Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 23.12.1962, Blaðsíða 21
höfðaletri og lofaði að boTga honum vel fyrir. Hagleiksmaðurinn smíðaði spóninn og gróf á hann höfðaletur, sem bóndi kunni þó ekki að lesa. Eitt sinn er prestur í heimsókn hjá bónda og var gefið að borða með spæninum. Las hann höfðaletnð og þýddi það fyrir eigandann, en það var á þessa leið: — Gaptu nú. spesíugleiður. ☆ DÍSA ÞVOTTAKONA hafði ætlað að fá sér hárgreiðslu, en hún varð veik, áður en af því yrði, og lá í nokkra daga í rúminu. Helga systir hennar kom þá til hennar. Heiga mælti: — Það var þó gott, að þú varst ekki búin að fá þér permanentið. Það hefði verið slæmt að vera búin að sóa í það 50—60 krónum og þú svo kannski dáið. Disa svaraði: — Læt ég það nú vera. Það hefði þá ekki gert svo mikið til, þótt ég hefði litið sæmilega út í kistunni. ★ ÞAÐ VORU aðeins þrír bændur í dalnum, og einn þeirra, er Jón hét, fluttist þaðan búferlum. Haustið eftir kom hann í dalinn og hitti að máli gamlan nágranna sinn. Kvaðst hann hafa komið til að sækja ýmsa muni, sem eftir höfðu orðið af búslóð sinni, en þeir hefðu allmjög týnt töl- unni um sumarið, og lét hann illa yfir skaða sínum. Nágranninn svaraði íbygginn: — Það lítur þá út fyrir, ag það séu einhverjir hér í dalnum, sem hnupla. * MÓÐIRIN sagði: — Ef þið eruð svona óþæg, krakk- ar, megið þið búast við, ag jólin komi alls ekki til ykkar. Dóttirin á fjórða ári: — Líklega verður nú að halda af- mæli Jesú Krists, þó að við séum óþæg. ★ 1 EMBÆTTISTIÐ séra Asmundar ■. Odda bjó hagleiksmaður mikill í einu koti hjá Odda. Ríkur bóndi í sókn- inni bað hagleiksmanninn ag smíða fyrir sig spón og grafa á hann með ★ EFTIR ræðu sína sneri trúboðinn sér að einum áheyrendanum, sem hann grunaði, að iítt hefði fylgzt með máli hans, og sagði: — Hefur þú fundið Jesúm Krist? Áheyraíidinn svaraði tómlátlega: — Er hann nú týndur? EITT SINN var stýrimaður á skipi einu við öl. Skrifaði þá skipstjóri í skipsbókina: Stýrimaður fullur í dag. Daginn eftir var stýrimaður kominn til sjálfs sín og var þá á vakt. Skrif- aði hann þá í skipsbókina: Skipstjóri ófullur í dag. ★ ÁSMUNDUR var skrifari í stjórnar ráðinu, en var nokkuð ölkær og því oft fjarverandi. Eitt sinn, er hann kom til vinnu eftir viku íjarveru, hitti hann ráðherra á ganginum. Ráð herrann segir þá við hann: — Við höfum saknað yðar hér í heila viku. Ásmundur svarar samstundis: — Þér vorug fjarverandi í þrjár vikur í sumar og saknaði yðar enginn. ★ EITT SINN, er Jón gamli var að freista landtöku í úfnum sjó, sagði hann við félaga sinn: — Það væri nú ekki mikið, þó það kæmi einn sjór, ef þeir kæmu ckki aftur og aftur. ★ ÓLAFUR var trúgjarn í meira lagi og óspar á að miðla öðrum af því, sem í hann var logið. Eitt sinn sagði hann: — Það er meira dekrið með kóngs- krakkana, þeim ku vera hampag á gulldiskum um hallargólfið. Viðtaí við biskup - Framahld af 989. síSu. öreiganum upp yfir ömurleik hvcrs dagsins, gera hvert hreysi að höll. Vonandi gerum við ekki hallirnar að andlegum hreysum. Jólin, eða það, sem er á bak við þau, hafa sama mátt enn í dag, ef þau týnast ekki sjálf { sálarlausum flaumi og iðulaus- um dansi kringum gullna kálfa — Með hvaða hætti vilduð þér helzt, að menn héldu jólin hátíð- leg? — Ég vildi óska þess, að þjóðin mín týndi þvi ekki niður að halda heilagt. „Engin frumþörf mannsins er eins vanrækt nú og þörfin fyrir lotningu og helgi“, sagði merkur skólamaður og uppeldisfræðingur, dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri, fyrir nokkrum árum. Ég held, að þetta sé satt, því miður, og mjög al- varlegur sannleikur. Sunnudagurinn er að afhelgast meir og meir. Stór- hátíðirnar, að jólunum meðtöldum, sogast í sama far. Helgihald fer eftir trúarflífi hvers og eins og á hvcrj- um tíma. Veigur þess er lotning fyrir því „eilífa og stóra“, tilbeiðsia. Það gerir ekki gleðina útlæga, dæmir ekki tilbreytni úr leik. En „hamingj- an býr í hjarta manns“, ekki i ytri gæðum, og dýpsta, varanlegasta og sannasta gleði manns er ekki af þess- um heimi. Ég vildi óska þess, að hvert heimili og hver mannshugur mætti komast í hljóðláta, innri snert- ingu við þann veruleik, sem jóla- sálmamir okkar túlka og guðspjöll jólanna boða. Og einkanlega vil ég óska þess, að ekkert barn fari á mis við það að lifa heilög jól. T f M I N N — SUNNUDAGSBI.AÐ 100r

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.