sl.á og hirða túnið, en halli varð á heyskapnum svo að fénaði varð að fæklca. Eftir þelta mun hann aldrei hafa fengið fulla heilsu. Frá Hlíð fluttu þau hjón'með börnum sínum fjórum, og var Vilborg eitt þeirra, að Skógstjörn á Álftanesi. Eftir það kann ég ekkert frá þeim að segja eneð vissu Frá uppvexti Vilborgar veit ég ekki annað en það, sem hún sagði sjálf og mun það allt rétt vera. Hún fegr- aði aldrei sinn málstað. Móðir hennar var siðavönd nokkuð við börn sín Kenndi þeirn snemma að lesa og alla gamla og góða siði. Hún sagði, að sér hefði fundizt hún á sínum upp- vaxtarárum óþarflega siðavönd. Til dæmis þetta: Hún og eldri systkin vildu fá að fara til kirkju eins og fullorðna fólkið. Þau fengu það með því móti, að þau myndu eitthvað úr messunni, sem presturinn segði, er heirn var komið. Ef þau mundu ekki neiít, fengu þau ekki að fara næsta sinn, þegar messað var, annars máttu þau fara til kirkju áfram. En alltaf urðu þau að geta sagt henni eitthvað úr messunni, þegar heim var komið Hún sagðist alltaf hafa getað haft yfir einhver orð, sem presturinn hefði sagt. En oft sagði hún, að ekk ert hefði hún skilið, hvað hann meinti með þeim orðum. Þegar hún kom á Álftanes, átti húo klrkjusókn að Bessastöðum. Þá var þar prestur séra Árni Helgason. prófastur í Görðum. Eftir að hún fór að sækja kirkju til hans, sagðist hún ekki hafa þurft að leggja sér- stakar setningar á minnið. Hún sagð- k . f Kolbeinn Guðmundsson * frá Úlfljófsvatni skrif- ar hér um konu, sem Síft barst á um dagana og skipaði ekki þann JjjéSfélagssess, að henni væri mikil af- hygli veift. En þann sess, sem lífið hafSi valié heiini, skipaðí hún mefi sóma. ist hafa getað sagt móður sinni, út af hverju hann hefði lagt og kafla úr ræðunni. Eftir nokkrar kirkjuferðir hefði móðir sín hætt að spyrja sig úr messunni Hún sagðist heldur hafa saknað þess, en þó ekki talað um það eða spurt, hvers vegna hún hætti að spyria sig, þegar hún loks- ins nokkum veginn gat svarað spurniagum hennar. Vilborg bar alla sína ævi sérstakan hlýhug til séra Árna, enda þótt hún teldi hann ekfci beinlínis ræðuskör- ung. Viðkynning utan kirkju hefði verið frábær. Hún sagðist nokkram sinnum hafa mætt honum á förnum vegi, þegar hann var á ferð á Nes- inu. Þá var hún tíu ára stelpa frá fátæku heimili og þekkti fátt fólk. Alltaf hefði hann verið eins og bros- andi og alltaí talað eitthvað við sig, og hann hefði haft sérstakt lag á því að s'egja eitlhvað gott, sem maður gat aldrei gleymt. Af honum sagð- ist hún hafa lært að færa sér í nyt það, sem hún las, vinsa það bezta úr því, en láta það illa afskiptalaust. Sem dæmi um það, hvað séra Árni gat oft komizt snilldarlega að orði, sagði hún, að eitthvert sinn er hún var við kirkju á Bessastöðum, var það eftir messu úti á hlaði, að maður var að segja fólkinu nýjar fréttir, sem enginn hafði heyrt. En þegar hann hafði lokið við að segja frétt- irnar, tók hann það fram, að varlegt mundi að trúa þeim að öllu leyti, því aS þetta væri haft eftir honum Árna, sem kallaður væri sleggjuböllur. , Séra Árni var einn af þeim, sem heyrðu fréttirnar og eftir hverjum þær voru hafðar. Þá sagði hún, að séra Árni hefði sagt: „Það er mikið höfuðnafn“. Þessi orð séra Árna höfðu þau áhrif, að engar umræður urðu um ’ fréttirnar eða heimildarmann þeirra. 1 En hverjar þessar fréttir voru eða hvers efnis, sagðist Vilborg ekki muna. En orð séra Árna mundi hún. Árna sleggjuböll kannaðist hún við, því að hann var þá á Álftanesi, og Gísli Konráðsson getur hans [ ævi- sögu sinni. Þegar Vilborg var ellefu ára, flutt- ist hún að Alviðru í Ölfusi. Þá bjuggu þar Sigríður Þorvaldsdóttir, föður- systir hennar, og Helgi Árnason, maður hennar. Þau hafa að líkindum tekið hana til fósturs fyrir frænd- semissakir. Líklega hefur faðir henn ar þá verið andaður. Hann hefur þá verið búinn að vera heilsutæpur í mörg ár. En móðir hennar var lcyrr á Álftanesi, og þar andaðist hún. Þegar Vilborg kom að Alviðru, var hún lesandi fyrir löngu og það áður en foreldrar hennar fluttu frá Hlíð. Hún hafði lítið fyrir að læra að lesa. Hún var orðin lesandi áður en nokkur vissi af því. En það var með þeim hætti, að Þorvaldi, bróður T í M I N N — SUNNUDAGSBL ð.Ð 993

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.