Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 13.01.1963, Blaðsíða 3
vori fljúga þessi fiðrildi frá Mið- Ameiiíku norður til Kanada og á haustin aftur til heitari stað'a. Þetta fjTirbcigði er þekkt naer alls staðar í heiminum, en það ein- kennilega er, að þessi farfiðrildi virð ast stundum „kveikja í“ öðrum fiðr- ildum — sem annars eru staðhund- in — svo að þau venda kvæði sinu fjallið Krakataus gaus sprengjugosi nokkrum mánuðum áður. Önnur hug- mynd, sem á upptök sín á Jövu, er sú, að fiðrildaflokkamir séu njósn- arar, sem konungur fiðrildanna sendi til þess að athuga, hvernig gróður- farið sé. V Þótt undarlegt megi teljast, hafa þessar ferðir fiðrildanna líka haft Fiðrildi þau, sem eru á þessari mynd, nefna Færeyingar huldur, en hiS natneska heltl þeirra er Hepialus humuli L. KarldýriS er alls staSar með hvíta silkigljáandi vængi, nema í Færeyum og á Hjaltlandi, þar eru þeir gulir, brúnir og gráir meS blettum og röndum. Þó bregSur fyrir hvitum karldýrum, og er 7. fiSrildi sýnis- horn þess. Karldýrin eru frábrugSin kvendýrum og hafa hárskúf á öftustu fótun- um og eru aldrei rauSleit á vængjum. lands og síðan til Rómar, en þar J^afa fundizt fiðrildamyndir á gull- myntum, sem eru frá árunum um fæðingu Krists. Frá Róm barst þessi táknræni skilningur á fiðrildinu um alla Evrópu, svo sem hver kirkjugarðs- gestur getur fullvissað sig um, ef hann veitir því athygli, hve oft leg- steinar eru skreyttir með mynd af fiðrildi eða styttu ungrar konu með fiðrildisvængi. Hér kemur það fram sem oft áður, að hin kristna trú hef- ur tekið heiðnar hugmyndir í sína þjónustu og samhæft þær trúarkerfi sínu. Það er dálitið skemmtilegt, að Psyche-hugmyndin hefur haft gagn- verkandi áhrif á fiðrildin; fjöldi vís- indalegra nafna á fiðrildum hafa orð ið til með einhvers konar samsetn- ingu við orðið psyche eða afleiðslur af því. Hin goðfræðilega og táknræna notkun fiðrildisins hefur sem sagt orð ið til þess, að orðið psyche hefur verið notað sem heiti á fiðrildum. Það er náið, rökrænt samhengi milli fiðrildisins sem tákns hinnar cdauðlegu sálar og tengsla fiðrild- isins við hugmyndir manna um dauð- ann. Á vissum stöðum í Englandi er sú trú enn við iíð'i meðal almennings, að mæti maður þremur fiðrildum, sem fljúga saman í hóp, sé það ör- uggur feigðarboði. Og í Máryland í Bandaríkjunum er velþekkt sú hug- mynd, að fiðrildi, sem fljúgi inn í hús beri dauðann með sér. Komi það fljúgandi inn um glugga, er það harn, sem er feigt. — Annars staðar í Bandarikjunum eru til dæmi um. að fiðrildi boði ham- ingju og gleði. í Pennsylvaníu er til dæmis álitið góðs viti, ef fiðrildi sezt á höfuð manns. Og í New York-fylki eru enn leifar af gamalli trú, sem mælti cvo fyrir. að handsami maður fyrsta fiðnldið, sem maður sér að vori, muni hamingjan fylgja manni um sumarið En vissar tegundir fiðrilda færa alls staðar ógæfu með sér að alþýðu- trú. sérstaklega á þetta við um „dauð ingjafiðrildið", sem er helzti full- trúi kvöldíiðrildanna í Evrópu. Það gerir bæði hið skuggalega, hauskúpu laga form á brjósti þess og hið óhugn- anlega tíst. sem það gefur frá sér, ef það er handsamað. Margt eldra fólk er blátt áiram hrætt við þetta fiðrildi. Stundum kemur fyrir af ástæðum. sem enn eru ekki að fullu kunnar, að fiðrildi taka sig upp milljónum saman og fljúga í flokkum frá einum stað til annars. Sumar tegundir ferð- ast meira reglubundið, meðal þeirra er talið hið bandaríska fiðrildi „Monark" — einvaldur — en þetta nafn hefur það hlotið vegna stærð- ar sinnar, hins fagra, jarpa lits og voldugs vængjaburðar. Á hverju skyndilega í kross og láta berast með milljónastraumi farfiðrildanna. Á Ceylon eru til dæmis ekki færri en 70 tegundir, sem leggja upp í slíkar ævintýraferðir. Þetta háttalag fiðrildanna hefur náttúrlega vakið athygli fólks og hef ur orðið tilefni til alls konar vanga- veltna. og msrgs konar skýringar hafa verið gefnar á fyrirbrigðinu. Malajarair í Suðaustur-Asíu hafa þannig til skamms tíma álitið, að hinar flokkmiklu ferðir Catopsilia- fiðrildisins séu sálir á pílagrímsferð til hins heilaga bæiar Múhammeðs- trúarmann. Mckka. Árið 1883 skýrðu Javabúar fery mikils fiðrildahóps með þeim hætti, að þar færu 30.000 sálir manna, sem fórust. þegar eld- stjórnmálaleg áhrif: í Sarawak á eynni Bomeo var sú trú lengi við líði, að fjöldaflakk ákveðinnar fiðr- ildategundar væri tákn þess, að Kín- verjarnir á staðnum hygðu á fólsku- verk, og þá var um að gera að vera fyrstir til að gera sem flesta þeirra höfðinu styttri. Við Evrópumenn hljót um ósjálfrátt að minnast Gyðingaof- sóknanna á miðöidum, sem hófust fyrir tilverknað hjátrúar, sem tengd var fiðrildum Við munum öll eftir frásögninni um hinar egypzku plágur, sem Drott inn leiddi yfir Egypta, af því að faraó inn vildi ekki leyfa Gyðingunum að hverfa heim til lands síns. Niu plág- umar er vel hægt að skilja, en hinni Framhald á 46. síðu. T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 27

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.